Einstæðar 23 sekúndur.

Síðustu 23 sekúndurnar í leik Fram og FH nú áðan verða lengi í minnum hafðar. Fram var með boltann eftir leikhlé sem þjálfari þeirra bað um, og í slíkri aðstöðu er verkefnið einfalt: Að halda boltanum í 20 sekúndur og þruma á markið á lokasekundunum. 

En Framarar misstu strax boltann og skyndilega jöfnuðu FH-ingar og allt stefndi í framlengingu. Robert Aron Robert Hostert, sá, sem missti boltann, stefndi í að verða "skúrkurinn" í Framliðinu. 

En Framarar geystust fram, skoruðu þegar tvær sekúndur voru eftir og voru þar með komnir í úrslit í fyrsta sinn í 13 ár.  

Og "skúrkurinn" Robert Aron, breyttist í "hetju" Framliðsins á örfáum sekúndum!  


mbl.is Róbert Aron: Fylgdi bara skotinu vel eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband