Helgar fjölskylduhátíðanna.

Líklega byrja fjölskylduhátíðir sumarsins fyrst fyrir alvöru fyrstu helgina í júlí.

IMG_9702

Ættarmót og fjölskylduhátíðir vilja oft falla í skuggann í samanburði við aðrar hátíðir eins og bæjarhátíðir, sem mun stærri aðilar standa að og reyna að auglýsa sem mest þeir mega til að fá aðsókn og peninga til að borga kostnað og kannski svolítið meira. 

IMG_9687

Kannski eru þó fjölskylduhátíðir með útilegum og tilheyrandi mikilvægustu samkomur sumarsins, einkum þegar samheldnin og þátttakan eru mikil.

Þannig hefur fjölskylduhátíð afkomenda Jóhanns Jónssonar vélstjóra og Láru Sigfúsdóttur verið haldin árlega í 39 ár og eiga þessar fjölskylduútilegur því 40 ára afmæli á næsta ári.

Eins og nærri má geta hefur veðrið verið misjafnt þessi ár, en aldrei hefur aðsóknin brugðist og stemningin alltaf einstök.

Hátíðin hefur þann stóra kost að ævinlega hefur dagskráin verið algerlega sjálfsprottin sem og öll "skemmtiatriðin" og hafa mótast af sjálfu sér í þessa bráðum fjóra áratugi, allir lagt sitt af mörkum í afslöppun og ánægju. 

IMG_9732

Eitt fast atriði hefur að sjálfsögðu verið knattspyrnuleikur þar sem mörg mögnuð tilþrif hafa litið dagsins ljós.

Hér sést boltinn fara framhjá markinu eftir harða sókn.  

Í minnum eru til dæmis höfð tilþrif Óskars Olgeirssonar tengdasonar míns, þegar hann tók boltann á lofti með bakfallsspyrnu á eigin vallarhelmingi og senti hann í háum boga yfir í bláhorn marksins hinum megin á vellinum.

Því miður er ekki til mynd af því einstæða atviki en þessi sjón lifir í minningu þeirra, sem á horfðu. 

IMG_9738

 

Vegna þess hvernig jafnan hefur verið spilað af fingrum fram, eins og til dæmis þegar Sigfús mágur minn þenur nikkuna, og þrjár til fjórar kynslóðir taka þátt í söng og leikjum, myndast alltaf sérstaklega skemmtilegt áhyggjuleysi og jákvæðni sem gefið hefur hátíðinni sinn sinn ljúfa og ánægjulega blæ ár eftir ár og áratug eftir áratug.

IMG_9734

Það sýndist ekki árennilegt að halda fjöskylduútilegu í þetta sinn vegna arfa slæmrar veðurspár, en samt voru furðu margir komnir á vettvang á föstudag og það var svo sannarlega líf og fjör um þessa helgi eins og ævinlega.  

Það er sama hvernig veðrið er og skiptir engu þótt aldur þátttakenda sé allt frá tveggja ára til áttræðs, - stemningin bregst aldrei og allir eru samtaka um að gera þessa samveru sem innihaldsríikasta og skemmtilegasta.

Þess má geta að vegna bilunar í tölvunni minni verð ég að nota gömlu tölvuna hennar Helgu minnar yfir þessa helgi og kann ekki að tengja þetta blogg við facebook síðu mína, heldur fæ kannski í þessu undantekningartilfelli að tengja í yfir á hennar facebook síðu.  

 

 


mbl.is Skemmtanahald fór „óvenju vel“ fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á ættarmóti iPad bilar,
Inga Lind með karla spilar,
Jónas henni Jónu skilar,
Jón og Jón þar eru svilar.

Þorsteinn Briem, 7.7.2013 kl. 14:38

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Malaví býður Íslendingum þróunaraðstoð í fótboltanum

3.10.2012:


"Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA gaf í morgun út nýjan heimslista fyrir októbermánuð en á listanum er [karla]landsliðum heimsins raðað eftir árangri og getu.

Athygli vekur að íslenska landsliðið hoppar upp um 21 sæti á nýja listanum og skipar nú 97. sæti listans."

93. Tógó
94. Kongó
95. Óman
96. Malaví
97. Ísland

98. Líbería
99. Mósambík
100. Súdan
101. Katar

Íslenska karlalandsliðið í 97. sæti á heimslista FIFA - Upp um 21 sæti

Þorsteinn Briem, 17.7.2013 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband