25.4.2013 | 08:52
Núna er skekkja upp á fjóra þingmenn.
Árið 2000 var settur í lög hinn fáránlega hái atkvæðaþröskuldur 5% við Alþingiskosningar. Aðeins í tveimur löndum Evrópu, Þýskalandi og Tyrklandi, viðgengst svo hár þröskuldur. Í Þýskaldi af ótta við nýnasista og í Tyrklandi af ótta við öfgamúslima!
Á báðum löndum eru margfalt fleiri þingmenn en hér á landi og því miklu meiri "hætta" á að fjölmörg framboð með innan við eitt prósent atkvæða komi mönnum að.
Hér á landi væri raunverulegur atkvæðaþröskuldur rúmlega 1,6% fólginn í því að hafa engan sérstakan hækkaðan þröskuld, heldur einungis það lágmarksfylgi sem felst í því yfir alla línuna að ná manni á þing.
Mögulegt er raunar fyrir sérframboð í einu kjördæmi, til dæmis í Norðvesturkjördæmi, að koma manni á þing, þannig að miðað við landið allt væri fylgið innan við eitt prósent.
Núverandi fyrirkomulag felur sem sé í sér margfalt óréttlæti í báðar áttir.
Ef 5% þröskuldurinn væri ekki, myndu fjögur af þeim framboðum, sem ná ekki inn manni, miðað við núverandi tölur í skoðanakönnunum, ná inn einum þingmanni hvert, Lýðræðisvaktin, Dögun, Flokkur heimilanna og Hægri grænir.
Tölurnar í skoðanakönnununum geta þar að auki verið skakkar að því leyti til að sumir kjósendur þora ekki að nefna þau framboð, sem eru í næstu könnun á undan með minna en 5% fylgi.
Er það lýðræðislegt að hafa kerfi, sem hræðir fólk frá því að kjósa fólk, sem á erindi á þing ?
Nei. Það hlýtur að eiga verið hlutverk kosningakerfis að laða kjósendur til að kjósa þá til setu á Alþingi sem þeim lýst best á.
Vegna þess að kerfið mun að óbreyttu og að óbreyttum fylgistölum koma í veg fyrir að til dæmis Þorvaldur Gylfason og Pétur Gunnlaugsson komist á þing, verður hægt að mynda ríkisstjórn með minnihluta kjósenda á bak við sig.
Miðað við skoðanakannanir fyrr í vetur hefði fylgi allt niður í 42% kjósenda nægt til að fá meirihluta á Alþingi.
Nýja stjórnarskráin stjórnlagaráðs myndi taka þessa skekkju í burtu. Það er búið að ræða um þetta óréttlæti í 14 ár en ekkert gerist. Af hverju?
Nánast jafnstórir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar. Það er ekki búið að kjósa, og alltaf jafn undarlegt að sjá hvernig fólk trúir á skoðanakannanir, sem eru vægast sagt framkvæmdar á vafasaman hátt.
Fólk á ekki að kjósa eftir skoðanakönnunum, heldur eftir sinni eigin skoðun!
Hér er opinbera fjölmiðla-flóran á bankaræningja-bónusum við að falsa niðurstöður kosninga fyrirfram, með fölskum áróðri, og hafi þeir skömm fyrir elítu-klíkumeðvirknina og óheilindin!
Ég er ekki búin að ákveða hvað ég kýs, en það er alveg öruggt að ég mun kjósa með minni sannfæringu, en ekki eftir þessum fölsuðu heilaþvotta-skoðanakönnunum, sem framkvæmdar eru á kostnað skattborgaranna!
M.b.kv.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.4.2013 kl. 10:24
Allt er hér á fleygiferð,
fylgið þó í hendi,
Andersen ég aftur serð,
hjá öllum konum lendi.
Þorsteinn Briem, 25.4.2013 kl. 12:40
Eins og allir hugsandi
Almenningur (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 12:51
...menn (konur og karlar) vita, er ekki hægt að taka niðurstöður alvaralega, meðan ekki er birt úrtak, svarhlutfall og hvað margir eru óákveðnir. Annað er fúsk eða vísitandi villandi niðurstöður!
Almenningur (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 12:54
Það var náttúrulega þvílíkt hneyksli að afturhaldinu skyldi takast með andlýðræðislegu athæfi að koma í veg fyrir að ný stjórnarskrá, sem þjóð sjálf hafði samið og afgreitt, tæki gildi. Við fáum líklega aldrei lýðræðislega niðurstöðu úr kosningum fyrr en búið er að leiðrétta það augljósa rugl sem er í gangi með vægi atkvæða og allt landið verður gert að einu kjördæmi. Það mun líka losa okkur út úr martröðum jarðganga og álfabrikka út um holt og bakka, sem og arfavitlausar orkuframkvæmdir. En talandi um breytingar á kosningum og pólitík almennt, þá er vaxandi stuðningur í samfélaginu, einkum meðal yngra fólks, við að leggja þingið niður sem slíkt. Kjósa eingöngu framkvæmdastjóra/stjórn sem svo yrði að leggja öll stefnumarkandi mál fyrir þjóðaratkvæði. Með almennri tölvueign og aðgangslyklum er lafhægt að koma því í kring. Þá gætum við sparað okkur rándýrt þingið og þvargið og þruglið þar. Slíkar rafrænar kosningar hljóta að verða framtíðin. Almenningur á Íslandi er nógu vel upplýstur til að geta tekið slíkar ákvarðanir.
E (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 13:39
Ómar. Ég leyfi mér að bæta hér við, að ég vil kjarkmikið, fórnfúst, hugsjónastýrt, heiðarlegt og raunverulega réttlátt fólk á alþingi, en ekki flokka með skemmd epli innanum og í forystu, sem virðast hafa það sjálfvalda eða þvingaða leikhlutverk, að gera heiðarlegt baráttufólk að eineltis-aðhlátursefni!
Ég minni á áramótaskaup, sem sýndi hvernig líkani af Jóni Bjarnasyni var hent fram og til baka á gólfinu á óhugnanlegan hátt! Ég man ekki hvar á þessu fjögurra ára tímabili þetta áramótaskaup var.
Ég mun aldrei gleyma þessu atriði um Jón Bjarnason í áramótaskaupi RÚV, sem sýndi þá mestu hugsjóna-baráttumanns-fyrirlitningu, lítilsvirðingu og einelti á heiðarlegum manni, sem ég hef séð í áramótaskaupi! Sem fólki er ætlað að hlægja að og skemmta sér yfir!!! Ég hafði ónotatilfinningu vegna þessa atriðis lengi eftir að skaupinu lauk, því einelti er ekki skemmtun í mínum augum. Þessi baráttumaður fyrir strandveiðum á dómara-bankaglæpaveldis-stýrðu eyjunni Íslandi, var svo seinna rekinn úr ríkisstjórn, eftir að ESB-klíkan fyrirskipaði slíkt valdboð!
Jón Bjarnason kom strandveiðunum á, og skötusel inn í réttindi strandveiðimanna á Íslandi!!!
Eru allir búnir að gleyma því að "forystukonan" í VG, Lilja Rafney tók þátt í að styðja ESB-stjórnina í að bola Jóni Bjarnasyni burt, eftir að hann barðist fyrir réttindum almennings og strandveiðimanna vítt og breitt um landið? Mjög oft skammast ég mín fyrir konur/karla í stjórnsýslu Íslands, sem skreyta sig með annarra striti, fórnum og heiðri!
Og eftirsitjandi Svika-Vinstri Grænir hrósa framboðinu "sínu" núna í auglýsingum, fyrir strandveiði-baráttuverkin hans Jóns Bjarnasonar, sem Vinstri Grænir tóku þátt í að hrekja burt úr flokknum!!!
Réttlætiskennd minni er stórlega misboðið, við að sjá hvernig siðferðisvitund, stjórnmálum og samfélags-sýn er fals-leikstýrt á Íslandi og víðar á vesturlöndum, af glæpamafíu-bankaræningjum og heilaþvottastöðvum fjölmiðlaflórunnar!
Ef við viljum réttlátan heim, þá byrjum við á að breyta siðferðisvitund og verkum okkar sjálfra, og í nærumhverfinu. Það gildir líka um öll önnur lönd á þessari plánetu. Það þarf trú á það góða í okkur sjálfum, kjark, þor, hugsjón og ósvikinn einbeittan vilja, til að berjast gegn ofuröflunum.
Ef á að reka þá burt sem berjast af kjarki og heiðarleika fyrir velferð þeirra sviknu, þá fær fólk áframhaldandi fjölmiðla-elítu-eineltis-stjórn, sem framkölluð er af heilaþvotta-fjölmiðlum vesturlanda!
Verði fólki að góðu, ef það metur ekki það sem vel er gert með miklum fórnarkostnaði! Algóða almættið veit hvað barátta Jóns Bjarnasonar hefur kostað hann mikið, og hversu vanmetin hans barátta í raun er af mörgum íslendingum!
Gleðilegt sumar, með nýrri DÖGUN!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.4.2013 kl. 13:55
Anna Sigga fólsins "fan",
ferlegt var þar Jóns líkan,
hans er húfa "spikk og span",
spilltur of en ekki van.
Þorsteinn Briem, 25.4.2013 kl. 14:39
Þingbundið fáræði, frekar en lýðræði væri nær að nefna okkar stjórnskipan. Lámark 5% atkvæða til að ná inn þingmönnum styrkir fáræðið og einhæfni. Breytingar á stjórnarskránni eru lykilatriði. Yfir 20 þúsund akvæði kjósenda sem eru ekki ánægðir með fjórflokkinn geta lent á milli skips og bryggju.
Píratar eru eini flokkurinn yfir 5% mörkunum sem bjóða upp á beint lýðræði og betri stjórnarskrá. Aðrir flokkar sem vilja endurbætur komu of seint og ná varla inn mönnum.
Takmörkuð strandveiði var mikill réttarbót til handa fiskimönnum. Sýnir að fjölbreytni verður að ríkja. Úrbætur verða að byggjast nýjum lausnum.
Sigurður Antonsson, 25.4.2013 kl. 15:02
Fólk, hvað sem þið gerið, ekki skila auðu. Ég legg til, ef þið viljið autt, krossið við Hægri græna, Dögun, Sturlu eða eitthvað slíkt sem er ekki líklegt til að komast inn.
Auðir seðlar eru allt að 10%.
Að öllu jöfnu gilda þeir "EKKERT." Með minni humynd gilda þeir eitthvað.
Ásgrímur Hartmannsson, 25.4.2013 kl. 15:58
25.4.2013 (í dag):
"Ef landið væri allt eitt kjördæmi og enginn þröskuldur væri fyrir því að fá þingsæti myndu öll fimmtán framboðin sem bjóða fram til þingkosninganna nái manni inn á þing.
Þetta segir stjórnmálafræðingur.
Hann segir mögulegt að stuðningsmenn minni flokka skipti um skoðun á kjördag þegar skoðanakannanir sýni að 11% atkvæða muni falla dauð."
Ef landið væri eitt kjördæmi og enginn þröskuldur myndu öll framboðin ná manni inn
Þorsteinn Briem, 25.4.2013 kl. 17:44
Ein leið er að bæta flokksstarf, svo fólk geti unnið innan flokka og flokkar verði ekki að eins konar "flokkseigandafélagi". Flestir þessarra nýrra framboða eiga ekkert raunverulegt erindi. Píratar eru þó undantekning. Þar er eitthvað nýtt á ferð. Björt framtíð er Alþýðuflokkurinn afturgenginn meira að segja með sama bókstaf, og nú er Samfylkingin orðin að samfylkingu um ekkert og sameiningin kominn á byrjunarreit, enda allt í lagi að hafa tvo vinstri flokka. Varðandi D og B er spurningin hvort sama sé að gerast hér og í Danmörku, þar sem hægri flokkurinn þróaðist hægt út í fámennan kreddu hægri flokk og danska "framsókn" stal fylginu hægra megin við miðju.
Sigurður Gunnarsson, 25.4.2013 kl. 17:51
Hverjir eiga að meta það hvaða fólk á erindi á þing?!
Þorsteinn Briem, 25.4.2013 kl. 18:00
Steini Briem þjóðskál: Það eru náttúrulega kjósendur, sem ákveða það með atkvæðum sínum, ekki satt?
E (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 19:51
E,
Það hélt ég líka.
Hins vegar vissi ég ekki að ég væri "þjóðskál".
Og þú ættir að skammast til að skrifa undir nafni fyrst þú finnur þig knúinn til að uppnefna hér fólk.
Þorsteinn Briem, 25.4.2013 kl. 20:02
Ég tek undir það að það var gott að Jón Bjarnason kom strandveiðunum í gegn. En það minnir mig líka á að strandveiðarnar voru eitt af baráttumálum Íslandshreyfingarinnar fyrir kosningarnar 2007.
Ómar Ragnarsson, 25.4.2013 kl. 22:40
Það sem vekur mikla athygli þessa síðustu tvær vikur er þögn Ómars Ragnarssonar. Þögnin yfir framlagi ríkisstjórnarinnar í virkjunarmálum á Norðurlandi. Virkjun í Bjarnaflagi. Ómar hefur að vísu tjáð sig um þetta mál, en mikilvægi þess sést best á því að Ómar velur að tjá sig ekki um málið fyrir kosningar. Það gæti verið óþægilegt fyrir núverandi ríkisstjórn. Þessi óþægindi setur Ómar ofar náttúruverndarsjónarmiðum varðandi Bjarnarflag.
Það þarf kjark að vera maður. Það hafði Vigdís Finnbogadóttir þegar hún gekk niður Laugarveginn með Ómari Ragnarssyni fyrir náttúruna í landinu. Þá var hún ekki að hugsa um þau óþægindi sem stuðningur hennar myndi valda. Hún óx í áliti hjá mörgum, en kallaði fram andstöðu hjá öðrum. Auðvitað er Ómar engin Vigdís Finnbogadóttir.
Bjarni Benediktsson skrifaði ásamt Illuga Gunnarssyni greinar um efnahagstjórnina fyrir hrun og fékk vegna þess harða gagnrýni. Hann fékk líka harða gagnrýni þegar hann tjáði sig um það að Sjálfstæðisflokkurinn ætti ekki að standa í vegi fyrir því að kanna viðhorf hjá ESB varðandi aðild, ef meirihluti þjóðarinnar vildi slíkt. Auðvitað er Ómar Ragnarsson enginn Bjarni Benediktsson. Það þarf kjark til þess að vera maður.
Hvað Ómar Ragnarsson skrifar um virkjun í Bjarnaflagi skiptir afar litlu máli. Hann hefur sett vægi þeirra skoðana alveg sjálfur. Þær skipta ekki nokkru máli. Hann hefur sett sig frekar á bekk með Steingrími Sigfússyni, sem VG hefur nú ákveðið að takast á við um málið. Það gerir Ómar Ragnarsson ekki.
Hann getur kynnt sér slíka stefnufestu á
ziggi.blog.is
Sigurður Þorsteinsson, 25.4.2013 kl. 22:44
Þetta er einfalt. Burt með 5% þröskuldinn, burt með misvægi atkvæða og burt með kjördæmaskiptinguna.
Haraldur Rafn Ingvason, 26.4.2013 kl. 09:59
Steini Briem. Sykursjúkir fátæklingar fá að deyja á Íslandi eftir 4. maí. Þeim skal fórnað, sem ekki er hægt að nota sem elítunotaða skattaþræla.
Það þarf heilbrigt hugsandi og ósérhlífið baráttufólk í þessum heimi, til að berjast gegn óréttlæti og hvítflibbaglæpum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.4.2013 kl. 13:14
Mín spá xD 24%, ,xB 18%, xS 16%, xV 11 %,xÞ 7%,xT 6%,xA6%, xI 5%
Baldvin Nielsen
B.N (IP-tala skráð) 26.4.2013 kl. 19:20
Sigurður Þórsteinsson virðist vera kominn í einhverja sérstaka ófrægingarherferð gegn mér hvar sem hann getur. Segir samt að skoðanir minar skipti engu máli. Hvað er hann þá að eyða öllu þessu púðri á mig bæði á sinni síðu og minni fyrst ég er svona mikill ræfill og hugleysingi ?
Það er samt rétt að ég haldi til haga ræfildómi mínum í þessu máli svo að það sé skjalfest.
. Síðan 2007 hef ég haldið uppi samfelldum bloggpistlum um virkjanir í Mývatnssveit og frá 2011 má sjá hvern pistilinn um Bjarnarflag af öðrum. Ekki verður tölu komið á þær ferðir sem ég hef farið sérstakalega vegna stórrar myndar sem ég er að gera um þessi mál.
Ég er eini aðilinn sem hef birt myndir af því hvernig affall virkjunarinnar rennur í átt að Mývatni og fór sérstaka ferð norður á íbúafund í fyrrasumar til að standa þar upp, einn af örfáum, sem það þorðu, til þess að bauna á virkjanafíklana.
Ég hóf hina opinberu umræðu um virkjunina með grein í Fréttablaðinu í ársbyrjun í fyrra og hef haldið henni áfram á bloggpistlum mínum síðan.
Þá lá ekki einu sinni fyrir að Landsvirkjun ætlaði að æða inn á svæðið.
Var tekinn í sérstakt viðtal á mbl.is út af málinu í fyrravor.
Þegar Landsvirkjun réðist með jarðýtur sínar inn á svæðið í fyrrahaust vöknuðu menn loksins.
Ég er félagi í Landvernd og hef verið í nánu sambandi við formann og stjórn félagsins vegna þessa máls og annarra stanslaust síðan. Niðurstaðan varð sú að félagið gerði ályktun um málið og fjölmiðlar höfðu samband við formann félagsins.
Ég sat aðalfund félagsins og lét þar í mér heyra og tók þátt í mótun andófs í málinu.
Einnig er ég í stjórn Framtíðarlandsins og hef haldið málinu vakandi þar, meðal annars með eigin innleggi á vefsíðu félagsins.
Ég fór á fund á dögunum vegna aðfararinnar að Þingvallavatni og í tilefni af dauða Lagarfljóts sem er sama eðlis og fyrirhugaður dauði Mývatns verður fór ég út í það að búa til íslenska mynd upp úr mynd fyrir erlendan markað, sem ég gerði um Kárahnjúkavirkjun undir heitinu "In memoriam?"
Mér tókst að frumsýna hana í gærkvöldi og fá umfjöllun í fjölmiðlum, sem annars hefði ekki fengist, en er bráðnauðsynleg nú, þegar stefnir í langalvarlegasta málið í augnablikinu, máli sem verður endanlega ráðið til lykta í stjórnarmyndunarviðræðum í næstu viku og innsiglar eyðileggingu náttúrverðmæta frá Reykjanestá austur í Skaftafellssýslur og upp á hálendið, en um það bil tíu virkjanir á þessum helmingi landsins, eða 625 megavött þarf risaálverið í Helguvík.
Sigurður Þorsteinsson segir raunar að það sem ég geri varðandi Bjarnarflagsvirkjun skipti afar litlu máli. Hvers vegna er hann þá svona upptekinn af aumingjadómi mínum varðandi hana?
Hann sakar mig um "þögn" og hugleysi gagnvart núverandi ríkisstjórn. Sú þögn og hugleysi hefur birst í eftirfarandi:
Ég skoraði á forsetannn að setja Icesave í þjóðaratkvæði og bloggaði gegn Icesave. Þjónkun við ríkisstjórnina?
Ég skrifaði undir áskorun um að gera Grímsstaði á Fjöllum að þjóðareign og selja þá ekki Huang Nubo. Þjónkun og hugleysi gagnvart ríkisstjórninni?
Ég hef verið á undan öðrum í að andæfa Bjarnarflagsvirkjun og mest af kröftum mínum síðustu sex ár hefur farið í kvikmyndatökur og skrif vegna virkjananna í Mývatnssveit. Þjónkun við ríkisstjórnina?
Ég og annað náttúruverndarfólk hefur neyðst til að setja Helguvík og afleiðingar þess álvers á oddinn, af því að það verður ögurstund og úrslitastund í því máli í þessum kosningum og stjórnarmyndunarviðræðunum í kjölfarið. Samfylkingarráðherrar komu að upphafi framkvæmda í Helguvík. Steingrímur J. sagði 2007 að ekki yrði hægt að snúa gerðum samningum til baka.
Andóf mitt við Helguvíkurálverið skal samt heita þjónkun við ríkisstjórnarflokkana af því að þessa daga, sem þetta andóf hefur tekið mestan tíma frá mér, hef ég ekki líka verið að ítreka andófið gegn Bjarnarflagsvirkjun á sömu dögum og ég hef verið upp fyrir haus í að koma kvimyndinni "In memoriam?" í sýningu.
Ég veit að Sigurður Þorsteinsson telur ofantalið aumkunarverðan aumingjaskap og merki um mikið þýlyndi, hugleysi og leti hjá mér, öndvert við hugrekki og dugnað Bjarna Benediktssonar, sem ætlar að keyra álverið með allri sinni eyðileggingu á náttúrunni í gegn.
Ég deili ekki við hann um það mat, enda er orrustan sennilega töpuð vegna eymdar minnar, sem má þó teljast skrýtið, fyrst það skiptir engu máli hvað ég skrifa.
Vegna þessarar ófrægingarherferðar neyðist ég hins vegar til að fara yfir þennan aumingjaferil minn svo að aðrir geti líka dæmt.
Ómar Ragnarsson, 27.4.2013 kl. 02:09
Það má bæta því við að nú nýlega var ég kallaður í Silfur Egils og gagnrýndi þar harkalega rányrkjuna í gufuaflsvirkjunum, ógnina af Bjarnarflagsvirkjun og hvernig var staðið að því að ákveða og skrifa undir samning um leit og vinnslu olíu á Drekasvæðinu án nokkurrar bitastæðrar umræðu.
Auk þess gagnrýndi ég þá græðgi sem felst í því að dæla þarna upp oliu eins hratt og auðið er í stað þess að finna leið til að deila þessum tekjum með kynslóðum framtíðarinnar ef af verður. Varla er hægt að flokka þetta undir þýlyndi mitt við ráðherrann sem að þessu stóð.
Ómar Ragnarsson, 27.4.2013 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.