Flókin, viðkvæm og dýr tæki.

Þyrlur eru dásamleg afurð tækninnar með óviðjafnanlega eiginleika, sem gera þær ómissandi til þeirra nota, þar sem þær nýtast best. En vegna þess að vængirnir snúast en eru ekki fastir og óhreyfanlegir eins og vængir á flugvélum, eru þær miklu flóknari smíð en flugvélar og með margfalt fleir hreyfanlega fleti og liði.

Af því leiðir að það eru miklu fleiri hlutir sem geta bilað en í einföldum flugvélum og að þær eru viðkvæmari á mörgu leyti, enda það er þumalputtaregla að þyrla er um það bil fjórfalt dýrari í rekstri en sama stærð af flugvél, einkum vegna miklu tímafrekara, flóknara og meira viðhalds. 

Og af þessum sökum eru þyrlur óflughæfar vegna viðhalds miklu lengur en flugvélar og eyða mun meiri tíma á jörðu niðri. 

Fleira hjálpar til við að takmarka getu þyrlnanna. Það þarf meira afl til að lyfta loftförum lóðrétt heldur en að láta þær ná hraða á flugbraut svo að vængirnir geti lyft þeim eins og gert er á flugvélum.

Þyrlan þarf sérstaka skrúfu á stélinu til að halda á móti snúingsvæginu, sem verður við það að snúa þyrluspöðunum og vegna þess að blöðin fara aftur á bak öðru megin miðað við flugstefnuna, en áfram og á móti flugstefnunni hinum megin í snúningshringnum, verður hámarkshraði þyrlu ævinlega takmarkaður vegna loftmótstöðunnar þeim megin þar sem spaðarnir fara á móti flugstefnunni.

Þegar allt þetta er lagt saman er skiljanlegt að rekstur þyrlu er og verður ævinlega dýr og erfiður.

Síðustu áratugi hafa með reglulegu millibili komið fréttir af því að bættar þyrlur geti komið í stað flugvéla í flugi á fjölförnustu flugleiðunum.

Nú síðast var sagt við mig úti á Reykjavíkurflugvelli þegar Ögmundur og Jón Gnarr undiskrifuðu samkomulag um flugstöð og fleira, að það væri stutt í það að flugvölllurinn yrði úreltur, - það væru að koma þyrlur sem leystu flugvélar af hómi. 

En það er ómögulegt að komast fram hjá eðlisfræðilegum atriðum, sem valda því að þegar allt ofangreint er lagt saman er ljóst, að í flugi milli landshluta geta þyrlur aldrei keppt við flugvélar hvað varðar kostnað og hraða, auk þess sem flugvélar með jafnþrýstiklefa komast hærra og geta frekar flogið yfir slæm veðurskilyrði en þyrlur.

Það er því ekki hægt að sjá neitt, sem geti gert flugvelli óþarfa í flugi á milli staða.  

Á móti kemur að sá eiginleiki þyrlunnar að geta flogið í hvaða þá flugstefnu í lóðréttu og láréttu plani sem hugsast getur, gerir hana ómissandi, þvi að ekkert annað farartæki hefur þessa eiginleika.  


mbl.is Ljóst að bilunin er alvarleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þegar veður er slæmt eða aðstæður erfiðar er leitað til þyrluþjónustu Landhelgisgæslunnar en hún þjónar auk þess Suður- og Vesturlandi."

Svar þáverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um sjúkraflug


"Fastur kostnaður flugsviðs [Landhelgisgæslunnar] er 80-85% af árlegum rekstrarkostnaði sviðsins og mestu óháður því hversu margar flugstundir loftfaranna eru.

Þetta þýðir meðal annars að fækkun eða fjölgun flugtímanna fer ekki að hafa áhrif fyrr en hún er orðin veruleg."

Árið 2003 fóru TF-LIF og TF-SIF, þyrlur Landhelgisgæslunnar, í 54 sjúkraflug en 43 leitar- og björgunarflug.

Alls fluttu þær og björguðu 83 mönnum en 36 af útköllunum komu frá héraðslæknum.

En TF-SYN, flugvél Gæslunnar, flaug þrisvar með þyrlunni TF-LIF vegna slasaðra sjómanna á tveimur skipum á Reykjaneshrygg, djúpt suður af Ingólfshöfða, en þau voru meira en 150 sjómílur frá næsta eldsneytistanki."

Ársskýrsla Landhelgisgæslunnar 2003, bls. 9-10

Þorsteinn Briem, 26.4.2013 kl. 03:08

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Á Hólmsheiði er nægt rými fyrir alhliða innanlandsflugvöll, kennsluflug, einkaflug og flugsvið Landhelgisgæslunnar."

Flugvöllur á Hólmsheiði yrði í einungis 15 kílómetra fjarlægð frá Lækjartorgi í Reykjavík og áætlaður aksturstími þangað frá flugvellinum er 15 mínútur, samkvæmt skýrslu frá september 2006 um framtíðarflugvallarstæði í Reykjavík.

Þyrlur Landhelgisgæslunnar
fljúga á um fimm kílómetra hraða á mínútu, þannig að það tæki þær þrjár mínútur að fljúga með sjúkling af flugvelli á Hólmsheiði á þyrlupall við Landspítalann við Hringbraut, ef á þyrfti að halda, sama tíma og tekur að aka sjúklingi af Reykjavíkurflugvelli á Vatnsmýrarsvæðinu að Landspítalanum við Hringbraut.

Þar að auki veit ég ekki um neinn sem er á móti flugvöllum.

Þorsteinn Briem, 26.4.2013 kl. 03:17

3 identicon

Vél(ar?) Mýflugs krúsar á nærri tvöföldum hraða þyrlunnar, og sinnir/sinna 400-500 sjúkraflugum á ári.
Í dag er ein nothæf þyrla til sjúkraflugs, og sem hjáverk. Hin er biluð, og stundum báðar. Enda eru Þyrlur margfalt meira í slipp en flugvélar.
Þyrlur til sjúkraflugs eru ekki staðsettar úti á landi. Enda ekki til.
Fyrir þyrlu á borð við TF GNÁ mætti kaupa heila flugsveit af sjúkraflugvélum.
Skítt þykir mér að yfirburða-flughraði flugvéla skuli skapa afsökun fáfróðra til að koma lendingunni lengra frá nauðsyninni.
En, helv. er annars gaman að skrallast með þyrlu. 5 x í fyrra.

Jón Logi (IP-tala skráð) 26.4.2013 kl. 23:19

4 identicon

2 af 3 þyrlum gæslunnar eru ekki flughæfar. Orðað hefur verið að tala við Dönsku gæsluna.
Það þyrfti því, m.v. þetta ca 3 þyrlur á Hólmsheiði.
Og enn á ég eftir að hitta flugmann sem mælir Hólmsheiðarfyrirkomulaginu bót.

Jón Logi (IP-tala skráð) 27.4.2013 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband