18 stiga hiti dag eftir dag á hálendisflugvellinum !

Nú væri gaman að vera staddur í kyrrðinni á Brúaröræfum og njóta veðurblíðunnar og útsýnisins yfir víðernin fyrir sunnan og vestan völlinn. 

IMG_9313

Hitinn er þar, í 660 metra hæð yfir sjó, 18 stig núna klukkan fjögur eftir hádegi og komst líka í 18 stig í gær.  

Tvo sandrokssvæði eru á hálendinu norðan Vatnajökuls.

Annars vegar eru það Jökulsárflæður, sem eru um 40 kílómetrum fyrir vestan völlinn, en vindáttin þegar hlýtt er og bjart, er oftast úr suðri eða suðvestri og leirfokið fer því til norðurs fyrir vestan völlinn.  

IMG_9220

Hitt leirfokssvæðið er nýtt og aðeins fimm kílómetra fyrir austan völlinn. 

Það er hið þurra lónsstæði Hálslóns sem er yfir 30 ferkílómetrar þegar ísa og snjó leysir á vorin og þakið fíngerðum jökulleir, nokkrum milljónum tona, sem sest til í lóninu síðsumars og er síðan á þurru á vorin allt fram yfir miðjjan ágúst, á meðan lónið er að fyllast.

Sem betur er leggur þennan leirstorm sjaldan yfir flugvöllinn, til þess þyrfti vindur að standa af suðaustri, austri eða norðaustri, en í þeim vindáttum er frekar úrkoma heldur en í hlýjustu og þurrustu vindáttunum.  

IMG_9238

Þrjár efstu myndirnar eru teknar meðan það er logn og útsýnið til austurs til Snæfells og suðurs yfir Sauðá til Brúarjökuls og Kverkfjalla, er hreint og gott.  

Má því segja að völlurinn geti varla verið á betri stað hvað varðar leirfokið, líkt og mitt á milli tveggja elda.  

Þegar ég var þarna fyrir þremur vikum var logn í fyrstu.

Þá var tekin loftmyndin, sem er hin fjórða að ofan, þar sem sést yfir norðurenda Hálslóns, og til hægri sést vegur, sem var gerður á austurbakka lónsins, eins og það er þegar það er fullt.

IMG_9206

Á þessar mynd sjást auðar leirurnar vinstra megin við veginn, en gróðurlendi hægra megin, - en stíflurnar og Fremri-Kárahnjúkur eru í baksýn.

Þetta er aðeins lítið brot af þeim þurru leirum, sem þarna eru fram eftir sumri.   

Friðþjófur Helgason hefur verið á ferð við Hálslón síðan í gær og hefur lýst því fyrir mér hvernig ólíft er þar fyrir leirfokinu, einmitt þegar besta veðrið er að öðru leyti.

IMG_9302

Mökkurinn er eins og þykkur veggur, segir hann, og sér varla út úr augum þegar komið er inn í hann.  

Á neðstu myndinni er horft úr suðri yfir nyrsta hluta lónsins, og nú er vindurinn kominn yfir 10 metra á sekúndu og leirstormurinn kaffærir svæðið, - stíflurnar og Kárahnjúkur eru inni í kófinu.  

17. júní voru leirurnar vinstra megin á myndinni enn blautar að miklu leyti, en nú eru þær alþurrar og má búast við að mun meira leirfok sé þar á svona dögum nú.  

Við þessar aðstæður verður gráthlægilegt eitt af "20 ströngum skilyrðum" leyfis fyrir virkjuninni varðandi notkun flugvéla til að dreifa rykbindiefnum.

Sömuleiðis ummæli eins þingmanna þess efnis að gott væri að hafa sem flest "snyrtileg miðlunarlón" á hálendinu.  

Það verður fróðlegt að sjá myndirnar, sem Friðþjófur kemur með úr þessari ferð sinni, en myndirnar í þessum bloggpistli voru teknar fyrir þremur vikum eins og áður sagði. 


mbl.is Bjart og 16-24°C hiti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson 10.5.2013:

"Það rétt grillir í Kárahnjúka ofarlega á myndinni, sem er raunar tekin af nyrsta hluta Hálslóns það seint í júlí að þurrar fjörurnar eru miklu minni en fyrr um sumarið þegar leirstormanir geta orðið mun meiri."


p1012160.jpg

Þorsteinn Briem, 10.7.2013 kl. 17:20

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson 10.5.2013:

"Á hinni myndinni er horft úr lofti suður eftir lóninu í átt til Brúarjökuls og er lónstæðið og bakkarnir við það á kafi í leirfoki.

Áberandi er á báðum þessum myndum að ekkert leir- eða sandfok á upptök utan lónstæðisins."


p1012172_1200999.jpg

Þorsteinn Briem, 10.7.2013 kl. 17:25

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.7.2013 (í dag):

"Orkuveita Reykjavíkur er við að ganga - aftur  - frá sölu á risastórum hluta af orkufyrirtækinu HS Orku, sem einu sinni var í opinberri eigu, til einhvers sem enginn veit neitt um.

Nú síðast gerði Orkuveita Reykjavíkur þetta fyrir um fjórum árum þegar kanadískum lukkuriddara að nafni Ross Beaty tókst með einhverjum ótrúlegum hætti að fá þetta opinbera fyrirtæki til að selja sér hlut sinn í HS Orku með kúluláni.

Síðan þá hefur Ross Beaty átt í erfið­leikum með að greiða vextina af láninu og fengið frest fyrir hverja einustu vaxtagreiðslu - afborganir greiðir hann ekki af láninu þar sem það er kúlulán og þarf hann því aðeins að greiða vextina og það seint."

"Viðskiptin voru galin af hálfu Orkuveitu Reykjavíkur, því Beaty tók nánast enga áhættu með þeim: Hann þurfti ekki að borga neitt fyrir hlutinn í HS Orku af því að þetta opinbera fyrirtæki lánaði honum fyrir hlutabréfunum."

"Orkuveitan má ekki eiga þennan eignarhlut í HS Orku út af samkeppnissjónarmiðum og þyrfti því að selja hlutinn eins fljótt og hún gæti."

"Orkuveitan reynir nú, í örvæntingu sinni, að bjarga því litla sem hún á eftir af andlitinu á sér, meðal annars út af viðskiptunum við Beaty fyrir fjórum árum, með því að selja skuldabréfið á brunaútsölu áður en hún fær hlutabréfin sjálf í fangið."

"Sá aðili sem býður í skuldabréf Orkuveitunnar er fjárfestingasjóður sem stýrt er af Landsbréfum, verðbréfafyrirtæki í eigu Landsbankans.

Upplýsingar um hver það er sem á þennan fjárfestingarsjóð liggja ekki fyrir
, þar sem trúnaður ríkir um eignarhald hans.

Það getur í raun verið hver sem er sem hefur lagt peninga í sjóðinn: Innlendir aðilar, erlendir aðilar, umdeildir aðilar, erlend álfyrirtæki, Donald Trump, íslenskar þjóðhetjur eða einhver annar.

"Þetta snýst um fjórðungshlut í einu af stærstu orkufyrirtækjum þjóðarinnar."

"Afar líklegt verður að teljast að borgin samþykki söluna, þar sem Orkuveitan er orðin örvæntingarfull af hræðslu við stöðuna út af greiðslu­erfiðleikum Ross Beatys.

Þá skortir fyrirtækið lausafé.


Ljóst hefur verið í fjögur ár að Orkuveitan samdi illilega af sér við sölu á hlutabréfum í einni af náttúruauðlindum þjóðarinnar til Ross Beatys."

Orkuveita Reykjavíkur orðin örvæntingarfull af hræðslu við stöðuna

Þorsteinn Briem, 10.7.2013 kl. 18:12

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.7.2013 (í dag):

Hvalkjötið verður líklega sent aftur til Íslands


Einu sinni á ári fór bóndi nokkur í kaupstað og kom þá ætíð sauðdrukkinn heim með þessa yfirlýsingu:

"Ég er húsbóndi á mínu heimili!"

Aðra daga ársins minntist hann aldrei á þetta atriði, enda var hann engan veginn húsbóndinn á bænum, því húsfreyjan gegndi því hlutverki og ansaði aldrei þessu fyllerísrausi eiginmannsins.

Þorsteinn Briem, 10.7.2013 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband