23.4.2013 | 23:19
Framsókn sterkari í miðju/vinstri stjórn ?
Í 80 ár hafa íslensk stjórnmál litast af þeirri stöðu Framsóknarflokksins að geta verið í stjórn bæði til hægri og vinstri. Þá ræður miklu fyrir Framsókn hve stór og öflug hún er miðað við samstarfsflokkana.
Þegar Framsókn var í stjórn með Sjöllum 1950 til 1956 voru utanríkismál svo mikilvæg, að vinstri stjórn kom ekki til greina. Hermanni Jónassyni líkaði ekki vel að vera minni aðilinn í stjórninni en annað var ekki í boði.
En 1956 var sú staða breytt, komin "þíða" í samskiptum við Rússa eftir fráfall Stalíns og með því að mynda vinstri stjórn 1956 var Framsókn stóri aðilinn en Kratar og Kommar minni aðilarnir, einkum vegna þess að þeir fengu ekki þingmenn í samræmi við atkvæðatölu.
Í stjórn með Sjálfstæðisflokki var Framsókn hins vegar alltaf minni aðilinn, bæði 1974-78 og 1983-87.
Veik staða Geirs Hallgrímssonar olli því hins vegar að Framsókn fékk forsætisráðherraembættið 1983-87 þar sem Steingrímur Hermannsson fékk að njóta sín.
Í stjórn með Sjöllum 1995-2007 voru Framarar alltaf minni aðilinn.
Ef svo fer sem horfir að Framsókn fái nú jafn mikið eða meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn er það áður óþekkt staða. Ef Sjallar verða stærri en Framsókn gæti verið freistandi fyrir Framsókn að mynda stjórn með 2-3 mun minni flokkum og nýta sér það að vera langöflugastir í slíku samstarfi, - hlutfallslega miklu öflugri en þeim bauðst nokkru sinni fyrr í samstarfi við flokka vinstra megin við sig.
Það gæti verið álitlegri kostur en að vera í stjórn með stærri flokki, jafnvel þótt Sjallar séu miklu veikari en þeir og fyrirrennarar þeirra hafa verið í 90 ár.
Sigmundur: Vinstristjórnaráróður sjálfstæðismanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.