Hinir "frumstæðu" og "vanþróuðu" þjóðflokkar.

Þegar Evrópubúar komu til Ameríku uppgötvuðu þeir það, sem við köllum "frumstæða" og "vanþróaða" indíánaþjóðflokka.

Þessir vesalingar leituðust við að horfa sjö kynslóðir fram í tímann þegar þeir ákváðu hverju sinni hvernig nýta skyldi gæði jarðarinnar. 

Þeir töldu sig ekki hafa burði til að sjá lengra fram en um það bil 200 ár,  en á móti kom, að við hver kynslóðaskipti, féll elsta kynslóðin frá og við það færðist viðmiðið einni kynslóð lengra fram í tímann.

Þessir "vanþróuðu" og "frumstæðu" þjóðflokkar lifðu þar með í samræmi við kröfur Ríósáttmálans 1992 um sjálbæra þróun, það er, nýtingu jarðarinnar gæða án rányrkju. Kröfur, sem við undirrituðum að hlíta en höfum nær ekkert farið eftir.   

Berum þetta nú  saman við kröfur hins "háþróaða" samfélags okkar. Nú er eina ferðina enn verið að setja saman stjórnarsáttmála, sem horfir fjögur ár fram í tímann. Mikil framsýni þar.  

Höfð er hliðsjón af sjónarmiðum "aðila vinnumarkaðarins". Þau sjónarmið miðast við næstu kjarasamninga, þ. e. eitt til tvö ár. Framsýnin er í tímalengd aðeins 1% af framsýni "vanþróuðu" indíánanna. 

Valdamennirnir gera þá einu aðalkröfu að hagvöxtur aukist upp í 3,5% hið snarasta. Þessi krafa er algild og víkur öllu öðru til hliðar. Annars verða allir svo óhamingjusamir.

Eða er það? Hagvöxtur síðustu 60 ár hefur víst verið slíkur að samsvarar því að hagkerfið okkar hafi tífaldast að minnsta kosti. Sjást þess einhver merki að vellíðan og hamingja okkar hafi tífaldast líka?

Ef gerð verður krafa um að hagkerfið tífaldist á hverjum 60 árum, verður það orðið þúsund sinnum stærra eftir sjö kynslóðir en það er nú. Er líklegt að afkomendur okkar eftir 200 ár verði þúsund sinnum hamingjusamari en við? 

Hinir "vanþróuðu" og "frumstæðu" indíánar hefðu auðvitað aldrei látið sér detta neitt slíkt í hug, vegna þess að þeir hefðu haft nógar upplýsingar til að sjá að auðlindirnar sem þeir lifðu á, væru víðsfjarri því að geta staðið undir slíkum kröfum.

Nú sjá ráðandi öfl í þjóðfélagi okkar engin ráð til að uppfylla kröfuna um tafarlausa hagvaxtarþenslu nema að ráðast í öflun 625 megavatta orku á annan tugs virkjana allt frá Reykjanestá austur í Skaftafellssýslu og upp á hálendið til þess að gefa 0,3 % íslensks vinnuafls atvinnu til frambúðar í einu stykki risaálveri.

Að vísu eiga 2% vinnuafls landsmanna að fást við virkjanaframkvæmdir fyrir álverið en það gleymist að þegar þeim lýkur eftir nokkur ár, verða þessi 2% vinnuaflsins atvinnulaus og margt af þessu fólki hefur þá vanrækt að mennta sig á dýrmætum æviárum.

Raunar sýnir reynslan af Kárahnjúkavirkjun, að mestallt vinnuaflið var innflutt og flutti síðan aftur úr landi. En það skiptir ekki máli í huga hinna "háþróðuðu" valdamanna, sem hugsa aðeins 1-4 ár fram í tímann og verða að uppfylla kosningaloforðin strax.

Og það skiptir heldur ekki máli þótt helmingur orkunnar, sem afla á, muni verða uppurin eftir nokkra áratugi og eftir standa ónýt og orkulaus svæði þar sem miklum náttúruverðmætum hefur verið fórnað.

Það eru bara "vanþróaðir" og "frumstæðir" þjóðflokkar sem pæla í slíku.   

 


mbl.is Vestrænt stjórnkerfi úrelt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verulega vanþróaður,
og vingull er hann Bjarni Ben.,
aldrei hryggur, aldrei glaður,
með alvarlega gölluð gen.

Þorsteinn Briem, 18.5.2013 kl. 08:37

2 identicon

Þá er nú fokið í flest skjól þegar menn hafa viðhlægendur eins og Steina Breim.

NN (IP-tala skráð) 18.5.2013 kl. 11:45

3 identicon

Ómar hvað fólkið sem vinnur í álverinu á Rf,það fékk vinnu vegna Kárahnjúka, það eru um 1000 manns sem hafa atvinnu í álverinu.Í þínum huga er þetta skítugt pakk.Við borgum gjöld til samfélagsins,förum ekki framá svartar greiðslur fyrir að skemta fólki.(ef skemtun skyldi kalla)Veist þú hvað ´Fjarðabyggð leggur mikið til í útflutningsverðmætuim?

Þrgrímur (IP-tala skráð) 18.5.2013 kl. 12:55

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þrgrímur",

Veist þú hversu mikil útflutningsverðmæti eru sköpuð á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi?

En þú heldur náttúrlega að engin útflutningsverðmæti séu sköpuð annars staðar en í Fjarðabyggð, til að mynda í Vestmannaeyjum, þar sem engin er stóriðjan og verður væntanlega aldrei.

Reykjavík er langstærsta útgerðarpláss landsins en hversu mikil útgerð er nú frá Reyðarfirði?!

Og væntanlega voru engin útflutningsverðmæti sköpuð á Reyðarfirði áður en álverið þar kom til sögunnar.

Íslendingar eiga ekki álverið í Reyðarfirði, sem er í eigu erlends stórfyrirtækis.


Álverið í Straumsvík
er á höfuðborgarsvæðinu en væntanlega er það einskis virði í þínum augum, hvað þá álverið og kísilmálmverksmiðjan í Hvalfirði eða væntanleg álver og kísilver í Helguvík, hvernig svo sem þau eiga að fá alla sína raforku.

Allt útflutningsverðmætið sem skapað er á höfuðborgarsvæðinu er einskis virði í augum sumra sem búa á landsbyggðinni en sjálfir eru þeir að sjálfsögðu gríðarlega mikilvægir fyrir alla Íslendinga og miklu mikilvægari en aðrir Íslendingar.

Og þjónustan í Fjarðabyggð er að sjálfsögðu einskis virði fyrir íbúana þar, til að mynda matvöruverslanir og bensínstöðvar. Og fiskiskipin, sem langflest eru smíðuð erlendis, þurfa að sjálfsögðu enga erlenda olíu.

Hvað þá að þúsundir Pólverja sem haldið hafa íslenskri fiskvinnslu gangandi í öllum eða nær öllum sjávarplássum landsins séu einhvers virði.

Landsvirkjun, og þar með Kárahnjúkavirkjun, er í eigu íslenska ríkisins, allra Íslendinga, og meirihluti þeirra býr á höfuðborgarsvæðinu.

Hafnir, brýr og vegir hérlendis eru greiddir af skattgreiðendum og meirihluti þeirra býr á höfuðborgarsvæðinu.

Íslenskir skattgreiðendur greiða þar að auki gríðarlega háa styrki til landbúnaðar á öllu landinu og meirihluti íslenskra neytenda býr á höfuðborgarsvæðinu.

Í Bretlandi eru íslenskar fiskréttaverksmiðjur og Bretar hafa unnið þar úr íslensku hráefni, rétt Íslendingar hafa unnið úr erlendu hráefni í álverunum hérlendis.

Raforkan
sem erlendu álfyrirtækin hér á Íslandi nota er hins vegar íslensk og til að framleiða hana þurfum við Íslendingar að taka tugmilljarða króna lán erlendis og greiða af þeim gríðarlega háa vexti í áratugi.

Þar að auki hafa Orkuveita Reykjavíkur og HS Orka verið rekin með miklu tapi.

Þorsteinn Briem, 18.5.2013 kl. 16:40

5 identicon

Þakk þér útúrsnúningana hér að ofan Ómar,nú fatta ég að Steini Briem og Ómar eru auðvitað sami maðurinn,það leynir sé ekki á skáldskapnum.Steini(ómar) ég var ekkert að tala um útgerð frá Reykjavík.það er hið besta mál að útflutningur skuli vera frá Reykjavík Vestmannaeyjum og fleiri stöðum.En þessi manísku skrif þín Ómar um Kárahnjúka,og andóf þitt við atvinnu uppbyggingu á landsbygðini eru orðin leiðigjörn.Ég hef ekkert á móti uppbyngju á atvinnu á SV horni ,Vestfjörðum.og á fleiri stöðum.Nú er væntanlega að taka við ríkisstjórn sem hefur það að markmiði að efla atvinnu, er það slæmt má Steini (ómar) eð er þetta ekki rétt.En Steini (ómar) þú getur þakkað mér að þú fékkst að sitja í stjórnlagaráði.

Þorgrimur S (IP-tala skráð) 18.5.2013 kl. 22:24

6 identicon

Eins gaman og það er nú að vera í frumbyggjaleik þá rífum við ekki samfélagið til grunna til að reisa indíánatjöld (calm down.. I´m not missing the point, man). Það kannski fylgir ekki sögunni hjá þér að téðir ættbálkar.. (téðir? fuck the skrúðmælgi.. segjum bara "þessir" ættbálkar), höfðu nokkrir það að sið að gera menn höfðinu styttri drottnum sínum til dýrðar. Það sagði við mig maður eitt sinn, sem hafði það að lífsviðurværi að kenna fólki að lifa af í óbyggðum, að fólk sem lítið hefur dvalið í villimörkinni hafi gjarnan einhverja Disney sýn á hvernig náttúran er. Þ.e. að hún sé okkur blíð og "vilji okkur vel". Svo er ekki. We built these cities for a reason, man (svo maður sletti nú aðeins).

Jæjah.. rakkið mig nú í spað. Vitnið gjarnan í heimspeking eða tvo í leiðinni.

Indíáni (IP-tala skráð) 19.5.2013 kl. 11:24

7 identicon

Þorgrímur, vá vinna 1000 manns þarna? Fyrir hvern? Íslendinga? nei þeir vinna fyrir ALCOA, rýndu nú aðeins aftur í sögu alcoa og hvaða efnaslys hafa komið fyrir, mútanir, taka á móti mútunum, aðalframleiðandi ál í hernað fyrir bandaríkjamenn! Ekki myndi ég selja sálu mína til að vinna fyrir þannig fyrirtæki! Og 1000 störf eru ekki mikið miðað við eyðilegginguna sem fór fram. Mér er drullu sama um reyðarfjörð það stendur allt meira og minna autt þar núna. Íbúðarverð búið að hrikfalla til að reyna draga að atvinnuafl sem virkar ekki. Og svo á eftir að leggjast niður allur Búfénaður í allavega 15 km radíus við þetta blessaða álver. Byggi þetta á þeim rökum að allur búfénaður í hvalfirði og melasveit er að leggjast niður því féið er komið með alvarlega flúromengun sem einkennist af ofvexti beina þar á meðal í kjálka sem gefur þeim skakt bit og þegar þau borða brjóta þau bein í kjálkanum, mmmm....... Og hvað kostuðu þessi 1000 störf? fyrir Íslendigna? erum notabene að selja orkunna í þetta á þrijðung verðsisn þannig getum ekki verið að græða mikið! hefðum alveg eins getað tekið þessa milljarði og hent því þessvegna í vegagerðinna og það hefði búið til fullt af störfum. Álver er alltof kostnaðarsamt miðað við skitin 1000 störf!

Andri (IP-tala skráð) 20.5.2013 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband