Damoklesarsverð betra orð ?

"Snjóhengjan" svonefnda var strax komin til sögunnar síðustu árin fyrir Hrun þótt menn kysu að láta sem hún væri meinlaus og raunar afar jákvætt fyrirbæri að erlendir menn vildu fjárfesta í íslenskum krónum. 

Ég minnist þess að hafa notað orðið "Damoklesarsverð" sem líkingu, ógn, sem hengi yfir okkur og yrði erfitt að fjarlægja, því hættan á mistökum væri sú að það félli í höfuð okkar.

Líkingin á svo vel við, því að Damokles skipti um sæti við Dýonisus af því að hann hélt það fylgdi sæti hans svo mikil gæfa og heppni. 

Hann komst að öðru, því að í einu hrosshári yfir sætinu hékk hárbeitt sverð. 

Líklegra var þetta réttari líking en snjóhengjan hvað snertir það að ekki væri gefið, að sverðið þyrfti að falla, ef rétt væri og nógu snemma brugðist við, en það gerði Damokles með því að fara aftur í sitt fyrra sæti.

Snjóhengjulíkingin er hins vegar réttari hvað varðar það að snjóhengjur stækka oft.

Kannski væri réttast að tala um stækkandi Damoklesarsverð? 

 


mbl.is Snjóhengja ekki rétta orðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sami gamli mörlenski "þetta-reddast-einhvern-veginn" hugsunarhátturinn.

Stundum reddast það en stundum ekki.

En þegar það reddast eru Mörlandarnir að sjálfsögðu heimsins mestu snillingar.

Þorsteinn Briem, 28.5.2013 kl. 00:10

2 identicon

Annað hvort stórskáldið

Steini Breim eða Ómar, held að  það sé sanmi maðurinn

Öfgar fylla Ómars heim,

 okkur ráð vill kenna.

 Lygahrærings lastabreim,   (steini breim)

 lekur úr hans penna..

Með kveðju úr Fjarðabyggð

Þorgrimur S Þ (IP-tala skráð) 28.5.2013 kl. 19:48

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er von að þú skrifir hér undir dulnefni, Þorgrímur S Þ, þar sem S Þ stendur fyrir sauðaþjófur.

Þorsteinn Briem, 29.5.2013 kl. 02:56

4 identicon

Þú skalt passa þig Steini Breim,ef ég er sauðaþjófur væri kanski ráð að ræna einum sauð, Steina Breim.Ps ég skrifa ekki undir dulnefni

Þorgrímur S Þ (IP-tala skráð) 29.5.2013 kl. 19:30

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enginn maður heitir Þorgrímur S Þ og það er því að sjálfsögðu dulnefni.

Þorgrímur S Þ hefur því engin lagaleg réttindi á þessu bloggi.


Ég gæti því fullyrt hér að Þorgrímur S Þ sé margdæmdur barnaníðingur, án þess að Þorgrímur S Þ gæti gert nokkuð í því.

Hins vegar hefur margoft komið hér fram að ég heiti Þorsteinn Briem og er eini maðurinn í heiminum sem heitir því nafni.

Þorsteinn Briem, 29.5.2013 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband