"Vér einir vitum".

Þetta voru orð einvaldskonunganna forðum tíð þegar þeir tóku ákvarðanir. Þeir töldu sig hafa fengið völd sín frá Guði almáttugum og áttu land og þjóð.  "Ríkið, það er ég" sagði Frakkakonungur. 

Hér á landi hljóma svipuð ummæli hjá landeigendum og þeirra fólki. "Landið, það er ég." "Öll rök hníga að því sem ég segi." Engin mótrök eru til.  "Vér einir vitum".  


mbl.is Öll rök hníga að virkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sauðir enn á Suðurlandi,
seint þeir vitrir held ég verði,
Andskotans þeir enn á bandi,
en apinn fór úr Hveragerði.

Þorsteinn Briem, 27.5.2013 kl. 14:55

2 identicon

Það vantar ekki raforku á Íslandi í dag.

Eina haldbæra ástæðan til að reisa fleiri virkjanir er hagnaður af raforkusölu og tekjur af auðlindagjaldi.

Helstu talsmenn virkjana hjá B&D nefna hinsvegar aldrei þessi tvö lykilihugtök. -Þeim virðist ekki mjög umhugað um arðsemi þessara framkvæmda.

Þeir sem tala fyrir virkjunum án þessara lykilhugtaka eru einfaldlega ekki marktækir og virðast koma að þessum málaflokki með líkum hætti og rakalausum og óútreiknanlegum trúarbrögðum.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 27.5.2013 kl. 16:43

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Minni á lokaorð ráðstefnu Ísor fyrir helgi: Spurning úr sal: Hver eru viðbrögð ræðumanns við þeirri niðurstöðu minni, að við fáum 20 mills fyrir orku, sem kostar okkur 40 mills að framleiða? Svar ræðumanns: "Þetta er rétt." Ráðstefnunni síðan slitið. Allir ánægðir.

Ummæli fjármálaráðherra í dag um að leitað verði til Landsvirkjunar til að útvega álveri í Helguvík orku eyðilagði í einu vetfangi samningsstöðu HS orku, en samningaviðræðum hennar við Norðurál er ekki lokið.

Nú vita forráðamenn Norðuráls að Landsvirkjun muni selja þeim orku á því verði sem kaupandinn vill borga, sama hvað það verði lágt, því að samningsstaða Lv er að dómi forstjórans vonlaus þegar einn stór kaupandi á að fá alla orku sem fáanleg er og aðrir komist ekki að.

Af hverju lá svona mikið á að eyðileggja samningsaðstöðu HS orku?

Rökrétt svar hlýtur að vera, að það liggi svo óskaplega mikið á knýja stóriðjuhraðlestina af stað að orkuverðið muni ekki skipta neinu máli.

Ekki frekar en 1995 þegar stóriðjufyrirtækjum heimsins var boðin ódýrasta orka í heimi með "sveigjanlegu mati á umhverfisáhrifum.!

Það er ekki bara komið árið 2003. Það virðist vera svo að árið 1996 sé runnið upp á ný, árið þegar 12 ára stjórnarseta núverandi stjórnarflokka hófst með þeim afleiðingum, sem af henni hlutust 2008.

Ómar Ragnarsson, 27.5.2013 kl. 19:12

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Áhrif kísilgúrvinnslu á fæðukeðju Mývatns:

Ferskt set myndar undirstöðu fæðukeðjunnar í Mývatni.


Vatnið er grunnt og í stormi gruggast mikið af slíku efni upp og berst um vatnið með straumum. Efsta lag botnsins er því mjög hreyfanlegt.

Botninn er flatur og gruggið sest því nokkuð jafnt til um allt vatnið þegar vindinn lægir. Setið gagnast því lífverum hvarvetna í Mývatni.

Þegar gryfja er gerð í vatnsbotninn hefur setið tilhneigingu til að safnast í hana og nýtist ekki lífríki vatnsins.

Í Ytriflóa, þar sem botnsetinu er dælt nú, hefur botngerðin breyst.

Nýmyndað set skolast sífellt af grynnri svæðum út á hin dýpkuðu en þyngsta setið, þ.e. sandur, situr eftir. Því er nú sandlag á botninum þar sem leðjubotn var áður.

Ef dælt yrði úr Syðriflóa hefði það líklega víðtæk áhrif á lífríki alls vatnsins."

  Fæðukeðja Mývatns

Fleiri skýringarmyndir


Áhrif kísilgúrvinnslu á fæðukeðju Mývatns

Þorsteinn Briem, 31.5.2013 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband