Vantar líka upplýsingar um innihald.

Ég er ekki svo fróður um þau lagaákvæði, sem gilda um um upplýsingar um innihald, að ég viti hvort skylda sé að hafa þær á umbúðum neysluvara. 

Mér finnst hins vegar bæði skrýtið og bagalegt að sumar vörur virðist undanþegnar skyldu um slíkar upplýsingar.

Sem dæmi má nefna sjeik sem engar upplýsingar eru á, en þó eru upplýsingar á nær öllum öðrum vörum frá framleiðandanum.

Á sumum vörum er listi yfir það, hvað varan innihaldi en alls ekki greint frá hitaeiningum eða magni.  

Nefna má fleiri matvörur af ýmsu tagi sem svona háttar um. Spurningin er: Af hverju vantar þessar upplýsingar á umbúðum á sumum matvörum en ekki öðrum?   


mbl.is Verðmerkingum ábótavant
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Innihald í mýsins mynd,
meiri vonir við það bind,
upp á fór ég Ingu Lind,
enda þótt það væri synd.

Þorsteinn Briem, 11.7.2013 kl. 19:33

2 identicon

Mig vantaði sárlega álegg ofan á brauð um daginn, og fór því út í búð og náði mér í eitt stykki af venjulegum brauðosti.  Meðan ég var að bauka við að ná utan af því plastinu, þykku og illvígu, þá rak ég augun í innihaldslýsinguna, og sá þar m.a. getið um eitthvert E-efni, E-252, sem ekki var gerð nánari grein fyrir, t.d. magni. Fletti því þess vegan upp á netinu og þá kom í ljós að þetta er "potassium nítrat", betur þekkt sem saltpétur, en hann var eins og menn muna notaður ótæpilega í saltkjöt hér áður fyrir og hlutu landsmenn ómældan skaða af (krabbameinsvaldur) áður en gripið var í taumana.

Eftir að hafa komið auga á þetta, þá brá ég mér út í sömu búð aftur og skoðaði alla framleiðsluna sem þar var á boðstólnum og allsstaðar (m.a. í svokölluðum "skólaosti") gat að líta saltpétur, E-252 og enn meiri saltpétur, reyndar á innfluttum osti líka.

Þegar hér var komið sögu hafði ég misst listina á ostinum sem fór í ruslið, en tók eitt smjörstykki og krukku af rabbabarasultu í staðinn og mun brúka það sem álegg, allaveganna þangað til í ljós kemur að sú matvara innihaldi einhvern óþverra líka. 

Geta foreldrar ekki spurt sig: Hvaða áhrif hefur það á heilsu barna minna að þau séu að úða í sig saltpétri daginn út og daginn inn? 



Björn Jónsson (IP-tala skráð) 11.7.2013 kl. 21:04

3 identicon

Greinilega hrifinn af Ingu Lind.

Enda er hún flott!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.7.2013 kl. 21:04

4 identicon

Ég held að Chile saltpétur (natríum nítrat, E251) hafi verið notað í saltkjöt fyrr á árum.

Kalíum nítrat, E252 er líklega hættuminna. Nema í púðri (gunpowder), þar getur það verið hættulegt.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.7.2013 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband