Gengur hægt víða á landsbyggðinni.

Það er vafalaust rétt og satt að bætt fjarskipti, tilkoma netsins og allur sá pakki hafi jafnað aðstöðu landsbyggðar og þéttbýlisins á suðvesturhorninu. En á ferðalögum um landið kemur þó enn talsverður munur í ljós. 

Einkum er áberandi hve margfalt hægar öll vinnslan gengur á stórum svæðum á landsbyggðinni þótt í orði kveðnu eigi að vera jafngóð aðstaða til allrar vinnslu.

Þetta á sérstaklega við þegar unnið er í 3G sambandi.  

Ekki veit ég hvað veldur þessu, en þetta er afar bagalegt, því að afköstin á netinu við facebook, tölvupósta og blogg, eru grálega langdregin.

Ég hefði haldið að hægt væri í þessari mikilvægu tækni að jafna aðstöðuna og vona að það verði gert.  


mbl.is Öll sveitin sambandslaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í íslenskum sveitum hefur orðið mikil afturför á síðastliðnum áratugum.

Þegar ég kom fyrst í Skíðadal, sem nú er í Dalvíkurbyggð, var þar ekkert rafmagn og því síður sjónvarp, sem voru töluverð viðbrigði frá Bonanza í Kanasjónvarpinu í Reykjavík.

Ómar Ragnarsson
fór hins vegar mikinn í útvarpinu.

Svarthvítt sjónvarp
kom nokkrum árum síðar í dalinn og jafnvel börn grétu sig i svefn á kvöldin ef þau misstu af gömlum körlum ræða þar í klukkutíma um gamla tíma í þáttunum Maður er nefndur.

Mikil "snjókoma" var þó á sjónvarpsskerminum, þannig að menn urðu að geta sér til um útlit þess sem þar var reynt að sýna hverju sinni.

Sjónvarpsskermurinn fékk síðar heitið sjónvarpsskjár, þar sem orðið skermur þótti ekki nógu fínt í þessu samhengi, enda framsóknarmenn fjölmennir í sveitum landsins.

Orðið mengun var hins vegar ekki til ennþá og því engin mengun í landinu.

Fjöldinn allur af danskættuðum orðum voru hins vegar í tungumálinu í þessari afskekktu byggð, til að mynda fornemaður, og tæpast færri en enskættuð orð í því máli sem nú er talað víðast hvar hér á Íslandi.

Síma"númerið" í Hlíð í Skíðadal var tvær stuttar, allir í dalnum gátu hlerað samtölin og enginn var að sjálfsögðu farsíminn.

Greitt var fyrir vörur og þjónustu með seðlum og mynt, eða menn fengu skrifað í kaupfélaginu á Dalvík, engin voru greiðslukortin og því síður Internetið.

Og þar af leiðandi engin ástæða til að kvarta.

Enda kvartaði enginn.


Bonanza Theme Song


Danismernes indtogt og skæbne i islandsk

Þorsteinn Briem, 4.7.2013 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband