Óheppilegar styttingar á ummælum og útdrættir úr þeim.

"Þeir eru ekkert velkomnir hingað" er fyrirsögn fréttaviðtals við fyrirliða íslenska landsliðsins um komu slóvenda landsliðsins til Íslands og ber þess ekki merki að fólk gæti orða sinna sem skyldi, það er blaðamaðurinn, sem tekur viðtalið.

Fyrir þá, sem ekki lesa fréttina frekar, heldur bara fyrirsögnina, ber hún keim af dónaskap og ruddamennsku sem á lítið skyld við íþróttamannslaga framkomu.   

Þegar viðtalið er hins vegar lesið kemur í ljós að að Aron Einar Gunnarsson segir Slóvenana ekket vera velkomna hingað til að taka hér þrjú stigrt, og það hljómar auðvitað miklu skár, þótt orðalagið sé klaufalegt.

Dæmi um ófullkkominn og misvísandi útdrátt úr viðtali fyrir næstum tveimur vikum var það, hvernig ummæli voru höfð eftir Sigmundi Davíð Gunnlaussyni úr viðtalsþætti í útvarpi.

Aðeins var slegið upp þeim hluta þeirra sem "seldi best", það er þsegar hann agði að nær allar athugasemdir við rammaáætlun hefðu verið ein og sama athugasemdin.

Þetta var eins og blaut tuska framan í þá 225 sem sendu inn umsagnir til verkefnisstjórnarinnar, sem umsagnaraðilar höfðu lagt mikla og vandaða vinnu í, svo sem félagasamtök, sveitarstjórnir og fyrirtæki.

Síðan líður heil vika og þá fyrst upplýsir Sigmundur Davíð um það, að hann hefði rætt talsvert lengur um málið í þættinum og þessi ummæli hans hefðu aðeins verið um ákveðna "fjölfaldaða" tölvupósta, sem sendir voru þingnefdum og þingmönnum. Þar að auki hefði hann látið jákvæð ummæli falla í þættinum um þátttöku sem flestra.  


mbl.is Aron Einar: Þeir eru ekkert velkomnir hingað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Malaví býður Íslendingum þróunaraðstoð í fótboltanum

3.10.2012:


"Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA gaf í morgun út nýjan heimslista fyrir októbermánuð en á listanum er landsliðum heimsins raðað eftir árangri og getu.

Athygli vekur að íslenska landsliðið hoppar upp um 21 sæti á nýja listanum og skipar nú 97. sæti listans."

93. Tógó
94. Kongó
95. Óman
96. Malaví
97. Ísland

98. Líbería
99. Mósambík
100. Súdan
101. Katar

Íslenska landsliðið í 97. sæti á heimslista FIFA - Upp um 21 sæti

Þorsteinn Briem, 7.6.2013 kl. 02:30

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í keppninni um Landslagið hafði ég eftir aðstandendum keppninnar að hún væri komin til að vera og stóðst ekki mátið að birta þessa fyrirsögn í Mogganum:

Landslagið er komið til að vera


Landslagið var hins vegar lagt niður skömmu síðar.

Þorsteinn Briem, 7.6.2013 kl. 02:57

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég er réttur og sléttur ræfill,
já, ræfill, sem ekkert kann.
Ég hélt þó hér forðum, að guð og gæfan
myndi gera úr mér afbragðs mann.

Ef til vill framsóknarfrömuð,
því fátt er nú göfugra en það,
og ef til vill syngjandi sjálfstæðishetju
með saltfisk í hjartastað.

(Steinn Steinarr - Ræfilskvæði)

Þorsteinn Briem, 10.6.2013 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband