Þrjóskan varðandi Draugahlíðabrekkuna.

Þegar ákveðið var að taka í burtu mesta slysakafla Suðurlandsvegar, sem fólst í tveimur beygjum austast í Svínahrauni hefði verið skynsamlegast að fara með veginn norður fyrir Draugahlíðar í stórum sveig þannig að vegurinn hefði orðið beinn fyrir vestan Hveradali í stað þess að þar væri enn beygja við minnisvarðann um Karl Sighvatsson.

Eini ókostur þessa vegarstæðis hefði verið að vegamót Þrengslavegar og Suðurlandsvegar hefðu komið um 500 metrum norðar en nú. 

En kostirnir voru margir. 

Með því að fara fyrir norðan Litlu Kaffistofuna losnuðu menn við hina leiðu, bröttu og hættulegu brekku upp Draugahlíðar þar sem bílar lenda oft í vandræðum vegna hálku en ekki síður vegna mikilla sviptivinda í hvassri sunnan og suðsuðaustanátt.

Ég gerði um sérstaka sjónvarpsfrétt um þetta og byggði bæði á eigin reynslu en einnig viðtölum við kunnuga, svo sem Ólaf Ketilsson,  en fékk ekkert nema úrtölur hjá Vegagerðinni, meðal annars það, að þetta yrði dýrari kostur en að nota áfram Draugahlíðarbrekkuna og næstu tvo kílómetra fyrir austan hana. 

Ég hygg að nú þegar sé kostnaður vegna slysa á þessum kafla orðinn meiri samanlagt en nam þessum sparnaði.  


mbl.is Versti vegkaflinn er á Suðurlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar. Það hefur sýnt sig í langan tíma að Vegagerðin metur aðeins krónur og aura, ekki mannslíf eða mannlegar tilfinningar. Og er það miður.

Kjartan (IP-tala skráð) 22.4.2013 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband