Áratuga gísling á enda.

Reykjavíkurflugvöllur hefur verið í gíslingu í áratugi vegna óvissu um framtíð hans og hatrammrar baráttu gegn tilvist hans.

Nú liggur fyrir að í skoðanakönnunum fær völlurinn ítrekað og vaxandi fylgi landsmanna, bæði þeirra, sem eiga heima í Reykjavík og fólks úti á landi. 

Það er því með ólíkindum hvernig hægt hefur verið að halda vellinum í þvílíkri gíslingu, að meira að segja hefur verið komið í veg fyrir það að hægt væri að malbika malarsvæði þar sem flugfarþegar hafa lagt bílum sínum. 

En sem betur fer hefur Ögmundur Jónasson nú séð til þess að höggva á þann skammarlega hnút, sem hefur reyrt flugvöllinn og starfsemi við hann niður og staðið eðlilegum notum hans og starfsemi við hann fyrir þrifum. 

Ég tel höfuðatriði að þegar hin nýja flugstöð verður byggð, verði haldið opnum þeim möguleika að hafa öryggissvæði það stór sitt hvorum megin við vestari hluta austur-vestur-brautarinnar að hægt verði að lengja þá braut og gera hana nothæfa sem varabraut fyrir millilandaflug. 

 


mbl.is Engin samgöngumiðstöð í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvað kemur þetta samkomulag einhverjum skoðanakönnunum við?!

Til að samkomulag sé gert þarf að minnsta kosti tvo til eða gerði Ögmundur Jónasson hér samkomulag við sjálfan sig?!

"Við erum sammála um að vera ósammála um það hversu lengi flugvöllurinn á að vera í Vatnsmýrinni en hitt erum við alveg sammála um og það er að bæta aðstöðuna fyrir innanlandsflugið og hér mun rísa ný flugstöð," segir Ögmundur Jónasson.

"En er rétt að ráðast í kostnað við að reisa nýja flugstöð á meðan enn ríkir óvissa um hvort flugvöllurinn eigi að vera eða fara?

"Eigum við ekki að gera þjónustuna við farþegana eins góða og mögulegt er á meðan að flugvöllurinn er hér?" spyr Jón Gnarr borgarstjóri á móti.""

19.4.2013 (í dag):


Ný flugstöð reist í Vatnsmýri

Þorsteinn Briem, 19.4.2013 kl. 20:10

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.4.2013 (í dag):

"Í samkomulaginu eru talin upp atriði sem varða deiliskipulag [en ekki aðalskipulag] á svæðinu og að því verði hraðað þannig að hægt verði að hefja ráðgerðar endurbætur sem fyrst.

Samkvæmt samkomulaginu verður norðaustur/suðvestur flugbrautin lögð af og landið sem losnar sunnan vallarins skipulagt undir blandaða byggð."

Engin samgöngumiðstöð í Vatnsmýri


Aðalskipulag
[en ekki deiliskipulag] Reykjavíkur 2001-2024 var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur 18. apríl 2002, afgreitt af Skipulagsstofnun til staðfestingar umhverfisráðherra 19. desember 2002 og staðfest af umhverfisráðherra 20. desember 2002.

Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024


10.11.2010 (fyrir tveimur og hálfu ári):


"Hætt var við áform ríkis og borgar um að reisa samgöngumiðstöð norðan við Hótel Loftleiðir á fundi Ögmundar Jónassonar samgönguráðherra með Jóni Gnarr borgarstjóra og Degi B. Eggertssyni formanni borgarráðs í dag.

Þess í stað verður kannað hvort og hvernig megi bæta aðstöðu fyrir flugfarþega austan við flugvöllinn.
"

Samgöngumiðstöðin rís ekki

Þorsteinn Briem, 19.4.2013 kl. 20:48

3 identicon

"Hvað kemur þetta samkomulag einhverjum skoðanakönnunum við?"

Þrýstingur hefur víðtæk áhrif......

Jón Logi (IP-tala skráð) 19.4.2013 kl. 21:03

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þrýstingur varðandi hvað, Jón Logi?!

Þetta samkomulag er staðfesting á því samkomulagi sem gert var á milli ríkis og borgar fyrir tveimur og hálfu ári.

10.11.2010 (fyrir tveimur og hálfu ári):


"Hætt var við áform ríkis og borgar um að reisa samgöngumiðstöð norðan við Hótel Loftleiðir á fundi Ögmundar Jónassonar samgönguráðherra með Jóni Gnarr borgarstjóra og Degi B. Eggertssyni formanni borgarráðs í dag.

Þess í stað verður kannað hvort og hvernig megi bæta aðstöðu fyrir flugfarþega austan við flugvöllinn.
"

Samgöngumiðstöðin rís ekki


Þú ættir að fylgjast betur með áður en þú byrjar að gapa um þetta mál.

Þorsteinn Briem, 19.4.2013 kl. 21:16

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

14.3.2013 (í síðastliðnum mánuði):

"Samningar hafa tekist á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði.

Í samningnum felst að Reykjavíkurborg kaupir land ríkisins, alls um 112 þúsund fermetra svæði, og gera má ráð fyrir að allt að átta hundruð íbúðir geti risið á byggingarlandinu.

Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra
og Dagur B. Eggertsson, staðgengill borgarstjóra, undirrituðu samninginn á Reykjavíkurflugvelli.

Samningurinn var samþykktur í borgarráði með öllum greiddum atkvæðum
á fundi þess í morgun."

Ný 800 íbúða byggð í Skerjafirði


19.4.2013 (í dag):


"Í samkomulaginu eru talin upp atriði sem varða deiliskipulag [en ekki aðalskipulag] á svæðinu."

Þorsteinn Briem, 19.4.2013 kl. 21:34

6 identicon

Það á að láta Vatnsmýrina í friði, hún hefur verið griðarstaður fyrir flugæfingar frá örófi alda, fyrst komu þeir fiðruðu síðar bættust vélknúnu fuglarnir við. Það er miklu auðveldara að skipuleggja 800 manna byggð á Hólmsheiði heldur en að  rífa niður frábæran flugvöll til þess a að byggja  hús þar sem  hann var og reisa hann svo aftur annarsstaðar aftur. Hverskonar bull er eiginlega í gangi. Og mín vegna má byggðin á Hólmsheiði vera  blönduð eða óblönduð.

Fólkið í landinu vill hafa flugvöllinn þar sem hann er, það er kjarni málsins. Hjá sumum, þá sérstaklega kommunum á bara að fara að vilja fólksins þegar það hentar eins og sást í Icesave og svo í þessu máli.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.4.2013 kl. 22:05

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ómar vek athygli þinnar  á bloggi ziggi.blog.is, þar sem ég kasta á þig nokkrum spurningum vegna málefnis sem e.t.v. skiptir þig máli.

Sigurður Þorsteinsson, 19.4.2013 kl. 22:07

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég er fædd og uppalin við Ljósvallagötu 101 rvk. m, enda ugvellinuMan ekki eftir neinu ónæði af fluppalin við hann. einu sinni nauðlenti  flugvellir mun hættuflugv´l á torginu og okkur fannst það spennandi en ekki bú til vandamál úr einhverju sem bara spurning um að ríkir fái að byggja hús?

Hér á Patreksfirði og Vestfirðum eru flugvellir varla til? Af hverju?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.4.2013 kl. 22:13

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.10.2012:

"Borgarstjórn Reykjavíkur hefur ákveðið að kaupa Umferðarmiðstöðina við Vatnsmýrarveg og lóðina sem henni fylgir."

"Umferðarmiðstöðin verður miðstöð almenningssamgangna í Reykjavík og á svæðinu í kring er stefnt að því að byggja litlar og meðalstórar íbúðir sem henta ungu fólki."

Miðstöð almenningssamgangna og íbúðir fyrir ungt fólk þar sem Umferðarmiðstöðin er nú

Þorsteinn Briem, 19.4.2013 kl. 22:14

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rafn Haraldur Sigurðsson,

Fangelsi verður reist á Hólmsheiði
, ef þú vilt endilega búa þar.

Mikið fuglalíf
hefur verið allt frá Ráðhúsinu í Reykjavík, sem er stórhýsi á íslenskan mælikvarða, og suður að Norræna húsinu.

Það hefur ekkert með Reykjavíkurflugvöll að gera.


Og hluti af Vatnsmýrinni fór undir flugvallarsvæðið.

Vatnsmýrarsvæðið er hins vegar mun stærra en sjálf Vatnsmýrin.

Fuglar voru skotnir úr Skothúsinu, sem Skothúsvegurinn er kenndur við.

Og hverjir stóðu fyrir framkvæmdum í Vatnsmýrinni í fyrrasumar?

19.3.2012:


"Fuglarnir sem sækja sér æti í Tjörnina í Reykjavík verptu í Vatnsmýrinni en síðustu árin hafa fáir ungar komist á legg.

Norræna húsið, Reykjavíkurborg og Háskóli Íslands
vilja bæta úr og reyna nú að endurheimta votlendið í friðlandinu í Vatnsmýrinni sem endurnar eru svo hrifnar af."

Þorsteinn Briem, 19.4.2013 kl. 22:37

11 identicon

Ég gapi af undrun yfir því að lesa æ ofan í æ að flugvöllurinn sé á brottleið. Sýnist hann ekki vera það, þótt að styzta brautin fari. Mér sýnist eiga að koma upp bættri aðstöðu, og laga aðflug með því að "trimma" aðeins trjáplöntur.
Ég gapi líka yfir þeim tíðindum að kennsluflug og einkaflug sé bannað frá Reykjavík.
Mér finnst hins vegar lítið fréttnæmt að andfuglar leiti í vatn. En það verður þó að þurrka og það vel þar sem á að byggja.

Jón Logi (IP-tala skráð) 19.4.2013 kl. 23:36

12 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ómar.

Þú veist betur, þetta er nákvæmlega eins og einhver sagði hér að ofan, upphafið að endalokunum. Ríkið kaupir þennan rauðamel fyrir slikk og lætur Ríkissjóð byggja verkfræðilegt undur á Hólmsheiði fyrir okkar peninga. Mér þætti við hæfi eftir þetta útspil að háskólahátæknisjúkrahúsaskúralykillinn yrði færður til fyrrverandi Keflavíkur með svona eins og helmingnum af stjórnsýslunni.

Ekki þurfum við að hitta meira af henni nema að hámarki 50%.

Sindri Karl Sigurðsson, 20.4.2013 kl. 01:48

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Einu sinni á ári fór bóndi nokkur í kaupstað og kom þá ætíð sauðdrukkinn heim með þessa yfirlýsingu:

"Ég er húsbóndi á mínu heimili!"

Aðra daga ársins minntist hann aldrei á þetta atriði, enda var hann engan veginn húsbóndinn á bænum, því húsfreyjan gegndi því hlutverki og ansaði aldrei þessu fyllerísrausi eiginmannsins.

Þorsteinn Briem, 20.4.2013 kl. 01:59

14 identicon

Ómar, misminnir mig en kom það ekki fram í fréttum einhverstaðar að það væri skilyrði að nyja/endurbætta byggingin verði annað hvort færanleg eða hægt að nota hana undir eitthvað annað ÞEGAR flugöllurinn fer? Það er ekkert verið að lofa neinu um framtíð staðsetningu innanlandsflugsins. Ég minni þig líka á að það eru bara 90 manns að meðaltali á dag sem koma með innanlandsfluginu og eiga erindi í miðborgina eða , til að eins og segir í KPMG skýrslunni sem gerð var um málið hér fyrir stuttu, eiga erindi í "Reykjavík, vestan Kringlumýrarbrautar og Seltjarnarnes". Það er því sjálfgefið að það skiptir litlu máli hvort flugvöllurinn er staðsettur þarna í vatnsmýrinni eða einhversstaðar annars staðar hæfilega nálægt og hann hlýtur því að víkja fljótlega.

Anna Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2013 kl. 16:37

15 identicon

Og Ómar, þú ert mikill umhverfissinni er það ekki. Sérðu ekki hvað það mundi minnka mengun mikið ef flugvöllurinn færi vegna mun minni aksturs?

Anna Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2013 kl. 16:43

16 identicon

"Mér sýnist eiga að koma upp bættri aðstöðu, og laga aðflug með því að "trimma" aðeins trjáplöntur."

Jón Logi, það er bara verið að plata ykkur. Það hefur örugglega staðið til hvort eða er að grisja skóginn á þessu svæði og nú er það látið líta út eins og eftirlatssemi við Ögmund. Annars er Ögmundi örugglega alveg sama á meðan þetta getur fært honum nokkur atkvæði. Hann veit alveg örugglega ða hann hefur engu áorkað í málinu. Það er líka öngu búið að ganga frá þessu lagalega með samþykki aðalskipulags 2001-2024 og meira að segja byrjað að fjárfesta í dýrum byggingum í samræmi við það. Bygging Háskólans í Reykjavík er eitt dæmi um afleiðingarnar af þessari staðfestingu.

Anna Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2013 kl. 16:50

17 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég er búinn að taka eftir því að Ómar skrifar bara en les ekki.

Sindri Karl Sigurðsson, 20.4.2013 kl. 23:51

18 identicon

Ómar, sérðu enga mótsögn í síðustu klausunni hjá þér? (Veit ekki af hverju ég held áfram að vona að hægt sé að hafa gagnkvæm skoðanaskipti við þig? Þú svarar greinilega aldrei neinu)

"Ég tel höfuðatriði að þegar hin nýja flugstöð verður byggð, verði haldið opnum þeim möguleika að hafa öryggissvæði það stór sitt hvorum megin við vestari hluta austur-vestur-brautarinnar að hægt verði að lengja þá braut og gera hana nothæfa sem varabraut fyrir millilandaflug. "

Það á að hafa "öryggissvæði" svo stórt að hægt sé að breyta því aftur í flugvöll!

Anna Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2013 kl. 09:22

19 identicon

Anna, minnkandi akstur? Væntanlega eru allir á leið til Hólmsheiðar?
Þetta kostar jafnþéttar almenningssamgöngur og flugin eru, þar sem flugvélar utan af lendi eru ekki bílferja. Það hálkaði einn flugvallarandstæðingur á þessu á stórfundi hér um árið þegar hún sletti fram þeirri snilld að fólk þyrfti enga slíka tengingu, það gæti bara skilið bílana sína eftir á flugvellinum.
Ergó, - bílakílómetrarnir stóraukast.
Og svo gleymast gjarnan þessi nokkur hundruð sjúkraflug á ári.
Sindri Karl #12 kemur svo þarna með athyglisvert innlegg.......

Jón Logi (IP-tala skráð) 21.4.2013 kl. 11:34

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í póstnúmerum 101, 107 og 105 (Hlíðum og Túnum) í Reykjavík eru samtals rúmlega 40 þúsund íbúar og á Seltjarnarnesi um fjögur þúsund íbúar.

Í Reykjavík búa nú um 120 þúsund manns og ef Reykjavík og Seltjarnarnes væru eitt bæjarfélag byggju þannig um 37% íbúanna vestan Kringlumýrarbrautar, sem er í raun vesturhluti eða Vesturbær Reykjavíkur.

Um 63% íbúanna búa því
austan Kringlumýrarbrautar, sem er að sjálfsögðu nær Hólmsheiði en byggðin vestan Kringlumýrarbrautar.

Hins vegar starfa mun fleiri þessara íbúa vestan Kringlumýrarbrautar en austan hennar, best er að sem flestir búi sem næst sínum skóla eða vinnustað og mörg þúsund manns munu búa í húsnæði sem reist verður á Vatnsmýrarsvæðinu.

Og um 63% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar.

Flugvöllur á Hólmsheiði mun að sjálfsögðu þjóna öllu höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni en ekki eingöngu þeim sem búa vestan Kringlumýrarbrautar.

Þar að auki veit ég ekki um neinn sem er "flugvallarandstæðingur".

Þorsteinn Briem, 21.4.2013 kl. 13:09

21 identicon

Jón Logi, um 1000 manns á dag notar nnanlandsflugið að meðaltali og upplýsingar sem fyrir liggja í KPMG úttektinni, sem gerð var fyrir stuttu um málið, kom í ljós að aðeins lítill hluti, eða 26% þeirra sem koma af landsbyggðinni (og einhverrir huinna), eiga erindi vestan Kringlumýrarbrautar. Við erum sem sagt að tala um í mesta lagi 300 manns á dag. Til samanburðar fara milli 60 og 70 þúsund manns á degi hverjum bara um Ártúnsbrekkuna!

Og varðandi sjúkraflugið, þá tekur það 2 mín styttra að fljúga á Hólmsheið en Vatnsmýri. Ef við gerum ráð fyrir að það taki 15 mín að keyra frá flugvellinum á Hólmsheiði að LSH og um 5 frá Vatnsmýrinni, þá erum við að spara 8 mínútur með því að halda vellinum þar sem hann er. Svo er hægt að fara lokaspölinn með þyrlu þegar neyðin er mikil og þá tapast enginn tími miðað við núverandi ástand. ég veit að þú átt eftir að segja að það kosti en við erum bú ekki að tala um mörg tilvik Jón. Til samanbuðar sparatst tugir milljarða á ári hverju í beinhörðum gjaldeiri með minni bíla- og eldsneytiskaupum svo maður tali nú ekki um tímasparnaðinn.

Og núna, Jón, verður þú að fara að ákveða þig hvort peningar skipta máli eða ekki þegar um mannslíf er að ræða. Það dugir ekki að segja að þeir skipti ekki máli þegar verðmæti lóðanna undir flugvellinum eru notuð sem rök með færslu en svo er kostnaður við einstaka þyrluflug allt í einu orðinn yfirstíganlegur þröskuldur.

Og í lokin, þá hef ég verið að reyna að fá upplýsingar um það hversu margir hafa látið lífið á leiðinni í sjúkraflugi í vængjuðu flugi. Einhverjir hafa bent á að menn hefðu verið hætt komnir á leiðinni þegar eitthvað óvænt kom uppá en enginn hefur getað nefnt dæmi um að einhver hafi farist á leiðinni. Ekki einu sinni flugmenn sjúkraflugsins. Þetta er auðvitað frekar óvísindaleg aðferðarfræði en bendir þó til þess að málið sé ekki eins knýjandi og menn vilja vera láta.

Steini Briem, veist þú eitthvað um fjölda þeirra sem hafa látist í vængjuðu sjúkraflugi? Það væri gott að fá þessar tölur einhvers staðar inn í umræðuna.

Tek líka undir það að ég, alla vega, er síður en svo flugvallarandstæðingur enda af landsbyggðinni og hef ekki gaman af að keyra bíl

Anna Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2013 kl. 17:39

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þegar veður er slæmt eða aðstæður erfiðar er leitað til þyrluþjónustu Landhelgisgæslunnar en hún þjónar auk þess Suður- og Vesturlandi."

Svar þáverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um sjúkraflug


"Fastur kostnaður flugsviðs [Landhelgisgæslunnar] er u.þ.b. 80-85% af árlegum rekstrarkostnaði sviðsins og er að mestu óháður því hversu margar flugstundir loftfaranna eru.

Þetta þýðir meðal annars að fækkun eða fjölgun flugtímanna fer ekki að hafa áhrif fyrr en hún er orðin veruleg.
"

Árið 2003
fóru TF-LIF og TF-SIF, þyrlur Landhelgisgæslunnar, í 54 sjúkraflug en 43 leitar- og björgunarflug. Alls fluttu þær og björguðu 83 mönnum en 36 af útköllunum komu frá héraðslæknum.

En TF-SYN, flugvél Gæslunnar, flaug þrisvar með þyrlunni TF-LIF vegna slasaðra sjómanna á tveimur skipum á Reykjaneshrygg, djúpt suður af Ingólfshöfða, en þau voru meira en 150 sjómílur frá næsta eldsneytistanki."

Ársskýrsla Landhelgisgæslunnar 2003, bls. 9-10

Þorsteinn Briem, 21.4.2013 kl. 18:07

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í sumum tilfellum nægir að nota flugvélar til sjúkraflugs til Reykjavíkur en þá gætu þær að sjálfsögðu lent á flugvelli á Hólmsheiði en þyrftu engan veginn að lenda á Vatnsmýrarsvæðinu, þar sem Reykjavíkurflugvöllur er nú.

Og um 80% landsmanna er nú þegar eingöngu sinnt með sjúkrabílum og þyrlum.

Í árslok 1994, þegar Þyrluvaktin hafði starfað hér í einungis átta ár og bjargað lífum á annað hundrað manna:

"Útköll yfir landi eru 55% af heildarútköllum. Í 15-20% tilvika hefur veður meðan á flugi stendur verið mjög vont, sem þýðir að vindhraði er meiri en 40 hnútar og skyggnið mjög lítið, stundum ísing, oft í myrkri og staðhættir erfiðir, eða flogið um misvindabelti eða nærri fjallshlíðum og -tindum eða jöklum.

Langflestir þeirra sem fluttir hafa verið, eru karlmenn á aldrinum 20 til 40 ára og algengasta ástæða fyrir flutningi er slys af einhverjum toga. Læknarnir hafa þurft að síga niður úr þyrlunni á jökla, fjöll og í skip í tæpum 20% ferðanna."

Árið 1994: Þyrluvakt lækna í 8 ár - Hafa bjargað lífum á annað hundrað manna


Nú,
nítján árum síðar, eru þyrlur og flugvél Landhelgisgæslunnar hins vegar mun fullkomnari. 1. júlí 2009 fékk Gæslan nýja flugvél, TF-SIF, af gerðinni Dash 8 Q300 og flugvélin sérhönnuð til eftirlits-, leitar-, björgunar- og sjúkraflugs.

"Vélar af tegundinni Dash 8 Q300 eru þekktar fyrir að geta athafnað sig á mjög stuttum flugbrautum, ennfremur þola þær talsverðan hliðarvind eða um 36 hnúta. Flugdrægi vélarinnar er um 2100 NM, auk 45 mínútna varaeldsneytis.

Möguleikar til leitar- og björgunar munu aukast gríðarlega, sérstaklega á hafi úti en einnig á landi
.

Notkunarmöguleikar flugvélarinnar til öryggis- og löggæslu, eftirlits, leitar og björgunar sem og sjúkraflugs eru nánast ótakmarkaðir. Meðal annars býr vélin yfir öflugri infrarauðri myndavél sem bæði getur tekið myndir frá hlið og beint fram, jafnt að nóttu sem degi."

Sumarið 2000
var enginn samningur í gildi um sjúkraflug á landinu, nema á Vestfjörðum, og því ekkert formlegt skipulag á því. Þá var kostnaður við hefðbundið sjúkraflug innanlands með flugvél á bilinu 145-170 þúsund krónur og greiddist í flestum tilfellum af Tryggingastofnun."

Þorsteinn Briem, 21.4.2013 kl. 18:28

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Á Hólmsheiði er nægt rými fyrir alhliða innanlandsflugvöll, kennsluflug, einkaflug og flugsvið Landhelgisgæslunnar."

Flugvöllur á Hólmsheiði yrði í einungis 15 kílómetra fjarlægð frá Lækjartorgi í Reykjavík og áætlaður aksturstími þangað frá flugvellinum er 15 mínútur, samkvæmt skýrslu frá september 2006 um framtíðarflugvallarstæði í Reykjavík.

Þyrlur Landhelgisgæslunnar
fljúga á um fimm kílómetra hraða á mínútu, þannig að það tæki þær þrjár mínútur að fljúga með sjúkling af flugvelli á Hólmsheiði á þyrlupall við Landspítalann við Hringbraut, ef á þyrfti að halda, sama tíma og tekur að aka sjúklingi af Reykjavíkurflugvelli á Vatnsmýrarsvæðinu að Landspítalanum.

Þorsteinn Briem, 21.4.2013 kl. 18:59

25 identicon

Kemst það ekki inn í hausinn á sumum að Þyrlur eru annars vegar afar dýr kostur, og hins vegar ekki alltaf til staðar.
Kemst það ekki heldur inn að þær eru staðsettar í Reykjavík, og þurfa því að fara báða leggina, en sjúkraflugvélar eru sumar úti á landi.
Niðurstaða, - gífurlegur kostnaðarauki, og mun seinna viðbragð.
Em auðvitað....sjúkraflugið skal til Hólmsheiðar, og umskipa þar. Hversu styttra flug er það en til Keflavíkur? Og er ekki sjúkrabíllinn talsvert ódýrari, - held það nú.
Safnast þegar saman kemur þegar ferðirnar skipta hundruðum, og vaktirnar þurfa að brúa sólarhringinn....

Jón Logi (IP-tala skráð) 22.4.2013 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband