Að passa sig á pillunum.

Óttar Guðmundsson læknir hélt fróðlegan fyrirlestur hjá Churchill-félaginu í fyrradag þar sem hann bæði sálgreindi Churchill og tók fyrir neysluvenjur hans og meðhöndlun læknis hans.

Fyrirlesturinn var á afmælisdegi Foringjans, Adolfs Hitlers, svo að hann bar líka á góma. 

Á tímum Hitlers og Churchills voru mönnum enn ekki fullljós ávandabindandi áhrif amfetamíns og fleiri lyfja sem síðar hafa komið betur í ljós, og læknar gáfu svefnlyf fyrir næturnar og örvandi lyf fyrir daginn, í mismunandi miklum mæli þó. 

Lyfjaneysla Hitlers tók sinn toll af heilsu hans til sálar og líkama. Hann fékk lyf til að halda sér við efnið á daginn en varð bæði háður þeim og líka öðrum lyfjum til að geta sofið. 

Hið síðarnefnda reyndist dýrkeypt fyrir Þjóðverja þegar bandamenn réðust inn í Normandy. Þann morgun höfðu  verið gefin ströng fyrirmæli um það að ekki mætti vekja foringjann og þess vegna misstu Þjóðverjar af dýrmætum klukkustundum sem liðu, án þess að hægt væri að taka afgerandi ákvörðun um viðbrögð við innrásinni. 

Hitler bjóst við innrás miklu austar, við Calais, og bandamenn höfðu uppi gabbtilburði til þess að láta líta svo að innrásin yrði þar.

Bandamenn  höfðu sett á svið umfangsmikla blekkingartilburði, meðal annars með gerviskriðdrekum og  Patton hershöfðingi látinn vera að störfum nálægt Dover á þann hátt, að Þjóðverjar fréttu það "óvart".

Í Frakklandi þorðu Þjóðverjar ekki annað en að halda brynsveitunum inni í landi til þess að geta sent þær þangað sem skjótast þangað sem þeirra yrði þörf í stað þess að staðsetja þær nálægt ströndinni þar sem þær gætu kæft innrásina í fæðingu, en það vildi Rommel gegn áliti Von Rundstedt, sem fékk Hitler á sitt band. 

Ef vel hefði átt að vera hefði Hitler ekki veitt af fyrstu stundum morgunsins til þess að vera með fingurinn á púlsinum svo að hann gæti eins fljótt og auðið væri tekið afgerandi ákvörðun.

Kosturinn við alræði Foringjans var skilvirkni og bein boðleið. Gallinn var hins vegar sú lömun, sem það gat þýtt að hann einn tæki allar helstu ákvarðanir. 

Í lok styrjaldar var Hitler þrotinn að kröftum vegna lyfjaneyslu og Göring var heróinsjúklingur.  


mbl.is „Fékk ekki einu sinni verkjapillur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 22.4.2013 kl. 12:50

2 identicon

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 22.4.2013 kl. 12:58

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar hann er enn á pillunni,
en óléttur varð í gær,
svitnar nú í svikamyllunni,
og Svanfríður elliær.

Þorsteinn Briem, 22.4.2013 kl. 14:01

4 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Meginglappaskot Þjóðverja var að þrátt fyrir að leyniþjónusta þeirra hafi deginum áður afrekað það gríðarmikilvæga atriði að finna út tímasetningu innrásarinnar og gera yfirherstjórn Þjótverja viðvart, þannig að 15. heinn þýski var stax settur í viðbragsstöðu, þá fórst það fyrir, af óupplýstum ástæðum, að láta hinn herinn á svæðinu, 7. herinn þýska, vita.

Það er ekki rétt að Hitler hafi búist við innrásinni "miklu austar við Calais", eins og þú Ómar skrifar. Það voru hershöfðingjarnir sem héldu því fram og þeirra skoðun varð ofaná að þessu sinni og það af mjög eðlilegum ástæðum enda vegalengdin þangað frá Englandi miklu styttri en til Normandy. Hins vegar var það nefnilega enginn annar en Hitler, og sá eini af öllum í yfirherstjórn Þjóðverja, sem hélt því fram að hann hefði hugboð um að innrásin yrði einmitt gerð við strönd Normandy eins og raunin varð.

Það er rétt að Göring var heróinsjúklingur um tíma en hann afrekaði það hins vegar að rífa sig uppúr neyslunni mörgum árum áður en hann lék á hengingar-böðulinn eftir Nürnbergerréttarhöldin með því að gleypa blásýrutöflu sem enskur fangavörður útvegaði honum í fangelsinu.

Daníel Sigurðsson, 22.4.2013 kl. 17:01

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ég tek sérstaklega eftir því að þú fjallar ekkert um Bjarnarflag Ómar. Þetta er víst í kallað í pólitíkinni að líta undan þegar hryðjuverkin eru framin. Þú fjallar þá um dæmið eftir kosningar Ómar!

Sigurður Þorsteinsson, 22.4.2013 kl. 18:26

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Alveg er ótrúlegt að sjá þessa fullyrðingu um að ég "líti undan" vegna Bjarnarflags.

Ég var fyrstur til að skrifa opinberlega um og andæfa þeirri fyrirætlan og mótmæla henni í grein í Fréttablaðinu í ársbyrjun í fyrra!

Og þessi setning var sett sem undirfyrirsögn greinarinnar: "Og nú ætla menn að fara í áhættuspil varðandi það einstæða samspil lífríkis og jarðmyndana sem Bjarnarflagsvirkjun er."

Það hefur enginn bloggað eins mikið og sýnt oftar myndir af Bjarnarflagi og enginn hefur tekið eins margar myndir og sýnt af gufuaflsvirkjunum og ég. 

Ég fór sérstaka ferð til Mývatns á borgarafund um málið þar og stóð upp og kom með gagnrýnar spurningar og athugasemdir þegar nær allir fundarmenn þögðu þunnu hljóði. 

Fyndið að sjá hvernig sótt er að manni. Þegar ég fjalla um Bjarnarflag og andæfi virkjun þar er ég sakaður um að "líta undan" hér fyrir sunnan en einbeita mér að því að vinna gegn hagsmunum landsbyggðarinnar. 

Þegar ég er á vettvangi hér syðra er ég sakaður um að "líta undan" úti á landi! 

Ómar Ragnarsson, 22.4.2013 kl. 21:29

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Nú þegar þín ríkisstjórn setti virkjun í Bjarnarflagi á oddinn þagnaði Ómar Ragnarsson. ÉG skyldi það ef þú værir opinber starfsmaður eins og fréttamaður. Þar sem svo er ekki er um ,,tillitsemi" við núverandi ríkisstjórn að ræða. Vil bara minna þig á þetta Ómar minn, á þeim tíma sem þú ert á harða hlaupum fram hugsjónunum. Það er verulega aumt. Það sárnar þér eflaust í hjarta þínu. Þá er bara vorkunnin eftir, fyrst þú baðst um hana.

Sigurður Þorsteinsson, 22.4.2013 kl. 23:13

10 identicon

Bandamenn lögðu feiknar vinnu við að halda "pas de calais" blöffinu opnu, og þjóðverjar urðu varir við mikla virkni á ratsjám sínum á því svæði. Þar voru breskar flugvélar að verki með radar-ruglandi móverk.
Hitler veðjaði reyndar alltaf á pas-de-calais og hafði það ekkert að gera með pillur þann daginn eða hinn. Hann veðjaði líka á Anzio, en í það skiptið rétt....muni ég rétt.
Bandamenn læddust lengri leiðina til Frakklands í náttmyrkri, og gagnvart ratsjám í upphafi með brottför og nokkra siglingu í skjóli jarðkúlunnar, og skítaveður varð þeim heldur til bóya. Þetta var afrek af þeirra hálfu að læðast með annan eins herafla að nefi Þjóðverja.
Ekki sáust þeir úr lofti v. veðurs og myrkurs, ekki á radar, og fyrstu viðvaranir voru á vitlausum stað.
Fyrstu "snertingar" voru reyndar fyrir landgöngu, þar sem fallhlífarliðar og svifflugur lentu í náttmyrkri og gómuðu mikilvægar brýr.
Hitler hefði þessu ekki breytt, - pillulaus.

En hvað með Stalín kallinn?
Á hverju var hann er hann ákvað að hunsa vísbendingar njósnarans Sorge um að Þjóðverjar hyggðust ráðast á Sovétríkin? Og á hvaða pillum var hann fyrstu dagana í ákvörðunarleysi sínu eftir að Þjóðverjar gerðu alvöru úr því?
Það breytti miklu.

Jón Logi (IP-tala skráð) 23.4.2013 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband