"Héðan í frá skalt þú menn veiða."

Ofangreind setning er höfð eftir Jesú Kristi þegar hann ávarpaði fiskimann við Galileuvatn og fékk hann í lið með sér við að boða trú og siðalögmál og verða einn af postulunum tólf.

Þessi orð gætu hafa átt við þegar fyrstu hvalaskoðunarbátarnir voru teknir í notkun. Kvótakerfið olli því að þeim hafði verið lagt og þá kviknaði hugmynd Jóhannesar Kjarval frá árinu 1948 að nýju, að hægt væri að lokka fólk um borð til að skoða hvali í stað þess að nota bátana til að veiða fisk.

Hlegið var að hugmynd Kjarvals 1948 og aftur hlegið þegar mönnum datt sú fásinna í hug fyrir tveimur áratugum að veiða fólk um borð í fiskibáta til að skoða hvali.

Það er ekki hlegið lengur.  


mbl.is Ferðamenn veiddir við höfnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.7.2013 (í dag):

Hvalkjötið verður líklega sent aftur til Íslands


Einu sinni á ári fór bóndi nokkur í kaupstað og kom þá ætíð sauðdrukkinn heim með þessa yfirlýsingu:

"Ég er húsbóndi á mínu heimili!"

Aðra daga ársins minntist hann aldrei á þetta atriði, enda var hann engan veginn húsbóndinn á bænum, því húsfreyjan gegndi því hlutverki og ansaði aldrei þessu fyllerísrausi eiginmannsins.

Þorsteinn Briem, 10.7.2013 kl. 21:14

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.7.2013 (í dag):

""Okkur sýnist að þessu sé sjálfhætt því að þær hafnir sem hvalkjötið hefur verið flutt til eru búnar að setja bann á þessar afurðir.

Þannig að okkur eru allar bjargir bannaðar í þessum efnum,“ segir Anna Guðný Aradóttir, forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar Samskipa, í samtali við mbl.is spurð hvort fyrirtækið sé hætt flutningum á hvalkjöti frá Íslandi, eins og komið hefur fram í fjölmiðlum."

Okkur sýnist að útflutningi á hvalkjöti sé sjálfhætt - Samskip

Þorsteinn Briem, 11.7.2013 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband