"Jesús minn, hvað hann er flottur!" "Negldi þetta!"

Eyþór Ingi fór ekki aðeins afburða vel með lagið sem við sendum í Evrovision að þessu sinni, bæði með söng, framkomu, túlkun og útliti. Hann höfðaði til gamalla tilfinninga í undirmeðvitundinni varðandi það hvernig Jesús Kristur leit út og heillaði alla með útgeislun og töfrum fyrir næstum 2000 árum.

Þegar Eyþór Ingi rétti út hendurnar var hann þar að auki kominn i krossfestingarstellinguna og manni datt í hug hvernig Kristur hefði litið út á krossinum í svona flottum nútíma samkvæmisklæðnaði, ekki hvað síst þegar hann kreppti hnefann í lokin í svipaða stellingu handarinnar og er á öllum myndum af Kristi á krossinum. 

Og þegar maður talar og skrifar svona er maður kominn á hálar og varasamar slóðir þar sem má misskilja það sem sagt er og skrifað. 

Ég er staddur í árlegu Evróvision-teiti fjölskyldunnar í húsakynnum elsta barnsins okkar og manns hennar og þegar kallað er upp "Jesús minn, hvað hann er flottur!" er það svolítið glannalegt.

Og enn glannalegra getur það virst þegar sagt er í fyrirsögn mbl.is "Eyþór Ingi negldi þetta!" og maður les þetta á sama tíma og á skjáinn kemur mynd af Eyþóri Inga í krossfestingarstellingunni.

Nú er talningin nýhafin og eins gott að láta staðar numið með því að segja að þátttaka okkar að þessu sinni var með miklum sóma, hver sem stigatalan verður að lokum.  


mbl.is Eyþór Ingi negldi þetta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hann veit alveg hvað hann syngur,
í Helgu Ómars upp hann hristi,
dálaglegur Dalvíkingur,
dáldið líkur Jesú Kristi.

Þorsteinn Briem, 18.5.2013 kl. 23:46

2 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Ég hafði spáð 25. sæti, en Eyþór negldi 17. sætið. En það skiptir engu máli.

Austmann,félagasamtök, 19.5.2013 kl. 00:27

3 identicon

Hann veit alveg hvað hann syngur,
í Helgu Ómars upp hann hristi,
dálaglegur Dalvíkingur,
dáldið líkur Jesú Kristi.

enginn veit hvað hann syngur,

fyrr en fyrsta rop hann "syngur",

en í dag allir vita, 

að þessi kall, kann að syngja.....

og í Dalvík, allir vilja sjá og hitta....

kær kveðja Skúli Bé

Skúli Baldursson (IP-tala skráð) 19.5.2013 kl. 00:34

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Á Dalvík" en ekki "í Dalvík".

Þorsteinn Briem, 19.5.2013 kl. 00:36

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sá sem "kommentaði" á BBC kallaði hann "Sexy Jesus".......................

Jóhann Elíasson, 19.5.2013 kl. 10:30

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það  skal tekið fram að það var ekki hún Helga mín sem kallaði upp yfir sig: "Jesús, hvað hann er flottur!"

Ómar Ragnarsson, 19.5.2013 kl. 13:06

7 identicon

e

e (IP-tala skráð) 19.5.2013 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband