Hrímfaxi. Slysið gleymda?

14. apríl fyrir hálfri öld var flugvélin Hrímfaxi í aðflugi að Fornebuflugvelli í Osló. Um borð voru tólf manns, þeirra á meðal hin ástsæla íslenska leikkona Anna Borg Reumert, sem hafði gifst Paul Reumert, einum helsta leikara Danmerkur.

Það var leiðinda veður og flogið blindflug síðasta hluta aðflugsins.

Skyndilega heyrði fólk á jörðu niðri mikinn hávaða í hreyflum vélarinnar, sem kom bratt niður úr muggunni, skall hart í jörðina og gjöreyðilagðist. Allir um borð fórust samstundis.

Þetta voru mikil sorgartíðindi heima á Fróni á árum margra stórslysa, enda fá ár síðan 30 sjómenn höfðu farist á Nýfundnalandsmiðum.

Níu árum síðar fórust tólf manns í snjóflóðum í Neskaupstað. 

Vickers Viscount skrúfuþoturnar voru að vísu ekki stærstu islenskku flugvélarnnar en hins vegar þær fullkomnustu og hraðfleygustu; -  einu skrúfuþoturnar. 

Tímamót urðu í íslenskum flugmálum þegar þær komu til landsins 1957. Vegna þess að þær höfðu fjóra hreyfla nutu þær sín sérstaklega vel á flugvöllum, þar sem fluggeta með einn hreyfil óvirkan skiptir miklu máli, en skiljanlega munar minna um það þegar einn af fjórum hreyflum bilar en þegar annar af tveimur bilar. 

Þess vegna nutu Viscountarnir sín til dæmis mjög vel á hinum erfiða og nýja Ísafjarðarflugvelli.

Ég hef kynnt mér slysasögu þessara véla og af henni má ráða, að koma hefði mátt í veg fyrir slysið í Osló ef nógu vel og fljótt hefði verið farið erlendis ofan í saumana á svipuðum slysum á undan.

Þegar Hrímfaxaslysið og önnur svipuð voru rannsökuð komu tveir gallar í ljós, sem báðir gátu valdið alvarlegum óhöppum. Annars vegar líklegasta orsökin í Osló, að hreyflarnir gátu dottið inn í nauðbeitingarfasa, en hins vegar gat ísing á stélflötum valdið því að vélin yrði stjórnlaus.

Ég man að síðara tilfellinu fannst mönnum það nöturleg skýring með tilliti til nafns vélarinnar. 

Ef annað hvort af fyrrnefndu gerðist í of lítilli hæð gátu flugmennirnir ekkert gert til að afstýra slysi.

Til voru flugmenn á þessum tíma sem voru ekki spenntir fyrir að fljúga Viscont vélunum, þótt afköst þeirra væru mikil og góð og þetta væri brautryðjendavél, fyrsta skrúfuþotan í farþegaflugi.

Ég minnist enn þessa hörmulega slyss með döprum huga og drúpi höfði þegar ég minnist þeirra,sem þar létu líf sitt. 

Einhvern veginn virðist þetta slys vera gleymt og það hafi farist fyrir hjá mér að minnast þess á réttum tíma, þótt sú væri ætlunin fyrr í vetur.  

 

 

 


mbl.is Fjöldi látinna enn óljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

21. September 1921 sprungu 4500 tonn af áburðarblöndu af Ammoniumnitrat og Ammoniumsulfat í birgðargeymslu hjá BASF í Oppau, Þýskalandi.

500 - 600 létu lífið, 2000 slösuðust.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.4.2013 kl. 19:35

2 Smámynd: Már Elíson

Jæja, Haukur...Hvað geturðu sagt okkur meira um þetta dæmi þitt til fróðleiks ? - Ég er ekkert að tala um hvernig þú vilt að þetta tengist frábærum pistli Ómars - Það er flestum hulið nema þér....

Már Elíson, 20.4.2013 kl. 20:11

3 identicon

mbl.is Fjöldi látinna enn óljós

Leggðu nú hausinn í bleyti, Már Elíson.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.4.2013 kl. 20:19

4 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég flaug tvisvar með þessum vélum og er sérstaklega minnisstætt hvað stórir gluggar voru á þeim og gott útsýni. En hönnunargallar virðast hafa verið eins á á fleiri breskum flugvélum, svo sem Comet.

Vilhjálmur Eyþórsson, 20.4.2013 kl. 20:37

5 Smámynd: Sigurður Gunnarsson

Getur þú Ómar frætt okkur meira af þessarri vél. Á hvaða tíma var hún notuð og hvaða munur er á henni og Fokker eða Þristinum? Voru ekki óvenju fáir um borð í vélinni? ef svo er þá hefði slysið getað orðið mun mannskæðara. Hefur þú einhvern samanburð á tíðni flugslysa í farþegaflugi. Mikið er nú flogið til og frá Íslandi, er útkoman ekki óvenjugóð hjá okkur? Ég veit bara að flugslys eru tíð í Rússlandi og held ég að áfengi sé þar um að kenna. Hvað gerist ef flugmaður í farþegaflugi er uppvís að vera undir áhrifum, getur hann búist við að missa flugréttindi varanlega?

Getur þú útskýrt hvað skrúfuþota er? Á tímum með hækkandi eldsneyti, getur komið til þess að skrúfuvélar komi aftur í gagnið, t.d. til Kaupmannahafnar eða Osló? Hvað væri þá flugtíminn með slíkri vél? hve mikið eldsneyti myndi sparast, ef þá eitthvað?

Hvernig hefur tillögu þinni varðandi lengingu flugbrauta á Reykjavíkurvelli verið tekið? Mér finnst nauðsyn vera á þéttingu byggðar í Reykjavík, en samtímis væri gott að geta haldið í völlinn. Ég hef ekki séð umræðu um tillögu þína sem mér þykir merkilegt. Getur þú útskýrt þetta áhugaleysi?

Sigurður Gunnarsson, 20.4.2013 kl. 20:54

6 Smámynd: Sigurður Antonsson

Þetta slys gleymist seint. Veður hér var svipað og í dag þegar fregnin um þetta hörmulega slys barst. Fallegt að minnast þeirra sem létust.

Um leið þakka fyrir hve fá slys verða í flugi miðaða við tíðni flugferða.

Ótrúlega fá slys hafa orðið í blindflugi. Hvað með Geysisslysið á Vatnajökli og hvað með tækninina á þessum tíma? Aðflugið að Oslóarflugvelli var lengi talið viðsjárvert vegna ísingarhættu.

Sigurður Antonsson, 20.4.2013 kl. 21:29

7 identicon

Ég held ég muni það rétt að Vickers Viscount voru fyrstu íslensku vélarnar með jafnþrýstibúnaði. Þetta var því bylting, nú var hægt að fljúga ofan við "súpuna", en ekki þar sem hættan á ísingu var mest. En það voru Íslendingar búnir að gera í áraraðir á öllum árstímum, jafnvel vestur um haf.

Eiginlega ótrúlegt hvað þetta reddaðist oft.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.4.2013 kl. 21:29

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Man mjög vel eftir þessu slysi og hvað það var þjóðinni mikið áfall. Er sammála því að það sé samt hálf gleymt í slysasögunni. En  mér skilst þó að bók sé væntanleg um það.

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.4.2013 kl. 22:11

9 identicon

Haukur kristinsson, það er ekki rétt,  Sexan kom talsvert á undan hún var pressurzed.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 20.4.2013 kl. 22:43

10 identicon

þegar ég var að læra blindflug fyrir mörgum árum í Monsa linkinu í kjallaranum á Loftleiðahótelinu hjá Herði heitnum Sigurjónssyni, þá fór Hörður að segja mér frá því þegar hann var í aðflugi mörgum árum áður í myrkri og leiðindaveðri hér úti yfir Faxaflóanum á Viscount þá missti hann út gyro instrumentin og sagði að það hefði verið alveg grínlaust að fljúgja henni partial panel því hún hefði verið frekar óstöðug, hann sagði mér að honum hefði ekki líkað vélin og það átti við um fleiri flugmenn sem flugu henni.  

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 20.4.2013 kl. 22:59

11 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Skv. vef Flugsafnsins á Akureyri kom "Sexan" á eftir Viscount-vélunum.  Íslensk loftfaraskrá á flugheimur.is staðfestir þetta: Fyrsti Viscountinn kom 1957, en fyrsta Sexan 1959.  Viscountinn var knúinn turboprop mótorum en slíkar vélar voru gjarnan nefndar "skrúfuþotur", en Sexan var hins vegar knúinn radial bulluhreyflum og telst því ekki "skrúfuþota".

Erlingur Alfreð Jónsson, 21.4.2013 kl. 03:23

12 identicon

Takk fyrir að leiðrétta mig Erlingur, ég ruglaði saman komutíma Fokker 1965 og Viscount 1957.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 21.4.2013 kl. 08:20

13 identicon

Fengið af þessum link. 

http://aviation-safety.net/database/record.php?id=19630414-0

The Viscount, on a flight from Copenhagen to Reykjavik via Oslo and Bergen, crashed just 6km West of the Oslo runway 06.

PROBABLE CAUSE: "The accident to TF-ISU is assumed to have been caused by the fact that, during the approach to Fornebu, the pilot lost control of the aircraft at such a low height that recovery was not possible. From the evidence available, it has not been possible for the Commission to determine why this happened. There are possibilities, however, that the cause may have been that ice formed on the stabilizer or that the propellers went over to ground fine pitch. The Commission considers that the latter hypothesis is slightly more than the former." 

Hér eru tvær tvær tilgátur, Ísing á stélflötum eða að skrúfur hafi farið í fínan skurð (ground fine) hallast er frekar að þeirri seinni.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 21.4.2013 kl. 08:47

14 identicon

4 x turboprop er ekkert smá. Mikið afl og mikil geta. En stimpilhreyfillinn er samt fljótari að ná sér upp ef skyndilega vantar afl 1, 2, og 3.
Hafi þetta verið ísing á stélflötum hins vegar, skiptir engu máli hvers lags mótor er.

Jón Logi (IP-tala skráð) 21.4.2013 kl. 11:29

15 identicon

Hver var hraðinn á vélinni (approach speed), þegar þeir misstu stjórn á henni?

Aldrei útiloka "pilot error", orsök flestra flugslysa.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.4.2013 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband