Sá er vel að þessu kominn !

Það gleður mig mjög að fornvinur minn Gunnar Eyjólfsson fái löngu verðskuldaða viðurkenningu fyrir stórkostlegt ævistarf sitt og þá fyrirmynd, sem hann hefur verið öllum þeim, sem vilja reyna að lifa góðu og árangursríku lífi.

Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Gunnari á ferðum okkar á héraðsmót um allt land fyrir rúmlega hálfri öld og fá að njóta vináttu hans, hjálpsemi, hlýju og mikilla mannkosta.

Síðar ánægjan af að vinna með honum í leikhúsi og verða vitni að því, hvernig þessi mikli listamaður gat lyft sér upp um heilan klassa frá aðalæfingu til frumsýningar þar sem jafnt meðleikarar sem áhorfendur sátu sem þrumu lostnir yfir frammistöðu hans.

Lífsleikni Gunnars, úthald og það, hvernig honum hefur jafnvel vaxið ásmegin á sama tíma sem aðrir leggja hendur í skaut vegna aldurs hefur sett öllum takmark til að keppa að.

Ég sendi Gunnari og hans nánustu innilegar hamingjuóskir með viðurkenninguna, sem honum hefur hlotnast.


mbl.is Gunnar Eyjólfsson heiðraður fyrir ævistarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband