22.5.2013 | 12:14
"Hrein og endurnýjanleg orka" áfram orðin tóm?
"Fyrirmynd annarra þjóða í umhverfismálum." "Hrein og endurnýjanleg orka". Stór orð í stjórnarsáttmála.
Vonandi fylgja orðunum efndir, en til þess þarf meira en orðin tóm.
Það er búið að nota þau aftur og aftur í áratugi á sama tíma en skuldbindingar okkar í Ríósáttmálanum um sjálfbæra þróun og að náttúran njóti vafans hafa verið að engu hafðar.
Á síðasta hálfum öðrum áratug hefur verið virkjað álíka mikið afl í gufuaflsvirkjunum og nemur allri orku virkjananna á Þjórsár- Tungnaársvæðinu.
Því er blákalt haldið fram að orkan sé "hrein og endurnýjanleg" þótt settar séu niður þær forsendur að hún endist í aðeins 50 ár. Það heitir rányrkja á Íslensku.
Með Eldvarpavirkjun á að stytta líftíma svæðisins Svartsengi-Eldvörp niður fyrir 40 ár!
Barnabörnum okkar er ætlað að standa uppi síðar á þessari öld og ráða fram úr afleiðingum græðgi okkar, ónýtum virkjanasvæðum og eyðileggingu náttúruverðmæta.
Það á að vera hægt að nýta jarðvarmann svo hann endist betur, en þá þarf gerbreytingu á orkunýtingarstefnunni sem nú beinist að því að halda áfram að umturna náttúruverðmætum á fullri stóriðjuhraðlestarferð.
"Hreina orkan" er þess eðlis að loftgæði á höfuðborgarsvæðinu standast ekki lágmarkið, sem sett er í Kaliforníu svo mánuðum skiptir á hverju ári og fara hvað eftir annað niður fyrir íslensk heilsuverndarmörk.
Ekki er að sjá að faghóparnir, sem gerðu rammaáætlun, hafi áttað sig á því að loforðin um að koma í veg fyrir mengun frá gufuaflsvirkjunum í mati á umhverfisáhrifum þeirra urðu einskis virði.
Nú á samkvæmt stjórnarsáttmálanum hins vegar að hengja sig á álit faghópanna sem eins konar guðsorð til þess að geta haldið áfram hernaðinum á hendur náttúruundra Mývatnssveitar og Reykjanesskagans.
Þótt reynt væri í fyrri valdatíð Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að nota umhverfisráðuneytið sem eins konar þjónustustofnun fyrir iðnaðar- og landbúnaðarráðuneytin var umhverfisráðuneytið þó sjálfstætt að nafninu til og hafði sinn sérstaka ráðherra.
Í ljósi þeirrar reynslu hringir það bjöllum að nú eigi það að vera undirráðuneyti hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.
Komandi ríkisstjórn á að dæma af verkum hennar. Vonandi verða þau góð og því ástæða til að óska henni velfarnaðar. En þá þurfa efndir að fylgja loforðum.
Verðbólguskot verði leiðrétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
jamm, svo mátti líka heyra þann skilning Sigmundar að það væri nánast skylda í stóra heimsorkusamhenginu að virkja sem mest af þessarri endurnýjanlegu hreinu (og að því er virðist óendanlega miklu) orku...
Haraldur Rafn Ingvason, 22.5.2013 kl. 12:47
Barnabörnum okkar er ætlað að standa uppi síðar á þessari öld og ráða fram úr afleiðingum græðgi okkar, ónýtum virkjanasvæðum og eyðileggingu náttúruverðmæta. Eða barnabörnum okkar er ætlað að standa uppi síðar á þessari öld og horfa á ósnortna Íslenska náttúru í heimsóknum sínum til gamla landsins.
Sjálfur reikna ég með frekari landflótta á komandi áratugum og rýrnandi lífsgæðum og el mín börn upp miðað við það.
Stefán (IP-tala skráð) 22.5.2013 kl. 12:54
Ætli "ósnortin náttúra" sé nú ekki mun meira virði en "ónýt virkjanasvæði", hvað varðar tekjur og útgjöld íslenska þjóðarbúsins til lengri tíma litið, fegurð náttúrunnar og almenn lífsgæði hérlendis.
En sjálfsagt hefur "Stefán", sem gapir hér að ofan, skorið bæði lærin af kerlingu sinni og stungið þeim í ofninn.
Finnst hún fallegri þannig og barnabörnin ánægðari, graðgandi í sig lærin.
Þorsteinn Briem, 22.5.2013 kl. 14:13
"Morgunútvarpið hefur fjallað um brennisteinsvetni í andrúmloftinu i vikunni, það er að segja mengun frá Hellisheiðarvirkjun sem berst yfir íbúðabyggð - til dæmis á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta getur valdið fólki óþægindum og til dæmis eru vísbendingar um að sala á astmalyfjum aukist í kjölfarið á mengunartoppum frá virkjuninni.
En brennisteinsvetni hefur áhrif á fleira, meðal annars er ýmiss konar tækjabúnaður viðkvæmur fyrir þessari mengun - til dæmis rekja tæknimenn í Útvarpshúsinu margvíslegar bilanir til þessa."
Brennisteinsvetni skemmir tæki
Þorsteinn Briem, 22.5.2013 kl. 14:19
"Ef geisla- og DVD-spilarar hætta skyndilega að virka og skruðningar heyrast í hljómflutningstækjum heimilisins má ef til vill rekja bilunina til brennisteinsmengunar.
Sama mengun veldur því að jólasilfrið hefur undanfarin ár verið ansi svart.
Brennisteinsmengun í andrúmslofti hefur aukist á höfuðborgarsvæðinu frá því að jarðvarmavirkjanir voru teknar í gagnið á Hellisheiði árið 2006.
Brennisteinsvetni myndar nýtt efnasamband þegar það kemst í snertingu við silfur þannig að það fellur á málminn."
"Algengt er að þetta sé ástæðan þegar komið er með biluð raftæki í viðgerð, segir Arnar Sigurður Hallgrímsson, rafeindavirki hjá Sjónvarpsmiðstöðinni."
"Arnar segir dæmi um það að fólk komi með sömu tækin aftur og aftur vegna þessa vandamáls."
Brennisteinsvetni skemmir hljómflutningstæki
Þorsteinn Briem, 22.5.2013 kl. 14:26
Árið 2005 var gefinn út bæklingurinn Ísland örum skorið, sem sýndi hvernig Ísland myndi líta út ef fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir yrðu að veruleika og í honum birtist þessi mynd hér fyrir neðan, í örlítið breyttri útgáfu. Líkurnar á þessari glæsilegu framtíðarsýn - eða þannig - hafa stóraukist með hinni nýju stjórn.
Myndin er tekin af heimasíðu Andra Snæs Magnasonar.
http://www.andrisnaer.is/frettir/2013/05/graen-ganga-1-mai/
Theódór Norðkvist, 22.5.2013 kl. 15:38
Stefán spáir landauðn í landi þar sem þegar er framleidd fimm sinnum meiri orka en þjóðin þarf til eigin nota og er með einhvern mesta straum erlendra ferðamanna á hvern íbúa sem þekkist í nokkru landi.
Nei, það verður landauðn nema allt verði virkjað fyrir sex risaálver í eigu útlendinga, sem flytja gróðann úr landi, og gefa aðeins 2% vinnuafls þjóðarinnar atvinnu.
Ómar Ragnarsson, 22.5.2013 kl. 19:07
""Barnabörnum okkar er ætlað að standa uppi síðar á þessari öld og ráða fram úr afleiðingum græðgi okkar,""
Það eina sem barnabörnin þurfa að gera Ómar er að bora nýja holu í nágrenni við þá gömlu til að fá meiri orku. Það er líka líklegt að það muni kosta þau mun minna en það sem það kostar núverandi kynslóðir vegna tækniframfara.
það sem verra er, er að það er ekki víst að það verði til markaður fyrir orkuna því alltaf styttist jú í aðra ódýra hreina orku með nýrri tækni.
Ef við ætlum að geyma virkjunnarsvæði sem eru hagkvæm núna þá er líklegt að þau verði aldrei virkjuð því það er ekki víst að þau verði ennþá hagkvæmur kostur í framtíðinni.
Jarðvarmaorka er ekki takmörkuð auðlynd í skilningi okkar manna.
Þeir sem halda öðru fram gera það á þeim fosendum að ef það þarf að bora nýjar og dýpri holur til að ná í orkuna eftir einhvern tiltekin tíma þá sé verið að ganga á auðlindina.
það má líkja jarðhitasvæði við rafgeymir sem hlaðin er með sólarsellu. Ef tekið er meira af geyminum en sellan hleður minkar orkan á geiminum þangað til að hann verður tómur og þá verður að gef honum frí þangað til hann hefur aftur náð hleðslu. Það þýðir samt ekki að sólaorka sé takmörkuð orkuauðlynd, bara að geimirinn varð tómur en hann hleðst aftur, og á meðan má bara nota næsta geymir.
Sama gildir um jarðhitasvæðin, bergið í þeim er geimirinn, kvikan undir er sólinn og varmstreymið úr kvikunni í bergið er sólarsellan.
Guðmundur Jónsson, 22.5.2013 kl. 19:12
"Bora nýja borholu í nágrenni við þá gömlu". Kynntu þér nú frekar málin eitthvað, Guðmundur, en að kasta svona fram. Kynntu þér forsendur gufuaflsvirkjananna og staðreyndir varðandi virkjanasvæðiðin.
Gufuaflsvirkjanir eru reistar á afmörkuðum svæðum þar sem undir hefur fundist háhitahólf eða geymir.
Dæmi um slíkt er sameiginlegt orkuhólf undir Svartsengi og Eldvörpum. Það hólf mun klárast á innan við 40 árum miðað við núverandi áframhald mála. Þá verður búið að bora allar þær 15 til 20 borholur, sem hægt er að bora á svæðinu.
Þá verður ekki hægt að halda áfram með því að fara alltaf í nýtt og nýtt "nágrenni".
Á Þeystareykjum er ætlunin að gera 15 borplön fyrir enn fleiri holur og að það jarðhitasvæði verði klárað á 50 árum. Ekki hægt að halda áfram með því að fara út fyrir svæðið.
Nesjavallasvæðið er þegar byrjað að dofna og í öllum skýrslum vísindamanna er ekki gert ráð fyrir að virkjanir á Hellisheiðarsvæðinu endist nema í 50 ár.
En menn eins og Guðmundur afneita þessum staðreyndum blákalt og telja greinilega að þeir viti miklu meira um þetta en vísindamennirnir, sem þeir segja samt á hátíðarstundum að séu í fararbroddi á þessu sviði í heiminum.
Ómar Ragnarsson, 23.5.2013 kl. 10:24
Varðandi sólarselluna þá er það svo að þær rannsóknir, sem hafa verið gerðar hér á landi benda til þess að þegar jarðhitahólfið hefur verið tæmt þurfi að bíða í minnst heila öld, en yfirleitt lengur en það, þangað til vatn verði búið að streyma inn að nýju og hólfið búið að ná fyrri orku.
Hvað eiga afkomendur okkar að gera í þessa öld eða aldir á meðan beðið er eftir að svæðin jafni sig?
Af hverju má ekki fara það hægt í sakirnar að endingin verði samfelld? Svarið er einfalt: Græðgin og tillitsleysið gagnvart komandi kynslóðum er svo mikil.
Ómar Ragnarsson, 23.5.2013 kl. 10:28
Sennilega var Magma málið með stærri mistökum ríkisstjórnar Jóhönnu, mun alvarlegra og afdrifaríkara en Icesave. Að koma ekki í veg fyrir að kanadíski braskarinn næði að kaupa stóran hlut í Orkuveitu Suðurnesja. Með aðkoma þessa aðila er allt sett í botn til að „mjólka“ sem mest af orku á Suðurnesjum og eiginlega á öllum Reykjanesskaganum. Þarna var verið að læða inn aðila sem mun koma til að gera meira ógagn en gagn. Nú ætlar þessi ríkisstjórnarnefna að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum: koma Umhverfisráðuneytinu fyrir í skúffu í Landbúnaðarráðuneytinu og endurskoða Rammaáætlun. Það merkir í huga þessara aðila að fleygja henni á öskuhaug sögunnar. Ætli verði ekki gefin rannsóknarleyfi í Brennisteinsfjöllum og fleiri stöðum sem hafa fengið þá stöðu að vera friðuð svæði fyrir orkuvinnsludraugnum mikla.
Nú eru 51% þjóðarinnar sem kusu þessa sérkennilegu „Broskallastjórn“ en hin 49% fengu aðeins 40% þingsæta! Sennilega verður þegar mikið málþóf á þingi enda hefur Framsóknarflokkurinn á liðnu kjörtímabili lagt línurnar: vera á móti öllu sem kemur Flokknum ekki að gagni sem og bröskurunum.
Við verðum að hefja nýja Búsáhaldabyltingu til verndar náttúru landsins gegn frekari eyðileggingu og rán yrkju!
Bestu kveðjur.
Guðjón Sigþór Jensson, 23.5.2013 kl. 10:50
""Þá verður ekki hægt að halda áfram með því að fara alltaf í nýtt og nýtt "nágrenni". ""
Þetta er röng fullyrðing. það verður alltfa hæg en það þarf þá ef til vill að bora dýpra og hugsanlega dæla niður vatni.
""En menn eins og Guðmundur afneita þessum staðreyndum blákalt og telja greinilega að þeir viti miklu meira um þetta en vísindamennirnir, sem þeir segja samt á hátíðarstundum að séu í fararbroddi á þessu sviði í heiminum.""
Þetta er líka rangt er sammála því sem kemur fram hjá þeim sem fjallað hafa um þessi mál á vísindalegum og tæknilegum forsendum. Ég hef átt ágæt samstarf við suma þeirra. Þú virðist hins vegar annð hvort ekki skilja það sem þeir setja fram eða kýst að túlka það á einhver undarlegan veg sem hentar stefnu öfgafullra græningja.
""Af hverju má ekki fara það hægt í sakirnar að endingin verði samfelld? Svarið er einfalt: Græðgin og tillitsleysið gagnvart komandi kynslóðum er svo mikil.""
Þetta má alveg túlka á þennan veg en það má líka halda því fram að þetta sé ábyrðalaust og ekki áhættunnar virði að geyma orkuna því það er ekki endilega líklegt að þessi orka verði söluvara eftir 50 eða 100 ár.
Guðmundur Jónsson, 23.5.2013 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.