10.5.2013 | 14:15
Heiðmörk bráðum líka "in memoriam" ?
Sú trúarsetning hefur verið boðið hér á landi í meira en hálfa öld að ekki sé hægt að opna aðgengi að íslenskum náttúruperlum nema fórna þeim fyrst fyrir virkjanir. Finna verði virkjanamöguleika á viðkomandi svæðum, annars séu þau einskis virði.
Með öðrum orðum: Ef sinna á eftirsón erlendra ferðamanna eftir óspilltri og einstæðri íslenskri náttúru, verði að spilla henni fyrst !
Trúnni á þetta æskilega samspil virkjana og þjóðgarða er meðal annars haldið fram í myndinni "In memoriam?" sem verður sýnd í Bíó Paradís í kvöld klukkan átta.
Þegar ég hef verið á ferð um þjóðgarða og náttúruperlur í öðrum heimsálfum og boðað þessa kenningu okkar hefur fólk þar undrast það að þetta sé virkilega okkar stefna.
Í þeirra löndum er aðgengi einfaldlega aukið vegna náttúruverndargildis svæða og samhljómi við þau verðmæti þeirra.
Meðal annars var það boðað lengi vel hér á skiltum við vega slóða sem lágu inn á norðausturhálendi Íslands að Kárahnjúkavirkjun væri forsenda fyrir stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Erlendir ferðamenn, sem komu að þessum skiltum og lásu þetta, hristu höfuðin.
Í myndinni "In memoriam?" er rifjað upp hvernig Landsvirkjun sýndi á myndum alveg nýja náttúruparadís og fjölsóttasta ferðamannastað norðurhálendisins við Kárahnjúkastíflu með fjallaklifrunum, fjölskyldum í tjaldbúðum, siglingafólki á lóninu o. s. frv. og opnun möguleika til nýrra og fjólsóttra ferðamannaslóða meðfram lóninu allt inn á jökul allan ársins hring, ekki síst á veturna.
Skemmst er frá því að segja ekkert af þessu hefur gerst frekar en á sambærilegum stað í Noregi, sem vel hefði verið hægt að kynna sér.
Fyrri part sumars er raunar ólíft á þessu draumasvæði Landsvirkjunar þegar veðrið er hlýjast, bjartast og best, vegna leirstorma úr þurru lónstæðinu, sjá mynd sem ég hyggst setja hér.
Þar rétt grillir í Kárahnjúka ofarlega á myndinni, sem er raunar tekin af nyrsta hluta Hálslóns það seint í júlí, að þurrar fjörurnar eru miklu minni en fyrr um sumarið þegar leirstormanir geta orðið mun meiri.
Á hinni myndinn er horft úr lofti suður eftir lóninu í átt til Brúarjökuls og er lónstæðið og bakkarnir við það á kafi í leirfoki.
Áberandi er á báðum þessum myndum, að ekkert leir- eða sandfok á upptök utan lónstæðisins.
Svo er að sjá að sama hugsunin um að náttúran sé ekki krónu virði fyrr en búið er að virkja lifi góðu lífi í Heiðmörk. Búið er að snúa klukkunni hálfa öld til baka með því að gera svæðið óaðgengilegra en það var upp úr 1960.
Nú er bara að sjá hvort ekki sé eina ráðið að skoða hér syðra, hvort hægt sé að reisa gufuaflsvirkjun efst í Heiðmörk til að fá peninga til að opna aðgengi að svæðinu.
Auðvelt ætti að vera að láta verkfræðistofu, sem sérhæft hefur sig í að gera hagfellt mat á umhverfisáhrifum fyrir virkjunar þar sem komist yrði að svipaðri niðurstöðu og við Mývatn að virkjun muni ekki hafa nein áhrif á vatnsstrauma neðanjarðar fyrir vatnsból Reykvíkinga.
Þarna á hvort eð er að reisa risaháspennulínur þvert yfir Heiðmörkina með tilheyrandi umsvifum og línuvegum, sem munu opna aðgengi að hinu dásamlega landslagi á línuleiðinni.
Heiðmörk ófær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Háspennulínur frá Hellisheiði að Reykjanesi - Kort - Verkfræðistofan Efla 2009
Hraun frá sögulegum tíma á Reykjanesskaganum, sjá kort neðst á síðunni
Kort af Suðvesturlínum - Landsnet - Áætlaður kostnaður á fjögurra ára framkvæmdatíma 22 milljarðar króna í ágúst 2008 en 30 milljarðar króna á núvirði
Eldstöðvakerfin á Reykjanesskaga, sjá kort á bls. 6
Þorsteinn Briem, 10.5.2013 kl. 15:30
"Reykjaneskerfið (vestast) er um 35 km langt og 5-15 km breitt. Það nær frá Reykjanesi að Grindavíkursvæðinu og að svæði suðaustan við Voga á Vatnsleysuströnd í NA.
Síðasta eldgosahrina varð á fyrri hluta 13. aldar, þ.e. Reykjaneseldar, u.þ.b. 1211-1240.
Trölladyngjukerfið er 40-50 km langt og 4-7 km breitt. Það teygir sig frá Krísuvík og norður í Mosfellsdal í NA-SV stefnu.
Síðustu gos eru talin hafa átt sér stað á 12. öld, í Krísuvíkureldum, u.þ.b. 1151-1180.
Brennisteinsfjallakerfið er skilgreint 45 km langt og og 5-10 km breitt og teygir sig frá Geitahlíð í suðri, yfir Bláfjöll og að Mosfellsheiði í NA-SV stefnu.
Síðustu gos eru talin hafa orðið á 9.-10. öld (Bláfjallaeldar). Óstaðfestar heimildir greina einnig frá gosum á 13. og 14. öld sunnarlega í kerfinu.
Hengilskerfið er um 100 km langt og 3-16 km á breidd. Síðustu eldgos eru talin vera frá fyrir 2000 árum, á gossprungu sem náði frá Sandey í Þingvallavatni og suður fyrir Skarðsmýrarfjall og er m.a. Gíghnúkur á þeirri sprungu."
Eldstöðvakerfin á Reykjanesskaga, sjá kort á bls. 6
Þorsteinn Briem, 10.5.2013 kl. 15:41
Allir tala um hve mikilvægt það er fyrir heilsuna að stunda hreyfingu og helst utandýra. Hvers vegna í ósköpunum er ekki hægt að gera svæði eins og Heiðmörk betur aðgengilegt? Og þá helst líka fyrir hjólreiðafólk. Ég veit ekkert betra en að hjóla í gegnum Heiðmörkina - það að segja ef helv. þvottabretti væru ekki svona skelfilegir. Annað dæmi er Esjan. Ég veit ekki hversu margir leggja leið sína þarna upp á hverju ári. En að það skyldi ekki vera hægt að fá smá fjarmagn í að búa til góðan stig á þessari vinsælegustu gönguleið á öllu landinu!
Úrsúla Jünemann, 10.5.2013 kl. 17:04
Haustið 2005 fékk Vegagerðin 77 m kr. fjárveiting til þess að bæta veginn um Heiðmörk og setja á hann bundið slitlag. Var í framhaldinu sótt um framkvæmdaleyfi til heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðisins og til umhverfissviðs Reykjavíkurborgar til að malbika um 4 km kafla í norður frá Vífilsstaðahlíð. Þeirri beiðni var hafnað. Í framhaldinu afsalaði Vegagerðin yfirráðum sínum yfir veginum í hendur þeirra sveitarfélaga sem hafnað höfðu beiðninni um að vegurinn yrði bættur. Umrædd sveitarfélög hafa síðan hafnað að taka veg þennan í fóstur og því er hann "einskis manns barn".
Sjá nánar:
http://www.althingi.is/altext/raeda/132/rad20051116T153831.html
Aðalsteinn Sigurgeirsson, 10.5.2013 kl. 17:17
Það hefur um nokkurra ára skeið verið lítt dulbúin stefna Orkuveitu Reykjavíkur að fyrirbyggja lausagöngu fólks um Heiðmörk, einkum fólks sem ferðast um á farartækjum. Munaðarleysi vegarins um Heiðmörk fellur ágætlega að þessari stefnu Orku- og vatnsveitufyrirækisins.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/01/13/hross_hundar_og_skograekt_oaeskileg/
Aðalsteinn Sigurgeirsson, 10.5.2013 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.