30.5.2013 | 15:04
Þarf fræðslu um ofursterk ljós.
Ég minnist þess enn þegar ég uppgötvaði sólina í fyrsta sinn. Ég var fjögurra ára og hafði farið með öðrum krökkum og fullorðnu fólki út á túnið, sem var fyrir austan gatnamót Samtúns og Nóatúns.
Ég lá í sumarhitanum undir heiðum himni í grasinu og fór að horfa beint upp í sólina og minnist þess hvernig ljós hennar virtist koma eins og sjóðheitar bylgjur inn í augu mín.
Mörgum árum síðar var mér sagt frá því, að ef ég hugsanlega hefði ég stórskaðað sjónina ef ég hefði horft einhverjum sekúndum lengur svona inn í hana.
Börn eru forvitin og stundum áköf í að uppgötva fyrirbrigði tilverunnar.
Ég held að þörf sé á að þau séu frædd um hætturnar, sem geta fylgt því að horfa inn í ofurskær ljós, hvort sem það er hið stærsta og skærasta, sólin sjálf, eða sakleysilegir leysibendar.
13 ára missti sjón eftir leysibendi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég á svipaða upplifun um að uppgötva Tunglið, að taka það inn að það var hnöttur og næsta upplifun var Snæfellsjökull séð frá Reykjavík.
Ásgeir Rúnar Helgason, 30.5.2013 kl. 20:00
Til er saga af frægri þjóðsagnapersónu, Magnúsi sálarháska, sem hélt tíkinni sinni og lét hana horfa á sólina þar til hún var orðin blind.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 31.5.2013 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.