Þarf að breyta þessum reglum.

Ástæðan fyrir því að ákveðið var að styrkja stjórnmálaflokka, sem bjóða fram til Alþingis, var sú að það væri skárra og gera það þannig en að flokkarnir og framboð þeirra fengju fé frá einstaklingum og fyrirtækjum, sem þar með fengju óæskileg áhrif á stefnur og störf flokkanna í krafti ríkidæmis síns.

En það eru ýmsir gallar á þessum reglum, til dæmis það að úthluta í beinu hlutfalli við atkvæðafjöldann sem framboðin fá. Stór hluti af þeim kostnaði sem til fellur við framboð er nefnilega svipaður hjá þeim öllum. 

Frekar ætti að vera í gangi formúla um ákveðna lágmarksupphæð sem síðan hækkaði í öfugu kvaðratisku hlutfalli, þannig að framboð, sem fær fjórum sinnum meira fylgi en annað framboð, fái ekki fjórum sinnum hærri upphæð, heldur tvisvar sinnum hærri upphæð.

Einnig ætti að miða við þá forsendu að greiðslan miðist við að kjörtímabilið sé fjögur ár og standi yfir í fjögur ár, því að ekkert framboð fer af stað nema miða við það. Kjörtímabilið sem hófst 2007, varð það fyrsta í 30 ár, sem ekki entist nema hálfan þann tíma. 

Þetta hafði engin áhrif á fjórflokkinn, sem spilaði upp á það að öruggt væri um framhaldslíf hans, en litlu framboðin 2007 duttu út eftir tvö ár og fengu aldrei nema helming þess sem þau höfðu miðað fjármál sín við.

Afleiðing af slíku getur orðið sú, að í stað þess að lítið framboð sem sýniir ábyrgð og heldur sig vel innan þeirra marka sem fjögurra ára kjörtímabil gefur, lendir í því  að einstaklingar innan þess verði að burðast með ábyrgðarskuldir árum saman.

Í þriðja lagi ætti að lækka viðmiðunarmarkið fyrir fjárframlagi úr 2,5% niður í 1,7%, en það er atkvæðamagnið sem er á bak við hvern þingmann að meðaltali.  


mbl.is Flokkarnir fengu 1,2 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á Alþingi eru 63 þingmenn og að meðaltali eru því um 1,59% atkvæða á bakvið hvern þingmann en ekki 1,7%.

1,59% x 63 = 100,17%.

En 1,7% x 63 = 107,1%.

Þorsteinn Briem, 6.5.2013 kl. 19:09

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Að stjórnmálaflokkar lifi ekki án ríkisstyrkja og að prumpframboð geti halað inn milljónatugi árum saman, jafnvel eftir að þau hverfa, er hreint með ólíkindum.

Hvers vegna í andskotanum á sauðsvartur almúginn að borga fyrir þessa déskotans dellu.?

Breyta lögunum? Néi! það á að afnema þau og það á fyrsta degi nýrrar ríkisstjórnar, saman með "Goodbye Yellow Brick Eurounion" og öllu því rugli.

Halldór Egill Guðnason, 7.5.2013 kl. 05:12

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Um árið tókst Guðlaugi Þór að krækja sér í tugi milljóna úr hendi fyrirtækja í kosningasjóð sinn. Áður fyrr tíðkaðist að kosningastjórar Sjálfstæðisflokksins sendu tilmæli til nánast hvers einasta fyrirtækis með ósk um að greitt væri í kosningasjóð „Flokksins“. Þessu ver fylgt eftir ef ekki var greitt og jafnvel haft í hótunum. Þetta var í þá tíð sem Sjálfstæðisflokkurinn „átti“ Reykjavík og spurning hvort hann fengi 40%, 45%, 50% eða jafnvel enn meir í kosningum. Þá var sett fram sérkennileg yfirlýsing sem sett var á borða og strengt þvert yfir göturn í Miðbæ Reykjavíkur fyrir hverjar sveitarstjórnarkosningar: „X-D: vörn gegn glundroða!“

Margt eldra fólk man eftir þessu og eg minnist þess að hafa séð þetta eitthvað fram yfir 1970. Sagt er að „Glundroðakenningin“ hafi verið hugsmíð föðurbróður núverandi formanns Sjálkfstæðisflokksins og alnafna. Gafst þessi kenning um glundroðann Sjálfstæðisflokknum vel en nú virðist sem hún hafi náð að bíta í skottið á ömmu sinni og nú sé komið að sjálfum Sjálfstæðisflokknum sem nú er að verða glundroðanum næsti biti. Nú virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn sé að afskrifa frekari meirihlutayfirráðum borgarinnar, allir forystusauðirnir keppast nú hver um annan þveran að komast í landsmálin og skara þar að sinni köku. Í gamla borgarstjórnarflokknum er aðeins söngvarinn Júlíus Vífill Ingvarsson sem nú verður væntanlega settur sem forsöngvari fyrir næsta kosningaslag. Sjálfsagt getur vel verið að hann sé skárri en aðrir en aldrrei hefur hann verið talinn til meiri háttar spámanna flokksins enda skortir hann þann refshátt og undirferli sem oft hafa reynst borgarstjórum Sjálfstæðisflokksins betur en illa.  

Þess má geta að fyrir nær 60 árum munaði sáralitlu að kópavogur yrði hluti Reykjavíkur. Þar sem mjög margir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins bjuggu þá í Kópavogi sem var fátækt sveitarfélag, hafnaði þáverandi meirihluti Sjálfstæðisflokknum viðræðum um sameiningu sveitarfélaganna. Hræðsla um að tapa kosningum hefur því oft reynst afdrifarík.

Guðjón Sigþór Jensson, 7.5.2013 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband