Eins og búast mátti við.

Í dag hefur verið fyrsti alvöru hlýindadagur sumarsins og hitinn komist í 13 stig í Básum á Goðalandi, sem er aðeins fyrir innan vöðin á Krossá og í svipaðri hæð. 

Ef bílstjórar og fararstjórar í skólaferðalaginu, sem sagt er frá í fréttum mbl.is, hefðu hringt í veðurstofusímann 9020600 og valið númer 5, hefði símsvarinn þar sagt þeim þegar í stað, að uppi í 1500 metra hæð (5000 fetum)  sem er 20 metrum hærra en Mýrdalsjökull, væri bálhvasst og sex stiga hiti. 

Um jökulinn, sem Krossá kemur úr, flæddi sem sé heitt loft sem sá til þess að allur snjór á jöklinum væri í örri bráðnun og nóg af snjónum eftir veturinn.  

Af sjálfu leiddi að ef það ætti að vera 100% öruggt að komast klakklaust yfir ána þyrfti að draga viðkomandi farartæki til öryggis alla leið, því að fyrstu alvöru vatnavextirnir væru á fullu.

Festa strax taug úr rútunni yfir í öflugt dráttartæki, áður en farið væri út í ána.  

Þegar farið er yfir ána í þessum ham verður að aka eins mikið og unnt er niður ána í sömu átt og straumurinn liggur til þess að láta strauminn hjálpa bílnum og koma í veg fyrir að hann velti honum eða hamli för hans.

Ekki er svo að sjá á myndinni, sem fylgir fréttinni, að það hafi verið gert, heldur ekið þvert á strauminn.  

Það sem gerðist var nákvæmlega það sem búast mátti við.  


mbl.is Skólabörn festust í Krossá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Áður en lagt er í ferð á ávallt að gera ferðaáætlun og skilja eftir hjá einhverjum sem þú vilt að bregðist við ef þú skilar þér ekki á réttum tíma.

Slíkt eykur öryggi allra ferðalanga og getur lágmarkað tjón ef slys verður.

Ferðaáætlun ætti alltaf að innihalda eftirfarandi upplýsingar:

  • Dagsetningu ferðar, brottfarartíma og áætlaðan komutíma
  • Nöfn ferðalanga og símanúmer eða önnur fjarskiptatæki
  • Gististaðir (GPS staðsetningar) og aðra stærri viðkomustaði
  • Helsta búnað ferðalanga
  • Varaáætlun, ef forsendur breytast hvað ætla ferðalangar að gera
Slysavarnafélagið Landsbjörg býður tvenns konar þjónustu:

Annars vegar geta ferðamenn fyllt út sína ferðaáætlun hér, sett þar inn helstu atriði, sent tengilið áætlunina og ef óhapp verður liggja fyrir upplýsingar um ferðaáætlun hjá björgunarsveitum.

Þetta eykur öryggi ferðalanga og styttir viðbragðstíma björgunarsveita.

Ekki er fylgst með að ferðamenn skili sér á umræddum tíma, heldur er það tengiliðs að gera slíkt og hafa þá samband við lögreglu og björgunarsveitir í gegnum 112.

Hins vegar Tilkynningaþjónustu ferðamanna sem hugsuð er fyrir stærri og viðameiri ferðir. Þá mæta ferðamenn á skrifstofu félagsins og fylla með starfsmanni út ferðaáætlun og farið er í gegn um búnað viðkomandi.

Fylgst er sérstaklega með því að ferðamenn skili sér á umræddum tíma."

Slysavarnafélagið Landsbjörg - Ferðaáætlun

Þorsteinn Briem, 6.6.2013 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband