Hvað gerði stjórnlagaráð "stjórntækt"?

Stjórnlagaráð var skipað gerólíkm einstaklingum á alla lund. Aðeins einn þeirra hafði setið á Alþingi og tveir verið í forsvari fyrir stéttarfélög. Ráðið stóð frammi fyrir að ljúka stóru verkefni á fjórum mánuðum.

Þjóðfélagsskoðanirnar í ráðinu spegluðu strauma úr öllum mögulegum áttum. Alþingi hafði að vísu gefið út sínar skoðanir á því hvernig starfið yrði skipulagt, en við vorum staðráðin í að reyna nýjar leiðir, vinnukerfi, sem byggðist á nýjustu reynslu í tæknilegu hugmyndastarfi, svonefnt ítrunarferli eða ítrunaraðferð. 

Að hluta til var byggt á þeirri reynslu stórra funda og þinga að skipta málum á milli nefnda, í þessu tilviki þriggja nefnda, því að auðvitað gátu ekki allir verið að fjalla stanslaust um allt þegar um var að ræða 114 greina stjórnarskrá. 

Stjórnlagaráð komst að einróma niðurstöðu, þrátt fyrir mjög ólík sjónarmið í byrjun. Innan lands vildu margir hafa margt öðruvísi, en þeir erlendu sérfræðingar, sem mestu sérþekkingu hafa í stjórnarskrám, voru ánægðir með afurðina. Tekið var að lokum til ábendinga Feneyjarnefndarinnar sem voru ekki stórvægilegar. 

Sumar ábendingar nefndarinnar sýndu íhaldssamar skoðanir hennar, svo sem að amast við því að forsetinn væri þjóðkjörinn og hefði málskotsrétt og að setja sig upp á móti því að auka valddreifingu og afmarka ábyrgð og réttindi minnka ofurvald framkvæmdavaldsins gegn löggjafarvaldinu. 

Þingflokkur Framsóknarmanna er að sönnu óreyndur, en minna má á, að ýmsir nýir þingmenn reyndust afkastamiklir á síðasta kjörtímabili, svo sem Skúli Helgason, sem kom í gegn Græna hagkerfinu með því að ná samstöðu allra flokka um það. 

Lykillinn að því að árangur náist í samstarfi fólks felst í því að allir vinni fyrir hver annan, reyni að bæta hver annan upp og laða fram það besta úr tillögum hvers annars í stað þess að vinna gegn hver öðrum og rífa sem mest niður í átökum og illindum. 

Það var sagt á sínum tíma að Steingrími Hermannssyni hefði tekist það undravel lengst af að frá Framsóknarmenn til að ganga í takt. Ekki með ofriíki og frekju heldur með samræðustjórnmálum.   


mbl.is Segir Framsókn tæpast stjórntæka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Aðilar sem gefa dómstólum langt nef hafa ekkert með það að búa til stjórnarskrá sem er svo algerlega ónothæf.

Hvað þýðir annars mannsæmandi laun?

Helgi (IP-tala skráð) 4.5.2013 kl. 15:39

2 identicon

Við skulum vona að nýkjörnir þingmenn beri gæfu til að virða stjórnarsrká, og þrískiptingu valds betur en ribbaldarnir í stjórnlagaráði sem settu allar reglur samfélagsins til hliðar, bæði lög og dómstóla í pólitískum tilgangi.

Vonandi þarf maður aldrei að verða vitni að sambærilegum ósóma aftur.

Sigurður (IP-tala skráð) 4.5.2013 kl. 15:48

3 Smámynd: Snorri Hansson

" Stjórnlagaráð" var skipuð nefnd sem átti að gera uppkast að texta sem notuð yrði sem vinnuplagg Alþingis að nýrri stjórnarskrá.  Nafn nefndarinnar olli því að meðlimir ofmetnuðust svo hroðalega að þeir vildu banna Alþingi að snerta textan og að þessi" heilagi dómur" færi óskoðaður í þjóðaratkvæði.

Þeir hafa enn ekki náð sér niður.

Snorri Hansson, 4.5.2013 kl. 16:06

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er alrangt að við "vildum banna Alþingi að snerta textann" heldur var það margtekið fram af hálfu okkar allra að hann væri ekki meitlaður í stein og að sjálfsögðu myndi Alþingi í samræmi við núgildandi stjórnarskrá fjalla um hann.

Það er rétt hjá þér, Snorri, að stjórnlagaráð var skipuð nefnd, eins og allar stjórnlaganefndirnar, sem skipaðar hafa verið í bráðum 70 ár til að reyna að endurskoða stjórnarskrána, og er einkennilegt þegar Sigurður og fleiri telja að skipan þessarar síðustu nefndar hafi verið ólögleg en ekki skipan hinna nefndanna, sem voru skipaðar á nákvæmlega sama hátt.

Ómar Ragnarsson, 4.5.2013 kl. 17:20

5 Smámynd: Snorri Hansson

'Eg næ ekki uppí skrif Sigurðar,hreinlega kem þeim ekki heim og saman.

En  ég vil ítreka að drambsemi og já, hroki nefndarmanna fór yfir öll mörk. Það setti fáránlegan svip á málið.

 Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig væri ef allar fagnefndir (nefndir mannaðar fólki utan þings ) legðust í þras og greinaskrif um hvernig þingið  leyfði sér að hundsa störf þessarar og þessarar  nefndar og breyta gegn nefndaráliti . Alþingi verður að nota nefndarálit sem vinnugagn. Nóg eru leiðindin samt.

Snorri Hansson, 5.5.2013 kl. 03:38

6 identicon

Ég sagði reyndar hvergi að það hefði verið ólöglegt að skipa þessa nefnd.

En það var gert til þess að svindla sér fram hjá úrskurði Hæstaréttar, og þannig í raun taka úr sambandi tilgang þess að kæra ólöglegar kosningar.

Stjórnvöld finni sér þá bara aðra leið til að láta niðurstöður úr ólöglegum kosningum standa óhaggaðar.

Sigurður Líndal og Róbert Spanó fóru ágætlega yfir þetta á sínum tíma.

Fólk sem tekur þátt í svona ósóma, á ekki að koma nálægt því að semja nýja stjórnarskrá.

Jafnvel þótt þetta hefði tekist, þá hefði þessi aðgerð alltaf verið ljótur blettur á nýrri stjórnarskrá.

Sigurður (IP-tala skráð) 5.5.2013 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband