Viðbrigði frá fundum stjórnlagaráðs.

Það er ekki nema von að Freyja Haraldsdóttir undrist það að vera í nánast tómum þingsal þegar rædd eru mikilsverð málefni. Á fundum stjórnlagaráðs var yfirleitt hvert sæti skipað á sambærilegum fundum og þó voru þar engir varamenn og því eru viðbrigðin mikil fyrir hana.

Starfið var skipulagt þannig í stjórnlagaráði að á meðan á fundum ráðsins stóð voru ekki nefndarfundir á sama tíma.

Nú kann það að vera að málafjöldinn hjá Alþingi sé slíkur, að Alþingismenn verði að velja á milli nefndafunda og sameiginlegra funda, sem haldnir séu á sama tíma. En á móti kemur að Alþingi fær hverju sinni fjögur ár til umráða til þess að framkvæma helstu stefnumál sín og starfar mestallt árið, en stjórnlagaráð hafði aðeins fjóra mánuði til umráða.

Og ákvæði stjórnarskrárinnar snerta öll svið þjóðlífsins og íslenskra laga.

Freyja er að byrja að upplifa átakapólitíkina og skotgrafahernaðinn, sem blasaða hefur við landsmönnum á þingi. Þar hefur því miður verið of mikið um það að stríðandi fylkingar reyni að rífa niður fyrir andstæðingunum í stað þess að stunda samvinnu sem laði fram lausnir, þar sem nýtt er það besta sem hver hefur fram að færa og samkomulag næst um.

Sumir gera lítið og slíku og tala um að fundinn sé "lægsti samnefnari" með slíkri aðferð. Í einstaka tilfellum kann það að henda en yfirleitt skilar uppbyggilegt og heiðarlegt samstarf betri árangri en kraftapólitík.


mbl.is Freyja undrast tóman þingsal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á þingi oft er lítið líf,
og langtum minna yndi,
en þar er mikið karp og kíf,
hjá konum sofa myndi.

Þorsteinn Briem, 5.7.2013 kl. 13:20

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

20. gr. Nefndarfundi skal ekki halda þegar þingfundur stendur yfir.

Frá þessu má þó víkja ef nefndarmenn samþykkja og forseti hreyfir ekki andmælum."

Lög um þingsköp Alþingis nr. 55/1991

Þorsteinn Briem, 5.7.2013 kl. 14:18

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þetta er dæmigert um þöggunina í samfélaginu. Íhaldsmenn allra flokka telja sum mál vera svo lítilsverð að engin þörf sé á að leggja hlustir við hvað þá svo ekki sé nema fyrir kurteysis sakir að sýna tilhlýðilegan áhuga fyrir því sem málshefjandi hafi fram að færa. Það er ekki á hverjum degi sem heyra má málstað þeirra sem minna mega sín á Alþingi Íslendinga. Því miður eru fulltrúar gróðaaflanna þar fyrirferðameiri en hinna sem kalla á félagslegt réttlæti sem vonandi flestir eru sammála. 

Guðjón Sigþór Jensson, 5.7.2013 kl. 19:02

4 identicon

Alþingi í núverandi mynd er tímaskekkja. Óskilvirk samkunda fólks sem er ekki sérfræðingar í einu einasta málefni sem þau véla um. Þau eru sérfræðingar tilgreindra eða ótilgreindra hagsmuna sem sjaldnast eru tengdir almannahagsmunum.  Á sama hátt var stjórnlagaráð góð hugmynd en úrvinnslan, tímaramminn og niðurstaðan - niðursoðin samsuða, hálfkláruð ef það og náði aldrei flugi. Það eru því miður alltof fáir sem geta valið rétt þegar kemur að því að velja á milli sinna eigin hagsmuna og síðan þess sem er best fyrir almannahag. Til þess þarf siðferðisþrek, ósérhlífni og mikla samhygð. Ég sé engann þannig á Alþingi nú og sennilega bara einn í stjórnlagaráðinu sáluga. 

Grímur (IP-tala skráð) 5.7.2013 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband