Gamla lögreglusamþykktin aftur í gildi ?

Í æsku hafði ég gaman af að lesa þágildandi lögreglusamþykkt Reykjavíkur, sem var talsvert á eftir tímanum, því að í henni voru eins og eftirlegukiindur nokkrar greinar um ríðandi vegfarendur. 

Fannst mér fyndið að sjá orðalag eins og "bannað er að ríða...svona og svona.

En þær greinar hefðu raunar ekki átt við hestinn, sem var til vandræða í Ártúnsbrekku í morgun, því að enginn var reiðmaðurinn.

 

 

 

 


mbl.is Búið að handsama hestinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjallar eins og liðið lík,
liggja undir öllum,
riðið var í Reykjavík,
af risastórum böllum.

Þorsteinn Briem, 7.6.2013 kl. 17:43

2 Smámynd: Már Elíson

Það situr samt eftir hvernig hægt er að "handsama" hest....Allavega hef ég bara heyrt (og séð)

að mannfólk sé handsamað. Ekki veit ég nú allt. Alltaf er maður að læra eitthvað í lífinu.

Már Elíson, 7.6.2013 kl. 21:16

3 identicon

Sæll Ómar

Gamaldags og ekki gamaldags!!! Ég sakna þess t.d. að enn skuli ekki standa í lögreglusamþykkt Reykjavíkur: „Bannað er að aka eða ríða hraðar en á hægu brokki og í þéttbýli getur lögreglan ákveðið að aðeins skuli farið fet fyrir fet.“

Mér þætti flott að hafa þetta ennþá inni í lögreglusamþykktinni. Ég lærði þetta svona þegar ég var í lögregluskólanum í den. Þetta á enn við, t.d. í Austurstræti ef menn færu þar um ríðandi með eða án hestvagns.

Snorri Sigurjónsson (IP-tala skráð) 7.6.2013 kl. 23:58

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Svo var í gömlu lögreglusamþykktinni að baða sig eða synda við bryggjurnar! Í þá daga voru böð vandamál og óvíða unnt að þrífa af sér skítinn!

Guðjón Sigþór Jensson, 8.6.2013 kl. 22:33

5 identicon

Já strákar, svona er lífið.

Það er heldur ekkert grín að vera laganna vörður. Við getum þurft að taka hart á því sem útaf ber og þá er eins gott að hafa einhvern stafkrók sem réttlætir inngrip valdsins þegar einhver hittir ekki mjóa veginn, akandi ríðandi syndandi eða eitthvað.

Snorri Sigurjónsson (IP-tala skráð) 9.6.2013 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband