Enn einu sinni.

Skoðanakannanir eru orðnar það góðar að ég minnist varla að umtalsverð skekkja hafi verið í þeim, hvað snertir megin línur. Þetta er að sumu leyti galli og dregur úr spennu. Þetta bitnar sérstaklega á þeim framboðum sem verða fyrir því að lenda undir 5% þröskuldinum, einkum á lokasprettinum.

Meðan Sjálfstæðisflokkurinn var lang stærsti flokkurinn, fékk hann yfirleitt nokkkuð minna í kosningunum en hann hafði fengið í skoðanakönnunum. Gripu sumir þeirra sem framkvæmdu skoðanakannanir til þess ráðs að gera fyrirfram ráð fyrir skekkju af ákveðinni stærð og fengu þá oftast rétta útkomu. 

Þessi skekkja á nú við um Pírata, sem eru netfólk, vant því að vinna og starfa við tölvur en ekki alltaf duglegt við að fara á kjörstað. Það er miklu auðveldara að taka upp símann og svara spyrjendum skoðanakannana en að fara á kjörstað. 

Af þessum sökum er það arfa slæmt og ósanngjarnt að gera kröfur um ákveðinn þröskuld þátttakenda í kosningum, því að það er ekki jafnræði með hópunum. Þeir sem vilja segja já, þurfa að fara að kjörstað, en stór hluti þeirra sem eru á móti, þurfa ekki að gera annað en að sitja heima. 

Skárra er að setja kröfu um aukinn meirihluta þeirra sem kjósa, svo sem 60% gegn 40%. 


mbl.is Kannanir afar nálægt niðurstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvað hefur þú fyrir þér í því að íslenskir Píratar séu fyrst og fremst "netfólk", vant því að starfa við tölvur en ekki alltaf duglegt við að fara á kjörstað í meira mæli en aðrir Íslendingar, Ómar Ragnarsson?!

Það er nú ekki erfiðara að fara á kjörstað í Reykjavík, þar sem fylgi Pírata er mest, en í næstu matvöruverslun.

Stór hluti kjósenda hér á laugardaginn var ungt fólk sem hefur aldrei kosið áður í þingkosningum og fylgi Pírata er meira meðal ungs fólks en gamals, sem í sumum tilfellum hefur ekki verið spurt í skoðanakönnunum.

Mikil skekkja hefur verið í skoðanakönnunum
sem gerðar hafa verið hér á Íslandi varðandi fylgi stjórnmálaflokka og kannanir fyrirtækja sem gerðar hafa verið á svipuðum tíma hafa sýnt mjög mismunandi niðurstöður.

Vissi einhver fyrir kosningarnar hér á laugardaginn samkvæmt skoðanakönnunum eða eigin spádómsgáfu hversu marga þingmenn hver og einn flokkur fengi í kosningunum?!

Og hvað þá að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fengju jafn marga þingmenn?!

Skoðanakannanir, hvað þá rétt fyrir kosningar, geta einnig haft þau áhrif á kjósendur að þeir kjósi flokka í samræmi við meginlínur í þessum könnunum, þannig að þeir kjósi til dæmis mun síður flokka sem líklegt er að fái ekki mann kjörinn á þing, samkvæmt þessum könnunum.

Þorsteinn Briem, 29.4.2013 kl. 11:29

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.4.2013 (fyrir hálfum mánuði):

"MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 11.-14. apríl síðastliðinn.

Framsóknarflokkurinn
mælist áfram með mest fylgi allra flokka á Íslandi.

Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 32,7%, borið saman við 30,2% í síðustu mælingu.

Pírataflokkurinn
bætir við sig fylgi og mælist nú 9%, borið saman við 7,8% í síðustu mælingu.

Sjálfstæðisflokkurinn
bætir við sig fylgi og mælist hann nú 22,9% borið saman við 21,2% í síðustu mælingu."

"Fylgi Vinstri grænna dregst nokkuð saman og mælist nú 6,7% borið saman við 8,1% í síðustu mælingu."

Í kosningunum á laugardaginn fékk Framsóknarflokkurinn 24,4% atkvæða, Sjálfstæðisflokkurinn 26,7%, Píratar 5,1% og Vinstri grænir 10,6%.

Skekkjan var því gríðarleg, einungis hálfum mánuði fyrir kosningarnar.

Þorsteinn Briem, 29.4.2013 kl. 12:24

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hálfur mánuður er langur tími í pólitík. Að sjálfsögðu á ég við síðustu tölur fyrir kosningnar hvað varar fylgið á kjördegi, ekki viku eða hálfum mánuði fyrr.

Ég er einfaldlega að leita að skýringu á því af hverju fylgi Pírata skilaði sér ekki eins vel og hinna framboðanna á kjörstað og sé enga aðra í bili en þá sem ég nefni, muninn á því að taka upp símtól og svara á innan við mínútu eða að eyða tíma og fyrirhöfn í það að fara á kjörstað, bíða kannski þar í biðröð, kjósa og fara aftur heim.

Kannski finnst einhver önnur skýring og ef þú kannt einhverja aðra, Steini, þá væri gaman að heyra hana.  

Ómar Ragnarsson, 29.4.2013 kl. 14:19

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef hálfur mánuður er langur tími í pólitík er nú lítið að marka skoðanakannanir sem gerðar hafa verið hálfum mánuði fyrir kosningar og næstliðin fjögur ár, Ómar Ragnarsson.

Skekkjan
í skoðanakönnuninni hér að ofan er ekki meiri há Pírötum en Vinstri grænum.

Þorsteinn Briem, 29.4.2013 kl. 14:54

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skekkjan í skoðanakönnuninni hér að ofan frá því hálfum mánuði fyrir kosningarnar á laugardaginn er ekki meiri hjá Pírötum en Vinstri grænum, átti þetta nú að vera.

Í alþingiskosningunum 2009 fengu Vinstri grænir um 20% færri atkvæði í kosningunum en skoðanakönnun Capacent Gallup á fylgi flokkanna sýndi í sama mánuði og kosningarnar fóru fram.

Framsóknarflokkurinn fékk hins vegar um 40% fleiri atkvæði í kosningunum og Borgarahreyfingin um 140% fleiri atkvæði en skoðanakönnunin sýndi.

Kosningar til Alþingis 25.4.2009


Capacent Gallup 8.4.2009: Lítil breyting á fylgi flokkanna


Steypan í þessum skoðanakönnunum er því meiri en í Kárahnjúkavirkjun
og er þá mikið sagt.

Þorsteinn Briem, 29.4.2013 kl. 15:08

6 identicon

Ég er kjósandi Pírata. Er forritari þannig að jú, netfólk. En samt sem áður er fólk í fjölbreyttum störfum sem hefur stutt og kusu Pírata. Tvö atkvæði í NV kjördæmi komu frá mínu heimili.

Mér fannst skrítið hvernig útkoman varð þar. Skoðannakannanir í NV höfðu verið um og í kringum 5%, stundum meira. Ég varð undrandi þegar 3.1%  varð útkoman.

Píratar náðu ekki inn manni í mínu kjördæmi en mitt atkvæði nýttist Pírötum til að komast yfir 5% regluna á landsvísu þannig að ég er sáttur með að mitt atkvæði hafi ekki dottið niður dautt eins og 12% kjósanda. Þessu þarf að breyta. Þrjú prósent er ágætur þröskuldur að mínu mati.

Einar (IP-tala skráð) 29.4.2013 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband