Meira en 80 ára hefð.

Það er meira en 80 ára hefði fyrir því að forystumenn stjórnmálaflokka séu þingmenn fjarri heimahögum og uppeldisstöðvum.

Tryggi Þórhallsson formaður Framsóknarflokksins var biskupssonur úr Reykjavík sem varð þingmaður Strandamanna og féll þar í kosningunum 1934 fyrir Skagfirðinginum Hermanni Jónassyni, sem eftir það varð þingmaður Strandamanna, formaður Framsóknarflokksins og síðar þingmaðurVestfjarðakjördæmis þótt hann hefði allt frá unglingsárum verið í Reykjavík. 

Sú hefð að formenn Framsóknarflokksins séu þingmenn úti á landi helgast af því, að fylgið i Reykjavík hefur löngum verið tæpt og þar féll Jón Sigurðsson, formaður flokksins, 2007. 

Þegar Sigmundur Davíð ákvað að taka slaginn og fara fram í Norðausturkjördæmi leit dæmið ekki vel út hér í Reykjavík eftir slæma útreið Framsóknarmanna í borgarstjórnarkosningunum 2010 og illindi og flokkadrætti. 

Þetta var hárrétt ákvörðun hjá Sigmundi Davíð þegar hún var tekin og sýndi kænsku hans í klækjum stjórnmálanna auk þess sem það er ekki verra að eiga lögheimili úti á landi og fá styrk til að fara frá heimili sínu þar til þingstarfa í Reykjavík. 

Steingrímur Hermannsson ólst upp sem forsætisráðherrasonur við Tjörnina í Reykjavík og átti síðan heima í Arnarnesinu en varð þingmaður Vestfirðinga. 

Fyrsti Framsóknarmaðurinn, sem náði kjöri sem þingmaður í Reykjavík, var Rannveig Þorsteinsdóttir 1949 og var slagorð hennar og loforð að "segja fjárplógsöflunum stríð á hendur." 

En flokkurinn fór í ríkisstjórn með þeim sömu "fjárplógsöflum" og fréttist ekkert til Rannveigar eftir það, sem sat aðeins þetta eina kjörtímabil og við tók Framsóknarþingmannslaus höfuðborg að nafninu til næsta áratug. 

Gunnar Thoroddsen var 23ja ára gamall sendur til framboðs í Mýrasýslu, þar sem hann þekkti ekkert til. Komst ekki að en þótti samt eðlilegt að hann byrjaði stjórnmálaferil sinn þarna. 

Árni Mathiesen er og hefur verið eðal Hafnfirðingur en fékk sér lögheimili fyrir austan fjall þegar hann varð þingmaður Suðurkjördæmis og með því fylgdi styrkurinn góði. 

Það, að þingmenn séu fluttir út á land við það að fá sér lögheimili þarf ekki að þýða að þar með séu þeir orðnir utanbæjarmenn og sestir að fjarri höfuðborginni. Fyrir því er 80 ára hefð að haga seglum eftir vindi í þessu efni. 

 

 


mbl.is Sigmundur Davíð fluttur til Austurlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður að fara að lögum eins og allir aðrir og samkvæmt þeim á hann að eiga lögheimili þar sem hann dvelst meirihluta ársins.

Alþingi starfar meirihlutann af árinu og því er augljóst að Sigmundur Davíð býr áfram meirihlutann af árinu á höfuðborgarsvæðinu.

Hann er nú þegar þingmaður og verður það að sjálfsögðu áfram eftir alþingiskosningarnar í þessum mánuði.

Það er beinlínis heimskulegt að halda öðru fram.


Og jafn heimskulegt að halda því fram að Sigmundur Davíð muni búa allar helgar og í öllum öðrum fríum austur á Fljótsdalshéraði.

Þar að auki þurfa alþingismenn að vera á alls kyns fundum í húsakynnum Alþingis um helgar og aðra "frídaga".

Þingmenn þurfa einnig að sinna sínu starfi á höfuðborgarsvæðinu um helgar og í öðrum "fríum" fyrir þann stjórnmálaflokk sem þeir eiga aðild að, Sigmundur Davíð er formaður síns flokks og verður að öllum líkindum einnig ráðherra næstu fjögur árin.

Og það er gagnslaust að hafa lög ef menn fara ekki eftir þeim, hvað þá alþingismenn.

En sumum finnst það greinilega sjálfsagt.

Þorsteinn Briem, 19.4.2013 kl. 23:34

2 Smámynd: Hvumpinn

Það er aðeins eitt orð yfir þetta: hræsni.

Hvumpinn, 19.4.2013 kl. 23:34

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"4. gr. Enginn getur átt lögheimili hér á landi á fleiri en einum stað í senn.

Leiki vafi á því hvar telja skuli að föst búseta manns standi, til dæmis vegna þess að hann hefur bækistöð í fleiri en einu sveitarfélagi, skal hann eiga lögheimili þar sem hann dvelst meiri hluta árs."

"Alþingismanni er heimilt að eiga áfram lögheimili í því sveitarfélagi þar sem hann hafði fasta búsetu áður en hann varð þingmaður. Sama gildir um ráðherra."

Lög um lögheimili nr. 21/1990

Þorsteinn Briem, 19.4.2013 kl. 23:38

4 Smámynd: Hvumpinn

Veit ekki betur en Steingrímur J. sé búinn að vera í Þingaselinu í áratugi. Skrípaleikur.

Hvumpinn, 19.4.2013 kl. 23:40

5 Smámynd: Rafn Guðmundsson

subbulegt segi ég

Rafn Guðmundsson, 20.4.2013 kl. 01:37

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þingmenn og fleiri hafa kvartað undan því að fólk sem í raun býr saman "svindli á kerfinu" með því að tilkynna um lögheimili á sitt hvorum staðnum.

Hins vegar hefur það valdið mörgum vandræðum að börn geti ekki átt lögheimili hjá báðum foreldrum sínum sem ekki búa saman.

Þannig bjó sonur minn til skiptis, eina viku í senn, hjá mér og móður sinni, enda var ekki langt á milli heimilanna. Hún fékk hins vegar allar barnabæturnar, þar sem hann gat ekki átt lögheimili hjá okkur báðum, samkvæmt lögum um lögheimili.

Það var þó allt í lagi í okkar tilviki.

Og það er mikil skömm að því þegar þingmenn fara ekki sjálfir að þessum lögum
, sem hafa valdið mörgu fólki miklum vandræðum.

Þorsteinn Briem, 20.4.2013 kl. 04:51

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Flestir þingmenn samfylkingarnar eru oftast nær ekki í þessum heimi, það er mjög langt frá heimahögunum.

Sigurður Þorsteinsson, 20.4.2013 kl. 19:53

8 Smámynd: Sigurður Gunnarsson

Er ekki ætlast til þess að þingmaður búi í kjördæmi sínu? Það myndi auðvelda fólki í kjördæminu að hitta hann. Ég hef heyrt fólk kvarta að þingmaður þeirra væri ekki á staðnum, þegar hlé væri á þinghaldi.

Sigurður Gunnarsson, 20.4.2013 kl. 21:58

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt lögum á Sigmundur Davíð Gunnlaugsson að eiga lögheimili þar sem hann dvelst meirihlutann af árinu og það verður ekki í Norðausturkjördæmi næstu fjögur árin.

Þorsteinn Briem, 21.4.2013 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband