Stærsta mál kosninganna nær ekkert rætt.

Skuldavandi heimilanna er stórt mál og mikið rætt. Ný stjórnarskrá er miklu mikilvægara mál en virðist í fljótu bragði, því að það er með hana eins og leikreglur í íþróttum, að reglurnar verða að vera góðar til að leikmenn og leikurinn sjálfur geti notið sín sem best.

En langstærsta mál þessara kosninga og nær ekkert rætt, er sú fyrirætlan að gera það sama og 2003, að fara út í meira 600 megavatta orkuöflun fyrir aðeins eitt fyrirtæki, sem gefur aðeins 0,2% vinnuaflsins vinnu og leiðir það af sér, að reisa þurfi á annan tug virkjana og gera svæði allt frá Reykjanestá austur í Skaftafellssýslur og upp á hálendið að samfelldu svæði virkjana með tilheyrandi borholum, gufuleiðslum, stöðvarhúsum, skiljuhúsum, háspennulínum, vegum, stíflum og miðlunarlónum. 

Og yfirleitt verða þessar virkjanir settar niður á þeim stöðum sem mest gildi hafa sem náttúruverðmæti, -  staðir, sem laða að ferðamenn, af því að þar er hægt að komast í návígi við einstæða íslenska náttúru. 

Gufuaflsvirkjanirnar verða þess eðlis að orkan verður tæmt á virkjunarsvæðunum á nokkrum áratugum. 

Við ætlum barnabörnum okkar það hlutskipti að finna orku í staðinn og halda áfram í hernaðinum gegn landinu. 

Afleiðingar þess að uppfylla væntingar eiganda fyrirhugaðs álvers í Helguvík munu bitna á afkomendum okkar um aldir, löngu eftir að skuldastaða heimilanna 2013 verður gleymd og grafin. 

Vísa í pistil minn á undan þessum um nauðsyn þess að sem flestir grænir þingmenn verði á þingi. 

 


mbl.is „Þetta verður dagur breytinga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heildarlaun (heildargreiðslur) verkfræðinga hér á Íslandi eftir þriggja ára starf voru að meðaltali 420 þúsund krónur í september 2009, samkvæmt kjarakönnun Verkfræðingafélags Íslands.

Heildarlaun þeirra voru því lægri en heildarmánaðarlaun starfsfólks í VR í ýmsum iðnaði og byggingastarfsemi í ársbyrjun 2009, sem voru þá 441 þúsund krónur, samkvæmt launakönnun VR.

Og heildarlaun nýútskrifaðra verkfræðinga voru 325 þúsund krónur í september 2009 og því lægri en
heildarmánaðarlaun starfsfólks í VR í stórmörkuðum, matvöruverslunum og söluturnum, sem voru 352 þúsund krónur í ársbyrjun 2009.

Verkfræðingafélag Íslands - Kjarakönnun í september 2009, bls. 14


Launakönnun VR 2009 - Grunnlaun, heildarlaun og vinnutími á hótelum, veitingahúsum, ferðaskrifstofum, í samgöngum á sjó og landi, flutningaþjónustu og flugsamgöngum, bls. 23-25

Þorsteinn Briem, 27.4.2013 kl. 14:05

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness, og á vef félagsins er tekið sem dæmi að starfsmaður, sem unnið hefur í sjö ár hjá Norðuráli, hafi fengið 308.994 króna mánaðarlaun í nóvember 2010.

12.6.2008
:

"Á vefsíðu Fjarðaáls kemur fram að meðallaun framleiðslustarfsmanna eru tæpar 336 þúsund krónur á mánuði, með innifalinni yfirvinnu, vaktaálagi og fleiru."

Þorsteinn Briem, 27.4.2013 kl. 14:12

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Stærsta mál kosninganna er skuldamál heimilanna, hvort sem við teljum að æskilegt eða ekki. Réttmætt eða ekki.

Dóttir mín er í háskóanámi og gerir lítið úr þessu greiðsluerfiðleikadæmi. Hún segir réttilega að fólk sem keypti húsnæði þegar húsnæðisverð var hvað hæst, ætti auðvitað ekkert í húsnæðinu þegar húsnæðisverð lækkaði. Þetta er hluti vandans, en þeir sem ekkert skilja, eða loddararnir taka undir. 

Vissulega  var forsendubrestur og endalausar skattahækkanir hafa áhrif á verðbólguna og þar með verðtryggð lán. 

Svo eru þeir sem tóku vertryggð lán, og horfa upp á þá sem tóku ólögleg gengistryggð lán. Það er sár samanburður.

Á þetta er spilað og gengur bara vel. Ungu krakkarnir eru með allt önnur vandamal og fyrir þá er það aðalmál kosninganna. Þeir sem útskrifuðust fyrir ári eru mörg í láglaunastörfum eða fóru í framhaldsnám. Staðan verstaði fyrir þá sem útskrifuðust um síðustu áramót og þetta verður miklu verra nú í vor. Tugþúsundir starfa sem ríkisstjórnin ætlaði að skapa hafa ekki skilað sér, störfum hefur fækkað.

 Svo eru það  aldraðir og öryrkjar fyrir þá er kjaraskerðingin og hækkun á lækniskostaði og lyfjum aðalmál kosninganna. Það skiptir engu þó Stefán Ólafsson skrifi sig vitlausan að kjör þessa hóps hafi batnað, þá finnur þetta fólk á  eigin skinni að kjörin hafa versnað. 

Svo er það fólkið sem tók þátt í stjórnarskrármálinu, það telur að það mál sé aðalmálið. Stofna eigin flokk, man bara ekki hvað hann heitir og skiptir ekki nokkru máli. 

 Allt þetta minnir mig á söguna um blindu mennina og fílinn. Einn þreifaði á rananum og lýsti fílnum, einn á tönnunum, ein a fótunum, einn á eyrunum og einn á eistunum. Allir höfðu rétt fyrir sér að hluta, en algjörlega rangt fyrir sér í heildina. 

Sigurður Þorsteinsson, 27.4.2013 kl. 16:34

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.12.2012:

"
Skuldir heimila og fyrirtækja hafa lækkað um nær helming frá haustinu 2008 sem hlutfall af landsframleiðslu.


Þá voru þær 510% af landsframleiðslunni en eru núna um 280%. Þær hafa með öðrum orðum lækkað um nálægt helming sem hlutfall af landsframleiðslu á þremur árum, sem telja má eftirtektarverðan viðsnúning.

Sé einungis litið til skulda heimila sést að þær hafa lækkað um 19 prósentustig af landsframleiðslu á tveimur árum
(um 300 milljarða króna) og um 27 prósentustig frá hæsta gildi, sem var fyrir um þremur og hálfu ári.

Fara þarf aftur til 1. júní 2007, sem er talsvert fyrir hrun, til að finna sambærilega skuldastöðu heimilanna og nú. Íbúðaskuldir heimila eru nú svipaðar og þær voru í upphafi eignabólunnar árið 2004 sem hlutfall af þjóðarframleiðslu.

Þá var gripið til margvíslegra aðgerða til að gæta réttarstöðu skuldara. Komið var á fót embætti umboðsmanns skuldara, þak sett á dráttarvexti og margt fleira sem miðaði að því að milda áföll hrunsins.

Heildareignir heimila
að frádregnum heildarskuldum námu yfir 1.800 milljörðum króna um síðustu áramót og höfðu þar með aukist um tæp 17% á milli ára.

Ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir verulegri hækkun vaxtabóta
til að létta þeim róðurinn sem glíma við hækkun verðtryggðra lána. Í fyrra nam vaxtakostnaður heimilanna um 55 milljörðum króna.

Á árunum 2011 og 2012 voru að jafnaði um 30% vaxtakostnaðarins endurgreidd úr ríkissjóði en allt upp í 45% hjá tekjulægstu heimilunum.


Væntanleg hækkun barnabóta á næsta ári bætir stöðu ungra barnafjölskyldna enn frekar.

Á fjárlögum næsta árs
er ráðgert að hækka barnabætur í um ellefu milljarða króna, eða allt að 30 af hundraði. Gert er ráð fyrir að um 23 milljarðar fari samtals í barna- og vaxtabætur  á næsta ári.

Til samanburðar er það hærri upphæð en sem nemur árlegum rekstrarkostnaði allra framhaldsskóla landsins."

Þorsteinn Briem, 27.4.2013 kl. 16:36

5 Smámynd: Sigurður Antonsson

Margt er út úr kú. Oft hefur verið sagt að laun í álverum væru há og þakkarverð. Hjá Norðuráli virðast þau lægri en í fiskvinnslu og í þjónustuiðnaði. Ef allar staðreyndir væru upp á borðinu værum við ekki eins áfjáð í álverin?

Vaxtabætur greiddar úr ríkissjóði á að hækka um tugi prósenta, 30% segir Steini, þær voru miklar fyrir. Væri ekki nær að lækka vexti, eyða kröftunum í að betrumbæta lög um banka. Stjórnvöld hafa lítið gert til að hemja bankana eða setja ný lög um þá. Horfa þarf til landa sem búa við lága vexti og setja takmarkanir á útlán sem leiða til verðbólgu. Margir frambjóðendur hafa sýnt fram á lausnir sem duga, en á þá er ekki hlustað. Arðsemikröfur hér eru ekki nægar.

Fólk hefur takmarkaðan tíma til að setja sig inn í mál. Margt ungt fólki veit t.d. lítið um misvægi atkvæða. Veit ekki að sumir hafa meiri kosningarétt en aðrir. Lýðræðið þarfnast gagnsæi og upplýsinga um málefni. Þar sem það er mest ríkir stöðugleiki. Kjósandinn fær atkvæðisrétt á hverju ári um ólík málefni, þeir sem kjósa eru best upplýstir. Valdinu er dreift, en ekki látið allt af hendi til fulltrúa sem þú veist ekki hvernig heldur loforðin.

Sigurður Antonsson, 27.4.2013 kl. 19:15

6 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Stjórnarskráin er í fínu lagi og þarfnast ekki breytinga!!!

Aðeins ef og ég endurtek "AÐEINS ef ÓÞJÓÐHOLLIR menn vilja breyta fullveldisgreininni (Sem Var Eina Ástæða Samfylkingar til að opna Pandóruboxið með ófyrirséðum afleiðingum.)ADEINS TIL AÐ ÞEIR SEM GREIDDU ATKVÆÐI MEÐ AFSALI FULLVELDIS YRÐU EKKI LÖGSÓTTIR AF EINSTAKLINGUM OG SENDIR BAKVIÐ RIMLA!

"EINA ÁSTÆÐA STJÓRNARSKRÁRBREYTINGAR ER AÐ STJÓRNVÖLD GETI SVIKSAMLEGA SVIKIÐ FULLVELDI ÍSLANDS ÁN ÞESS AÐ LENDA Á HRAUNINU FYRIR LANDRÁÐ!"

Kolbeinn Pálsson, 27.4.2013 kl. 21:30

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þegar fasteignaverð lækkaði umtalsvert í kjölfar hrunsins var eina sanngjarna að veð bankanna lækkaði í samræmi.

Það er engan veginn viðeigandi og í raun ósmekklegt af þér Ómar að tala niður vanda fólks sem er að klást við erfiða stöðu af þessu tagi.

Ef mig misminnir ekki tók stór hópur fólks þátt í landssöfnun fyrir þig sjálfan sem Friðrik Weishappel stóð fyrir. Var ekki upphæðin í námunda við 13 milljónir?

Af virðingu fyrir þeim sem sjálfir þurfa að vinna sér inn launatekjur og borga af þeim 40% skatt, þurfa svo að nota það sem eftir stendur + alla ævina til að borga niður skuldir sínar vegna húsnæðiskaupa

- þá er stjórnarskrármálið miklum mun neðar á forgangslista þegar heimilin eru í þessum óalanadi og óferjandi aðstæðum.

Marta B Helgadóttir, 1.5.2013 kl. 12:30

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/07/24/omar_ordinn_skuldlaus/

Marta B Helgadóttir, 1.5.2013 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband