4.6.2013 | 10:17
Orðin góðu vön.
Síðan um aldamótin erum við Íslendingar orðnir svo góðu vanir varðandi hlýtt veðurfar að komi einn og einn mánuður eins og maí í vor, finnst okkur þetta vera harðindi. Þó voru aðeins fyrstu dagar mánaðarins kaldari en í meðalári.
Til dæmis um þessa kuldatilfinningu landans hefur að sjálfsögðu verið gert mikið veður út af snjóþyngslum á landinu og Fljótin í Skagafirði nefnd sem gott dæmi um það, svo að halda mætti að þau hafi verið alger einsdæmi.
Í fróðlegri úttekt Trausta Jónssonar veðurfræðings nýlega kom hins vegar fram að á síðari hluti aldarinnar sem leið voru svona snjóþyngsli alvanaleg og furðu marga máímánuði var alhvít jörð í Fljótum allan mánuðinn og maí því vetrarlegri þau árin en hann hefur verið nú.
Sum árin eftir 2000 hafa allir mánuðir viðkomandi árs verið hlýrri en í meðalári.
Þessa fyrstu daga júní er afar hlýtt. Þannig er tveggja stiga hiti í 3000 metra hæð og frostleysið í meira en 30 metra vindi á sekúndu nær 1000 metra upp fyrir hæsta tind Íslands, Hvannadalshnjúk.
Í slíku veðri er afar mikil og ör snjóbráðnun á öllu hálendinu.
Kaldasti maí í Reykjavík frá 2005 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Trausti Jónsson, sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum á Veðurstofu Íslands, segir að í grunninn hafi hlýindin síðastliðin 15 ár haldið áfram.
Norðanáttin sem leikið hafi suma landshluta grátt í vetur hafi verið hlýrri en venjulega og þar af leiðandi úrkomusamari.
Í rauninni megi því segja að hlýindin hafi orsakað snjóþyngslin fyrir norðan og austan, eins undarlega og það kunni að hljóma.
"Norðanáttin er samt aldrei hlý, hún er kaldasta áttin, en hefur verið hlýrri en venjulega og óvenjulega ríkjandi," segir Trausti.
Þar sem snjóþyngslin hafi verið mikil bráðni snjórinn hægt, þrátt fyrir að farið sé að hlýna.
Á meðan tún séu ennþá hvít endurkastist sólarljósið af þeim og snjórinn bráðni því síður en um leið og fari að glitta í jörð gangi bráðnunin hraðar fyrir sig."
Hlýindi valda snjóþyngslum
Þorsteinn Briem, 4.6.2013 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.