6.5.2013 | 14:37
Aðeins ríflega hálfdrættingur á við fyrra veldi.
Einhver hefði látið segja sér það tvisvar snemma árs 2007 að eftir örfá ár yrði fylgi Sjálfstæðisflokksins eða fyrirrennara hans orðið aðeins ríflega helmingur af því sem það var stanslaust í meira en 80 ár frá um 1920-2006. Enn síður hefði það þótt líklegt að flokkurinn væri á niðurleið í fylgi á lokakafla kjörtímabils í stjórnarandstöðu í borginni.
Sömuleiðis hefðu fáir spáð því að Besti flokkurinn, sem margir töldu vera algerlega óábyrgt grínframboð alls óreynds fólks 2010, yrði á uppleið í fylgi þremur árum síðar eftir að hafa haft borgarstjórann og verið í meirihluta í þrjú ár með fulltrúm Samfylkingarinnar.
Samkvæmt fylgistölunum núna er núverandi borgarstjórnarmeirihluti öruggur, en ástandið hlýtur að vera mikið áhyggju- og umhugsunarefni fyrir Sjálfstæðismenn, sem stjórnuðu á sínum tíma borginni í meira en 70 ár samfellt að undanteknum árunum 1978 - 1982 og náðu allt upp undir 60% fylgi þegar mest var og fóru aldrei á þeim tíma niður fyrir tæplega 50%, tvöfalt hærra hlutfall en er núna í kortunum.
Besti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn stærstir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í framboðsræðu til formanns á landsfundi flokksins árið 2011 að Sjálfstæðisflokkurinn væri pikkfastur í 36% fylgi og það væri eitthvað sem hún gæti ekki sætt sig við.
Þessi ummæli Hönnu Birnu hafa verið rifjuð upp í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn fékk 26,7% í kosningunum á laugardaginn, sem er næstminnsta fylgi flokksins í sögunni."
Hanna Birna sagði árið 2011 Sjálfstæðisflokkinn pikkfastan í 36% fylgi - Vildi setja markið miklu hærra
Þorsteinn Briem, 6.5.2013 kl. 14:50
Hún er bara hálfdrættingur,
hálfan fékk í flokknum drátt,
en það er bara þvættingur,
að þrýstin sé en hugsi smátt.
Þorsteinn Briem, 6.5.2013 kl. 15:32
Athyglisvert.
Reykvíkingar eru farnir að átta sig á því að Jón Gnarr með Besta flokkinn og Samfylkinguna er að gera það gott, jafnvel mjög gott.
Eftir allt rugl R-listans og Íhaldsins, sem náði nýjum hæðum forheimsku og spillingar þegar borgarfulltrúar sjallanna undir forystu Hönnu Birnu, núna varaformaður Íhaldsins, vildu selja REI út úr OR. Í hendurnar á FL group, líklega verstu þrjótum útrásarinnar.
http://blog.pressan.is/larahanna/2009/04/14/rei-malid-i-mali-og-myndbondum/
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.5.2013 kl. 16:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.