Hvaða tónlist fellur undir hugtakið "þjóðmenning" og hver ekki?

Menn lenda alltaf í vandræðum þegar á að fara að draga menningarstrauma í dilka og segja að sumir þeirra séu "þjóðmenning" og aðrir ekki.

Þegar ný myndlistarstefna fór sigurför um heiminn rétt fyrir stríð datt Jónas frá Hriflu í þann pytt að draga línur á milli listaverka undir áhrifa frá þessum straumum og eldri listaverka í nátúralistiskum stíl.

Notaði meira að segja opinbera fjármuni til þess að berjast gegn þeim.  

Þetta var háll ís. Í Þýskalandi var svipað í gangi en offorsið þó vitaskuld margfalt meira.

Þegar sagt er að tónlist íslenskra tónskálda hafi fallið undir lýsinguna "frumleg, íslensk "þjóðmenning" allt fram undir miðja síðustu öld, er það að mínu mati mikill misskilningur.

Íslensk tónskáld á þessum tíma voru undir miklum áhrifum, sem komu hingað að mestu frá Evrópu og oft frá Þýskalandi í gegnum Danmörku.

Ég tek stundum tóndæmi. Syng fyrstu átta takta þýska þjóðsöngsins en skipti síðan beint yfir í síðustu átta takta verðlaunalagsins "Yfir voru ættarlandi" og í ljós kemur að þetta er næstum því sama lagið, því að margir heyra jafnvel ekki þegar skipt er á milli laga !  

Og Íslendingar sungu lagið til dýrðar baráttu fyrir frelsi og lýðræði þegar lýðveldið var stofnað 1944 á sama tíma og herlið á Íslandi barðist við Þjóðverja!

Enginn neitar því að tónskáld blús-jass-kántrí- og rokkkynslóðarinnar eins og Magnús Eiríksson, Gunnar Þórðarson og fleiri hafi verið undir miklum áhrifum frá bandarískri afró-amerískri tónlist.

Mér dettur samt ekki augnablik í hug að halda öðru fram en að þessi tónlist falli undir íslenska þjóðmenningu þótt aðrir geri það ekki, og að margir hafi hneykslast ógurlega þegar tónlist af þessum toga var fyrst spiluð á Íslandi.  


mbl.is „Líka til kleinur í Póllandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru Vafnings viðskipti Bjarna Ben hluti af íslenskri þjóðmenningu? Vissulega ekki, en hinsvegar sterkur þáttur í ómenningu kleptokratanna fyrir sunnan.

Eru Kögunar-innherja-viðskiptin hluti af menningararfi þjóðarinnar, nei, hinsvegar einkennandi fyrir ómenningararf Maddömunnar.

Er þjóðremba og opportunismi forsetaræfilsins einkennandi fyrir innbyggjara? Góð spurning.

Brynjar Nielsson,  júristi, ætlar greinilega að fara í hlutverk Árna Johnsens, að vera “þorpsfífl” alþingis. Ekki er nú metnaðurinn mikill. Skoðanir hans eru ekki aðeins ævintýralega afturhaldssamar, heldur áberandi kjánalegar. Sem sagt, enn einn kúltúrlaus sauður, enn einn júristi á okkar lága alþingi.

Hví eru menn að kjósa svona fogla. Hvað er eiginlega að innbyggjurum?

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.6.2013 kl. 16:05

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

21.8.2011:

"Til að veita mér aðhald og í þágu vísinda ætla ég að birta þyngdarmælingu á mánudögum næsta mánuðinn.

Byrjunarstaða: 108 kg.
"

Lokastaða: 150 kg.


Íslenski kúrinn - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Þorsteinn Briem, 13.6.2013 kl. 16:35

3 identicon

"Ís fyrir alla, mamma borgar"

Skuggi (IP-tala skráð) 13.6.2013 kl. 17:46

4 Smámynd: Trausti Jónsson

Sæll Ómar. Ég held að Yfir voru ættarlandi eftir Sigfús Einarsson hafi aldrei hlotið nein verðlaun. Það er miklu eldra en lýðveldishátíðin og Sigfús reyndar fallinn frá fyrir fimm árum þegar hátíðin var haldin. Mig minnir að lagið hafi fyrst birst rétt upp úr aldamótunum 1900. Verðlaunalög og textar 1944 voru Land míns föður (Þórarinn Guðmundsson - Jóhannes úr Kötlum) og Hver á sér fegra föðurland (Hulda - Emil Thoroddsen). Þetta breytir auðvitað ekki skemmtiatriði þínu - það er jafngott eftir sem áður.

Trausti Jónsson, 13.6.2013 kl. 18:40

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hvenær sem þetta var samið - þá er þetta alveg sláandi líkt. Hann hlýtur að hafa heyrt þýska lagið, eða austurríska, og meðvitað eða ómeðvitað verið undir áhrifum af því.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.6.2013 kl. 02:31

6 identicon

Nú er ég svolítið hissa, Ómar. Þú segir um Magga Eiríks og Gunna Þórðar:

„Enginn neitar því að ....... Magnús Eiríksson, Gunnar Þórðarson og fleiri hafi verið undir miklum áhrifum frá bandarískri afró-amerískri tónlist.

Mér dettur samt ekki augnablik í hug að halda öðru fram en að þessi tónlist falli undir íslenska þjóðmenningu....“

En þú segir líka:

„ Þegar sagt er að tónlist íslenskra tónskálda hafi fallið undir lýsinguna "frumleg, íslensk "þjóðmenning" allt fram undir miðja síðustu öld, er það að mínu mati mikill misskilningur.

Íslensk tónskáld á þessum tíma voru undir miklum áhrifum, sem komu hingað að mestu frá Evrópu og oft frá Þýskalandi í gegnum Danmörku.“

Hvewr er munurinn?

Kv,

Diddifiðla

Sigurður Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 14.6.2013 kl. 07:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband