Minnir á viðureign Eiríks Jónssonar og Gunnars Jónassonar.

Samskipti þáttarstjórnanda og viðmælanda í Sunday Politics hjá BBC í morgun eru ekki einsdæmi.

Að minnsta kosti minna þau mig á svipaða viðureign sem Eiríkur Jónsson átti í vinsælum spjallþætti sínum á Stöð 2 hér um árið, en það var oftast tveggja manna tal.

Eiríkur hafði stundum þann hátt á að greina stuttlega frá því upphafi hverju viðmælandinn héldi fram og ef viðmælandinn var ekki alveg sáttur við skilning Eiríks og var að mögla, nýtti Eiríkur sér það að hann hafði síðasta orðið með því að líta einn fram í myndavélina í lokin og segja: "....segir Jón Jónsson, sem jafnframt segir....." o.s.frv.

Við slíku áttu viðmælendur yfirleitt engin svör, af því að myndavélinni var beint að Eiríki einum og þetta voru lokaorðin í þættinum.

Þetta klikkaði þó einu sinni og það var afar skemmtilegt að horfa á það.

Eiríkur kynnti viðmælanda sinn, Gunnar Jónasson, sem er hefur tekið nokkur háskólapróf og gott ef ekki atvinnuflugmannsréttindi líka.

Gunnar er sérkennilegur um margt, til dæmis í skoðunum, og því hugði Eiríkur vafalaust gott til glóðarinnar að nýta sér það.

En hefði kannski átt að hafa varann á gagnvart manni, sem þrátt fyrir að hjóla um borgina á reiðhjóli og binda bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamenn, hafði óvenjulega mörg háskólapróf.

Eiríkur byrjaði á að kynna Gunnar og skoðanir hans, og heimfærði ákveðin ummæli um Evrópusambandið upp á Gunnar; - "....hingað er kominn Gunnar Jónasson, sem segir um Evrópusambandið að....." o.s.frv.

En þá brá svo við að Gunnar vildi alls ekki samþykkja þessa lýsingu Eiríks á skoðunum sínum og andmælti henni. En Eiríkur vildi ekki sleppa honum svona billega af króknum og fór samtal þeirra aftur og aftur út í það að Eiríkur hélt fram meintri skoðun Gunnars, en Gunnar andmælti því.

Í lokin var svo komið að hinu óhjákvæmilega, að Eiríkur ætti síðasta kveðjuorðið; þegar hann leit beint fram í myndavélina eftir að Gunnar hafði lokið máli sínu, og sagði: "...segir Gunnar Jónasson, sem heldur því fram um ESB að...."

En lengra komst hann ekki, því að Gunnar var nú staðinn upp, hallaði sér ákveðið fram og inn í sjónsvið myndavélarinnar og sagði:  "...nei, þessu hef ég aldrei haldið fram."

Og lauk þar þættinum.  


mbl.is Viðmælandi missti sig í beinni útsendingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viggó Jörgensson

Var þetta dr juris Gunnar Jónsson ?

Viggó Jörgensson, 11.6.2013 kl. 11:56

2 Smámynd: Jack Daniel's

Man eftir þessum þáttum Eiríks og verð að segja eins og er, að annar eins skíthæll og drulluháleistur hefur aldrei síðan verið þáttarstjórnandi í sjónvarpi hér á landi.

Jack Daniel's, 11.6.2013 kl. 13:14

3 identicon

Krusi96

Axelsson (IP-tala skráð) 11.6.2013 kl. 18:07

4 identicon

6

Axel solvi axelsson (IP-tala skráð) 11.6.2013 kl. 18:10

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar minn. Krabbameini er því miður stráð með skipulögðum hætti, (af lyfjamafíunni,) og það er svo sorglegt, að ég þoli mjög illa að skynja þennan hrylling.

Ég fer aldrei í krabbameins-eftirlit, því ég treysti ekki því eftirliti.

Afsakið, ef athugasemdin passaði ekki við fréttina.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.6.2013 kl. 21:07

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er bara einn Íslendingur sem hefur tekið þessi háskólapróf og gráður og einnig flugmannspróf og er alveg eins líklegur til að vera doktor. Mig minnir endilega að hann heiti Gunnar Jónasson frekar en Gunnar Jónsson.

Ómar Ragnarsson, 11.6.2013 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband