Sérkennilegt aðalatriði fréttar.

Fjórhjól geta verið það þung að fólk, sem veltir þeim og verður undir þeim getur slasast alvarlega. Slys á Skagaströnd er enn eitt dæmi um þetta og ástæða til að óska stúlku, sem varð fyrir því góðs bata eftir það.

Slysið var að því leyti öðruvísi en flest bílslys að stúlkan setti fótinn í jörðina þegar hún ók fjórhjólinu og hann festist í afturhjólinu. 

En það er sérkennilegt að gera eignarhald hjólsins að aðalatriði fréttarinar um þetta, þ. e.  að stúlkan hafi sjálf átt fjórhjólið, því að oftast eiga knapar hjóla þau sjálfir.

Mun sjaldgæfara er að fólk verði undir eða velti hjólum annarra.  

Fyrirsögnin og aðalatriði frásagna af slysum þætti til dæmis sérkennilegt ef sagt væri "féll af eigin hesti", eða "velti eigin bíl."

Ein af algengum afleiðingum þess að nota ekki bílbelti er sú, að ökumenn kastast út úr bílunum og verða undir þeim og stórslasast við það eða hljóta jafnvel bana.

Slíkar fréttir eru hörmulegar og nógu stórar og alvarlegar, að það er ekki aðalatriði þeirra hver á bílinn. Skrýtið fyndist mér að sjá slíka frétt þar sem aðalatriðið væri þetta: "Varð undir sínum eigin bíl."


mbl.is Varð undir sínu eigin fjórhjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Varð undir sínum eigin bíl." væri skrítin frétt því oftast lendir fólk undir annarra manna bílum. Þetta er frávik frá norminu sem húmoristum þykir skondið eins og til dæmis "Maður bítur hund".

Espolin (IP-tala skráð) 14.6.2013 kl. 11:46

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég skildi fréttina einfaldlega þannig að stúlkan varð undir fjórhjólinu sem hún ók. Það er ekki þar með sagt að hún eigi það sjálff.

Ágúst H Bjarnason, 14.6.2013 kl. 16:25

3 identicon

Ekki missa af því að þessi pistill er bara smá meinhæðni. Auðvitað er málið að hún varð undir hjólinu sem hún ók sjálf en léleg notkun á íslensku býr til allt aðra merkingu. Fyrir utan lélega íslensku má nú líka gagnrýna mbl.is fyrir að reyna að gera einhvern brandara úr þessu með sniðugum titli.

Bjarki (IP-tala skráð) 14.6.2013 kl. 17:20

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiginkona Ásmundar,
aldrei var nú konan hans,
ekkert þar því út af bar,
í örmum var hún píparans.

Þorsteinn Briem, 14.6.2013 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband