"Hrein og endurnýjanleg orka þar. En hér?"

Þessi bloggfærsla er tengd frétt á mbl.is um nýtingu vindorku, sem er "hrein og endurnýjanleg orka".  

Fyrsta bloggfærsla á þessari bloggsíðu fyrir sex árum fjallaði um hina "hreina og endurnýjanlegu orku", sem við Íslendingar gumum af að framleiða í gufuaflsvirkjunum en er í raun rányrkja af áður óþekktri stærð.

Síðan þá hefur á þessum  síðum látlaust verið bent á það í myndum og máli, hvernig við Íslendingar svíkjum ekki aðeins skuldbindingar okkar í Ríósáttmálanum um sjálfbæra þróun, heldur ástundum bæði skipulega þöggun um rányrkju okkar og rangar en síendurteknar fullyrðingar okkar um "hreina og endurnýjanlega orku", allt á kostnað komandi kynslóða og með stórfelldum náttúruspjöllum, þar sem er ráðist er að mesta verðmæti landsins, einstæðri náttúru þess.

Ofan á þetta bætist orkusölustefna sem er galin að mati orkumálastjóra og forstjóra Landsvirkjunar, að ráðstafa fyrirfram allri orku stórra landshluta eða jafnvel hálfs landsins til eins stórs orkukaupenda og koma sér þar með í þá vonlausu samningsaðstöðu að fæla aðra orkukaupendur frá og verða að selja orkuna á því smánarverði sem stóri erlendi orkukaupandinn krefst.

Nú berast tíðindi af því að Hellisheiðarvirkjun sé víðsfjarri því að geta enst í 50 ár eins og stefnt var að og í ofanálag auglýstur sá staðfasti vilji stjórnvalda að bæta bara í og dúndra risaálveri niður sem þarf 625 megavött.

Málið er einfalt. Það er stefnt að enn verra Hruni en varð í fjármálum 2008 vegna þess að þá stóðu að málum ungir oflátungar sem töldu sig vera búnir að finna upp nýja tegund viðskiptalögmála.

Nú er hins vegar heiður bestu vísindamanna okkar í húfi, - manna, sem eru sannanlega í forystu á sínu sviði í í heiminum og geta borið hróður þjóðarinnar víða um lönd með því að aðstoða aðrar þjóðir við að beisla jarðvarma.

Með taumausri græðgi hefur verið valtað yfir varúðarreglur og vitneskju þessara vísindamanna á þann stórfellda hátt, að þegar hið óhjákvæmilega Hrun kemur verður það svo miklu meira áfall fyrir heiður og viðskiptavild íslenskrar þjóðar en fjármálahrunið var.  


mbl.is Gagnaver Google knúið með vindorku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nesjavallavirkjun.

Þrýstingur fellur einnig jafnt og þétt undir Nesjavallavirkjun.

Hraði þrýstingslækkunarinnar tvöfaldaðist þegar virkjunin var stækkuð úr 60MW í 120MW. Ef þrýstifallið heldur áfram með sama hraða má búast við að drepa þurfi á fyrstu vél eftir 20 ár.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 10.6.2013 kl. 12:08

2 identicon

Djöfull er maður feginn að vera bara hálfur Íslendingur. Hvílíkt safn náttúruníðinga fynnst hvergi. Fiskamorðingjar og jöklabræðarar. Svei Skamm.

kukli (IP-tala skráð) 10.6.2013 kl. 12:40

3 identicon

Taktu nú Hemma .ér til fyrirmyndar og hættu þessu andskotasns bölsóti. það er flott fólk að taka við af algjöru rusli og bjartsýni býr nú með flestum. Hættu þessu andskotans niðurrifi andskotans.

khs (IP-tala skráð) 10.6.2013 kl. 12:58

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðmundur Ingólfsson rafvirki: "Og nú hefst ballið aftur með sömu fyrirhyggjunni og var."

Þorsteinn Briem, 10.6.2013 kl. 13:08

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.6.2013 (í dag):

"Uppsett afl Hellisheiðarvirkjunar er 303 megavött (MW) og hún framleiddi á fullum afköstum til síðustu áramóta en getur nú mest framleitt 276 megavött.

Vísindamenn Orkuveitu Reykjavíkur
(OR) áætla að afköst virkjunarinnar muni falla um sem jafngildir sex megavöttum á ári að meðaltali.

Allt bendir til of hraðrar uppbyggingar virkjunarinnar.
"

Hellisheiðarvirkjun langt undir væntingum og getu

Þorsteinn Briem, 10.6.2013 kl. 14:00

6 identicon

Gummi Ingó var vanur að dlöflast í okkur að ganga í Framsokn þegar            Rugbrauðsgerðin og unglingastarf Ólafs Ragnars stóð sem hæst

Gengunm fyrst inn og motmæltum innrásinni í tékko fyrst ég með fánann og ólafur í midjunni.

kukli (IP-tala skráð) 10.6.2013 kl. 14:00

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er ekki bara orkugjafinn það er öll mengunin en ég er mikið búinn að skoða þetta og það eru nokkrar greinar á síðu minni. Mig minnir að á sýnum tíma hafi ég reíkna út miðað við upplýsingar sem voru að finna á síðu OR að það voru minnst 20 ton að koltvísýring við 400MW Ég segi 20 ton  en veit að það er ekki minna. Fyrir utan þetta þá eru öll efnin sem falla frá og bæði í jarðvegin og loftið. Þetta var vitað áður en byrjað var á hellisheiða virkjunni. Það má líka minnast á að skjálftahrynurnar eru þekktar í bandaríkjunum þar sem þeir dæla niður vatni til þess að reyna að losna við mengun. Sagði ekki einhver að Íslendingar hefðu funduð upp gufuna og niðurdælingu.:-)

Valdimar Samúelsson, 10.6.2013 kl. 16:10

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útstreymi árið 2007 (CO2-ígildi í þúsundum tonna) og hlutfallsleg breyting frá árinu 1990:

Iðnaður og efnanotkun
1.845 +64%,

samgöngur
1.017 +67%,

sjávarútvegur
650 -18%,

landbúnaður
534 -7%,

úrgangur
254 +41%,

rafmagn og hiti
182 +48%,

samtals
4.482 +32%.

Ál:


"Útstreymi vegna álframleiðslu jókst úr 569 þúsund tonnum árið 1990 í 978 þúsund tonn árið 2007, eða um 72%."

Járnblendi:


Útstreymi vegna framleiðslu járnblendis jókst
úr 205 þúsund tonnum árið 1990 í 393 þúsund tonn árið 2007, eða um 91%."

Samgöngur:


"Útstreymi frá samgöngum árið 2007 skiptist í útstreymi vegna innanlandsflugs (2%), strandsiglinga (6%) og vegasamgangna (92%).

Í heildina jókst útstreymi frá samgöngum úr 608 þúsund tonnum árið 1990 í 1.017 þúsund tonn árið 2007, eða um 67%.

Útstreymi frá innanlandsflugi minnkaði
lítillega á tímabilinu en útstreymi vegna strandsiglinga jókst um 1%.

Útstreymi frá vegasamgöngum jókst
hins vegar um 81% frá 1990 til 2007 eða úr 517 þúsund tonnum í 934 þúsund tonn."

Sjávarútvegur:


"Útstreymi frá sjávarútvegi skiptist árið 2007 í útstreymi frá fiskiskipum (87%) og fiskimjölsverksmiðjum (12%).

Í heildina jókst útstreymi frá sjávarútvegi frá 1990 til 1996 en hefur farið minnkandi síðan. Útstreymið var mest árin 1996 og 1997 þegar mikil sókn var á fjarlæg mið."

Landbúnaður:


"Útstreymi frá landbúnaði minnkaði um 6,7% á milli 1990 og 2007. Rekja má þessa minnkun til fækkunar búfjár. Nokkur aukning varð árin 2006 og 2007 miðað við árin á undan og má rekja þá aukningu til aukinnar notkunar tilbúins áburðar."

Úrgangur:


"Útstreymi vegna meðferðar úrgangs skiptist í útstreymi vegna frárennslis og útstreymi vegna urðunar, brennslu og jarðgerðar úrgangs. Útstreymi jókst um 41% frá 1990 til 2007.

Sem hlutfall af heild innan geirans árið 2007 var útstreymi vegna urðunar um 80%, frárennslis um 9%, brennslu um 11% og jarðgerðar 1%."

Orkuframleiðsla:


"Útstreymi gróðurhúsalofttegunda vegna orkuframleiðslu árið 2007 skiptist í útstreymi vegna jarðhitavirkjana (83%) og útstreymi vegna notkunar eldsneytis til rafmagns- og hitaframleiðslu (17%).

Heildarútstreymi frá orkuframleiðslu jókst
úr 123 þúsund tonnum árið 1990 í 182 þúsund tonn árið 2007, eða um 48%.

Aukning frá jarðhitavirkjunum vegur þar mest
en útstreymi frá jarðhitavirkjunum jókst úr 67 þúsund tonnum í 152 þúsund tonn á tímabilinu."

Nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda hér á Íslandi, sjá bls. 30-36

Þorsteinn Briem, 10.6.2013 kl. 16:25

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Útstreymi brennisteinsvetnis (H2S) frá Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun var rúmlega 28 þúsund tonn árið 2012."

"Brennisteinsvetni er jarðhitalofttegund sem berst upp á yfirborðið frá jarðhitasvæðum og sérstaklega við nýtingu háhitasvæða.

Í miklum styrk er brennisteinsvetni hættulegt.

Dæmi eru um að við jökulhlaup tengd jarðhita undir jökli hafi vísindamenn verið hætt komnir við upptök hlaupanna.

Einnig starfsfólk virkjana og þarf að gæta sérstakrar varúðar, ekki síst í lokuðum rýmum þar sem lofttegundin getur safnast fyrir.

Mannsnefið er næmt fyrir brennisteinsvetni og nemur auðveldlega brennisteinsvetni niður í
7-15 míkrógrömm efnisins í hverjum rúmmetra andrúmslofts en sjö míkrógrömm eru sjö milljónustu úr grammi.
"

Brennisteinsvetni - Orkuveita Reykjavíkur (OR)

Þorsteinn Briem, 10.6.2013 kl. 17:07

10 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Steini þetta er miklu verra en ég hélt.Getur þú vísað á þessa skýrslu. Kv V

Valdimar Samúelsson, 10.6.2013 kl. 17:15

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.4.2013:

"Eins og komið hefur fram á mbl.is gaf Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis út skýrslu í mars síðastliðnum um mælingar á brennisteinsvetni í Kópavogi.

Í niðurstöðu heilbrigðisnefndarinnar segir að vaxandi styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti á höfuðborgarsvæðinu sé áhyggjuefni en langtíma áhrif lágs styrks brennisteinsvetnis á heilsufar hafa lítið verið rannsökuð.
"

Kópavogur lýsir yfir áhyggjum af loftgæðum

Þorsteinn Briem, 10.6.2013 kl. 17:15

13 Smámynd: Sigurður Antonsson

Hættið nú. Brennisteinsmengun og áhrif á náttúruna er óþekkt stærð.

Tölurnar sem Steini Briem nefndir vekja óhug. Affallið frá Hverahlíð er líka vandræðabarn veitunar. Orkuveitan hefur enga lausn nema að minnka orkuframleiðslu og það vita ábyrgir stjórendur hennar.

Það þýðir líka aukið álag á borgarbúa og þá sem eru í viðskiptum við Orkuveituna. Jón Gnarr stærir sig af að hafa bjargað efnahag Orkuveitunnar með því að auka álögur á borgarbúa. Með fráveitu, vatnsveitu og með öðrum gjöldum. Neytendur vita fæstir hve gríðarlegar þessar álögur eru.

Fréttablaðið í dag kemur með allgóða úttekt á ástandinu. Sýnir hvað blaðamenn geta gert. Steini Briem er hér líka að dæla út upplýsingum. Margt vissum við fyrir og hefur verið bent á en ísjakinn er að mestu neðan sjávar.

Í síðustu viku gekk ég um Hellisheiðina og sá gufuleiðslurnar um allar trissur. Vegi og ruðningar. Búið var að banna umferð hér og þar, nær allstaðar. Alveg eins gott ef bennisteinsmengunin er skaðleg. Engin ástæða er til bjartsýni.

Sigurður Antonsson, 10.6.2013 kl. 21:22

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er beðinn um að hætta þessu "niðurrifi" en styðja í staðinn "uppbygginguna" sem felst í því að láta þessa virkjun drepast niður á mettíma, ausa brennisteinseitri yfir höfuðborgina og sjá til þess að tap Orkuveitunnar aukist úr 2 milljörðum á ári í tugi milljarða.

Ómar Ragnarsson, 10.6.2013 kl. 22:58

15 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ein hliðin á brennisteinsmenguninni er hraðari eyðing á zinkhúð þakklæðninga. Pétur Sigurðsson verkfræðingur fékk starfsstyrki að rannsaka þessi mál en ekki veit eg til þess að einni einustu krónu hafi verið eytt í þetta á undanförnum árum enda ekki talin þörf á að rannsaka neikvæð áhrif jarðhitavirkjunar. Brennisteinn er heldur ekki talinn hafa góð áhrif á heilsufar hvorki manna né dýra. Svo þegja menn til að firra sig ábyrgð: Lítil og helst engin vitneskja um skaðsemi, eykur líkurnar á að unnt sé að halda heimskunni sem lengst að kjósendum.

Því miður er ekki hægt að lækna heimskuna enda ekki þekkt nein viðurkennd aðferð til þess.

Guðjón Sigþór Jensson, 12.6.2013 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband