28.4.2013 | 02:13
"Ef einhverjum væri mjög illa við mig..."
"Ef einvherjum væri mjög illa við mig myndi hann laumast inn til mín þegar enginn væri heima og skilja eftir hassköggul í gluggakistunni."
Þetta sagði við mig maður, sem var nýkominn úr meðferð eftir að hafa neytt allra þeirra fíkniefna, sem hægt er að ná í hér á landi, þeirra á meðal heróíns, kókaíns,amfetamíns og áfengis.
Á þeim tímapunkti átti hann eftir að takast á við einu fíknina, sem var eftir, en það var nikótínið, sem yfirleitt er ekki talið með fíkniefnum, en er þó með langhæstu prósettöluna varðandi það hve stór hluti fíklanna geta með engu móti hætt neyslunni.
En vegna þess hve það er erfitt að hætta að reykja, er sú fíkn yfirleitt skilin eftir þegar fólk fer í meðferð, til þess að bæta ekki of miklu verkefni ofan á þá við að ná tökum á böli sínu og útrýma því.
En mér fannst þessi orð mjög athyglisverð og sýna, að það eru ekki endilega hörðustu fíkniefnin, sem erfiðast er að fást við, heldur þau lúmskustu.
Það er ekkert bara við kannabis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef fíkngenið væri tekið úr okkur öllum myndu öll hagkerfi heimsins hreinlega hrynja, því þetta gen stjórnar allri fíkn, til dæmis fíkn í áfengi, kynlíf, eiturlyf, sígarettur, sjónvarp, fótbolta, útivist, súkkulaði, ferðalög og skemmtanir.
Fíkn getur því birst í ýmsum myndum og við verðum að læra að hafa stjórn á okkar fíknsortum.
Maður sem er sólginn í útivist getur líka verið mikill kynlífsunnandi og þetta getur farið ágætlega saman en náttúrlega farið úr böndunum eins og dæmin sanna.
Og sumir verða að láta útivist alveg eiga sig, sem og áfengi.
Þorsteinn Briem, 28.4.2013 kl. 02:32
Furðulegt að vera viss um að til sé eitthvað fíknigen.
Er þetta ekki sálrænt frekar, ófullnægja eða vanlíða sem leitar í einhverja útrás?
Mætti tala um geðraskanir kannski, en ,,fíknigen"??
Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 11:11
Það sem kallað er sálrænt er að sjálfsögðu líkamlegt, taugakerfi, boðefni og gen, Halldór Carlsson.
Og þú getur að sjálfsögðu erft alls kyns sjúkdóma og fíkn í þínum genum.
Einnig möguleikann á til að mynda langlífi og öðrum eftirsóttum hlutum.
Áfengi var hins vegar til löngu á undan manninum.
En sá sem er gríðarlega sólginn í súkkulaði líður ekkert endilega illa, nema þá af of miklu súkkulaðiáti.
Og sá sem drekkur of mikið af áfengi er ekkert endilega sólginn í það sem kallað er fíkniefni.
Hætti hann hins vegar að drekka beinir hann fíkn sinni að öðrum hlutum.
Allir hafa einhverja fíkn og sé hún af slæmum toga er sjálfsagt að beina henni á betri brautir.
Þorsteinn Briem, 28.4.2013 kl. 12:46
Já, auðvitað er ,,sálræni" þátturinn bara tilfinningalegur, triggerar á fín boðefni sem valda vellíðan. Ég er bara ekkert viss um að fíkn sé alltaf hægt að útskýra með erfðum.
Margir misjafnir þættir sem valda fíkn, og verða að skoðast útfrá menningu og umhverfi frekaren einhverjum móttökurum í heilanum.
Þegar maður yfirfærir eina fíkn á aðra td., - finnur eitthvað til að hella sér í er það varla genetískt. Frekar árátta, taugaveiklun, óöryggi, ófullnægja?
Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 16:38
Ég hef gaman að því að fara stundum á veitingahús, borða þar góðan mat og drekka með honum einn eða tvo bjóra.
Sumir myndu hins vegar drekka frá sér allt vit ef þeir fengju sér einn sopa af áfengi, sama undir hvaða kringumstæðum það væri.
Áfengissýki er því erfðafræðilegt fyrirbæri, fíkn í ákveðin efni.
Áfengi var hins vegar til löngu áður en maðurinn varð til.
Ég hef aldrei haft nokkurn áhuga á svokölluðum eiturlyfjum og ekkert mál fyrir mig að hætta að reykja fyrir mörgum árum.
En það reynist mörgum mjög erfitt.
Ég gæti hins vegar vanið mig á að drekka áfengi um hverja helgi, eins og margir Íslendingar gera.
En það er heldur ekkert mál fyrir mig að sleppa því.
Þorsteinn Briem, 28.4.2013 kl. 19:36
Það eru skiptar skoðanir um þennan erfðaþátt, ÍE rannsakaði þetta með SÁÁ, ég var eitt af viðfangsefnunum. Ef þetta hefði verið sannað, hefði ÍE annaðhvort ekki þurft að rannsaka þetta, eða fyrirtækið væri forríkt í dag. Ef það hefði verið sannað, væri heldur ekkert mál að lækna alkóhólisma með lyfjum.
Ég er einn af þeim sem get ekki látið áfengi oní mig án þess að drekka frá mér ráð og rænu, halda áfram í marga daga og drekka allt sem ég kemst yfir. (There, i said it ..:) - En að ætla þessu að vera bara efðaþáttur, það er rugl.
Áunninn vandi að miklu leyti, handviss um það
Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 29.4.2013 kl. 10:16
Hvað skrifaði ég hér að ofan, Halldór Carlsson?!
"Ég gæti hins vegar vanið mig á að drekka áfengi um hverja helgi, eins og margir Íslendingar gera."
Og það er mjög erfitt fyrir mjög marga að venja sig af löngum vana.
Þorsteinn Briem, 29.4.2013 kl. 12:45
Þvílíkur áróður gegn svo saklausri plöntu, vinur minn hefur verið í stjórnunarstöðu í mörg ár og fær sér jónu daglega. Hann stendur sig mjög vel í lífinu, Ef að hann myndi drekka jafnmikið og hann reykti væri rauninn önnur.
Þessi grein er ekki einu sinni marktæk að mínu mati.
"Áfengi var hins vegar til löngu áður en maðurinn varð til." Geturðu sannað þessa staðhæfingu?
Gústi (IP-tala skráð) 30.4.2013 kl. 10:08
Hvaða "áróður" og "grein" ertu að gapa hér um, Gústi?!
Þú heldur náttúrlega að engin gerjun hafi átt sér stað áður en maðurinn var til.
"Við gerum ráð fyrir að spyrjandi eigi við áfenga drykki en sjálft áfengið í þeim, etanólið (C2H5OH), er náttúrulegt efni og ekki fundið upp af neinum."
Vísindavefurinn - Hver fann upp áfengið?
"Etanólið (CH3CH2OH) í áfengum drykkjum er næstum alltaf framleitt með gerjun, þ.e. efnaskiptum kolvetnis (yfirleitt sykur) af ákveðnum tegundum gers í fjarveru súrefnis."
Áfengir drykkir
Þorsteinn Briem, 30.4.2013 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.