Vinsælasti opni sportbíllinn í takt við tímann.

Mazda MX-5 er viðurkenndur sem vinsælasti opni sportbíll allra tíma, að minnsta kosti hvað varðar heildar sölutölur, en einnig hefur það almennt verið viðurkennt hve vel heppnuð hönnun hans hefur verið frá upphafi og hve vel hönnuðum hans hefur tekist að láta hann ekki fara út af sporinu í eftirsókn eftir duttlungum tískunnar, heldur halda sínu striki og sinni stærð og útliti sem jöfnustu.

Innan bílaframleiðslunnar geysar mikil samkeppni síðustu árin á mill bensínvéla og dísilvéla og sér ekki enn fyrir endann á því. 

Á tímabili virtust dísilvélarnar vera að fara fram úr eftir að svo var komið, að hægt var iðulega að kreista um 100 hestöfl út úr hverjum lítra rúmtaks á sama tíma og bensínvélarnar voru almennt nokkuð fyrir neðan það mark. 

En nú sækja bensínvélarnar aftur á með vélum eins og Twin-Air hjá Fiat og Ecoboost hjá Ford, þar sem afköstin hafa næstum því tvöfaldast miðað við rúmtak og komin í um 120 hestöfl á lítra. 

Hjá báðum gerðum er um að ræða framþróun í notkun forþjöppu og innspýtingar eldsneytis. Fyrir aldarfjórðungi var þjappunarhlutfallið í brunahólfum bensínvéla í kringum 9,5 en í kringum 22,0 í bensínvélum. 

Nú hefur þetta breyst á þann veg að þjöppunarhlutfall í bensínvélum er í sumum tilfellum komin upp í um 11:1 til 12:1 en á móti hefur þjappan í dísilvélunum farið úr meira en 22:1 niður í 14:1. 

Í dísilvélunum helst þetta í hendur við aukinn hlut forþjöppunnar, sem gerir margfalt meira en að bæta upp hrun þjöppunarhlutfallsins inni í brunahólfunum. 

Enn sem komið er hefur bensínvélin vinninginn þegar kemur að allra aflmestu og dýrustu vélunum. 

Í Koenigsegg ofurbílnum er aflið 1100 hestöfl út úr rúmlega 5 lítra vél, eða um 200 hestöfl á hvern lítra, og vélin er aðeins 200 kíló, sem þýðir 5 hestöfl út úr hverju kílói !

En það hefur svo sem enginn venjulegur maður ráð á að kaupa slíka bíla. Og á meðan má sjá hjá BMW 3ja lítra dísilvél sem skilar 300 hestöflum og 5 lítra vél hjá Benz sem skilar 500 hestöflum !


mbl.is Mazda MX-5 gæti fengið dísilvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mazda hefur ALLTAF kunnað að smíða bíla og það GÓÐA bíla !!!

Hjörtur Sæver Steinason (IP-tala skráð) 4.5.2013 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband