Af sem áður var.

Í árgangnum, sem útskrifaðist sem stúdentar frá M.R. 1960 voru innan við hundrað manns og stúdentar á öllu landinu innan við 200. Við vorum síðasti kreppuárgangurinn, þ.e. þeir sem komu undir fyrir breska hernámið 10. maí 1940. Á árunum fyrir stríð voru árgangarnir mun minni en síðar varð og sennilega ekki tilviljun að ömmur mínar og afar í báðum ættum áttu aðeins tvö born hvort par. 

Stúdentarnir voru lítið hlutfall af 1940 árganginum, vel innan við 10%. 

Næsti stúdentaárgangur á eftir var að mig minnir 50% fjölmennari sem og allir árgangar þar á eftir, sem á Íslandi myndu líklega falla undir hugtakið "the baby boom generation", kynslóð sem kom mun seinna í öðrum löndum þegar hagkerfi heimsins rétti úr kútnum tveimur áratugum síðar. 

Það hefur oft verið sagt að íslenskt þjóðfélag hafi verið minna stéttskipt en önnur á síðustu öld, en samt er ekki laust við að þessi tiltölulega litli hluti hvers árgangs fram eftir öldinni hafi að sumu leyti verið eins konar forréttindahópur af því að hann var ekki stærri en þetta. 

Stúdentsprófið opnaði dyrnar að háskólanámi, sem hlutfallslega miklu færri stunduð þá en nú, þannig að sérstaðan hélst áfram. Nú er þetta, sem betur fer, breytt.

Á þessum tíma var verktæknin það skammt á veg komin að mjög stór hluti þjóðarinnar vann störf sem enga sérstaka framhaldsmenntun þurfti til. Þjóðfélagið komast sem sé af án þess að stór hluti hennar þyrfti að mennta sig neitt sérstaklega. 

Verkalýðshreyfingin starfaði í samræmi við þetta og höfuðáherslan hjá henni var að tryggja kjör verkafólks og ófaglærðra.

Nú er þetta gjörbreytt en verkalýðshreyfingin er enn svolítið föst í hinu gamla horfi. 

Þannig er það nú básúnað að miklar virkjanaframkvæmdir verði að vera í gangi til að skapa þúsundir starfa hverju sinni, en gleymist að síðast, þegar slíkt komst í hámark, voru 80% vinnuaflsins fengin frá útlöndum, og að slíkar framkvæmdir, sem þarfnast margra ófaglærðra, geta verið dragbítur en ekki akkur. 

Því að þegar framkvæmdunum lýkur verða þessar fjögur þúsundir, sem fengu tímabundin störf, atvinnulausir, útlendingarnir fara úr landi, og stór hluti Íslendinganna sem fengu vinnu, hefur kannski hætt við að mennta sig, en það er einmitt slíkt sem verður að forðast eins og hægt er í nútímaþjóðfélagi, sem vill vera samkeppnisfært við aðrar þjóðir. 

Fyrr eða síðar munu menn standa frammi fyrir því að ekki verður hægt að virkja meira, og hvað gera menn þá? 

"Það verður verkefni þeirrar kynslóðar, sem þá er uppi" var svar Finns Ingólfssonar við þessari spurningu minni fyrir rúmum árarug. 

Sem sagt, veltum sem mestu af "skómigu"-hegðun okkar yfir á afkomendur okkar. 

 


mbl.is Aldrei fleiri stúdentar og doktorar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sic transit gloria mundi, mætti segja,
svo mjög er breytt frá því sem áður var.
Og Sjálfstæðis- var hér frægur flokkur,
sem fólksins merki hreint og tigið bar.

En minning hans mun lifa ár og aldir,
þótt allt hans starf sé löngu fyrir bí.
Á gröf hins látna blikar bensíntunna
frá Bjarna Ben. í Enn einum Company.

Þorsteinn Briem, 27.5.2013 kl. 13:41

2 identicon

Er ekki óþarfi af jafn snjöllu skáldi að snúa út úr verkum annarra?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 27.5.2013 kl. 16:01

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég þakka hrósið, Þorvaldur S.

Þorsteinn Briem, 27.5.2013 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband