Versta en göfugasta starfið?

Læknar eiga sinn Hippokratesareið og eru eðlilega mjög stoltir af því hvað starf þeirra er göfugt og gott að eiga Hippokrates sem fyrirmynd.

Það er göfugt að bjarga að helga sig því að líkna og bjarga mannslífum. 

Þegar Kristur var spurður á ögurstundu, til hvers hann væri kominn, svaraði hann samt ekki því að það væri til að líkna og bjarga mannslífum eins og hann hafði gert og orðið var frægt. 

Nei. Hann svaraði: "Ég er kominn til þess að bera sannleikanum vitni". 

Og þá spurði Pílatus: "Hvað er sannleikur?"

Blaðamennskustarfið kann að verar erfitt, vanþakklátt og ekki í miklum metum, enda eru þeir, sem hafa helgað sig því, bæði misjafnir, mistækir og breyskir eins og aðrir dauðlegir menn. 

En það er göfugt að bera sannleikanum vitni eins og er skylda blaðamannsins úr því að Kristur taldi það vera svo og ekki ónýtt að eiga slíka fyrirmynd, þótt það sé kannski erfitt að feta í fótspor meistarans og starfið það erfiðasta sem hugsast getur. 


mbl.is Blaðamennska er versta starfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aldrei Davíð segir satt,
og soldið fer hann á því flatt,
sé það bratt hann segir flatt,
en Selfoss vonir við hann batt.

Þorsteinn Briem, 23.4.2013 kl. 20:40

2 identicon

En Ómar, þessi Kristur sem þú talar svo oft um var aldrei til, að auki sagði þessi skáldsagnapersóna ekki sannleikann, heldur helberar lygar, ógnir og dómsdagsspár HALLÓ :)

DoctorE (IP-tala skráð) 24.4.2013 kl. 10:18

3 identicon

Ég hjó eftir því að kúabóndi var á listanum, en ekki vændiskona

Jón Logi (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband