12.4.2013 | 19:30
Af hverju bara ekki að fara að eins og Landsvirkjun?
Við heyrum þessa dagana að Orkuveita Reykjavíkur hefur áhuga á því að fara í samstarf við Landsvirkjun og HS orku til þess að leysa vandamál varðandi mengun og affallsvatn, sem OR treystir sér ekki til að leysa að minnsta kosti næstu sjö ár og hefur beðið um minnst svo langan frest til þess.
Áhuginn á samstarfi við Landsvirkjun er skiljanlegur því að Lv segir að öll vandamálin, sem OR getur ekki leyst, verði auðleyst fyrir 90 megavatta Bjarnarflagsvirkjun við austurbakka Mývatns á grundvelli áratugs gamals mats á umhverfisáhrifum.
Að vísu var það álíka gamalt mat á umhverfisáhrifum sem brást algerlega fyrir sunnan, en Landsvirkjun hlýtur að geta hjálpað OR svo að hægt sé að halda truflanalaust áfram hér fyrir sunnan eins og gera á fyrir norðan.
Það ætti að auka líkurnar á að Landsvirkjun leysi málin fljótt og vel hér fyrir sunnan, að við Mývatn eru aðeins 2,8 kílómetrar frá fyrirhuguðu 90 megavatta orkuveri, en vegalengdin frá Hellisheiði til Reykjavíkur er meira en tíu sinnum lengri og samt voru loftgæði í Reykjavík komin niður fyrir mörk Kaliforníu 40 daga á ári strax fyrir mörgum árum.
En, að öllu gamni slepptu, væri kannski réttara að snúa spurningunni við: Af hverju fer Landsvirkjun ekki að fyrir norðan eins og OR ætlar að gera fyrir sunnan?
Hitamengun í lindum við Þingvallavatn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
15.11.2011:
"Líklegt er að Orkuveita Reykjavíkur beri samkvæmt dómafordæmum hlutlæga ábyrgð á jarðskjálftum sem verða vegna niðurdælingar á Hellisheiði.
Til skamms tíma hefði þótt undarlegt - hreint grín - að ræða um ábyrgð á jarðskjálftum.
Jarðskjálftar eru meðal náttúruhamfara og hafa ekki verið taldir af mannavöldum.
Prófessor Róbert R. Spanó skrifar grein í Fréttablaðið í dag sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum og ræðir hann um jarðskjálfta í kjölfar niðurdælingar affallsvatns á Hengilssvæðinu út frá sjónarhóli mannréttinda.
Fram kemur í grein Róberts að hann fjalli að þessu sinni um annað en hugsanlega skaðabótaskyldu vegna tjóns af völdum þessara manngerðu jarðskjálfta; bótaábyrgð er hins vegar umfjöllunarefni þessa pistils."
Bótaábyrgð vegna jarðskjálfta af mannavöldum - Talsmaður neytenda
Þorsteinn Briem, 12.4.2013 kl. 19:57
Sæll Ómar.
Þú virðist ekki hafa lesið fréttina sem þú vitnar í. Hvers vegna?
Þar segir m.a.: "Affallsvatn frá Nesjavallavirkjun er bæði borholuvatn og einnig rennur frá virkjuninni upphitað vatn úr Þingvallavatni. Um helmingi borholuvatnsins er dælt niður í borholur á um 400 metra dýpi. Hinn helmingur fer í Nesjavallalæk. Á sumrin, þegar er minni eftirspurn eftir heitu vatni til húshitunar, rennur upphitað grunnvatn einnig út á yfirborð."
Auðvelt er að nýta flutningsgetu til Reykjavíkur og þaðan út í sjó þar sem straumur er.
Þá mætti hugsa sér að auka þessa leið fyrir úrgangsvatn sem virðist ekki skaða sjóinn.
Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 13.4.2013 kl. 02:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.