Mikilvægt að ferðamenn sjái árangur gjaldtöku.

Víða erlendis er margra áratuga reynsla af gjaldtöku á ferðamannastöðum, sem við Íslendingar gætum lært af. 

Eitt var áberandi á þeim mörgum tugum staða, sem við hjónin komum á: Alls staðar fengum við bæklinga með leiðbeiningum, kortum og öðrum hagnýtum upplýsingum í hendur og alls staðar mátti sjá mannvirki stór og smá, sem báru vitni um að í þær hefði verið eytt fjármunum.  

Um þetta gildir það viðskiptalögmál að báðum aðilum sé ljós gagnkvæmur ávinningur af viðskiptunum.  


mbl.is Greiða gjaldið með glöðu geði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Örþunnt Framsókn á nærhald,
en aumir sjallar fá rautt spjald,
ef þeir skríða undir fald,
og ekkert af því greiða gjald.

Þorsteinn Briem, 11.7.2013 kl. 20:35

2 identicon

Ekki vitna í svona bull fréttir.

Óskar Magnússon, útgefandi Moggans, er einn af "eigendum" kersins.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.7.2013 kl. 21:29

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sem leiðsögumaður í rúm 20 sumur er það reynsla mín að margir ferðamenn vilja gjarnan greiða fyrir aðgang að ferðamannastöðum. En þeir gera auðvitað kröfur á móti t.d. viðhlýtandi leiðbeiningar og fræðslu, aðgang að góðri hreinlætisaðstöðu og að öryggi sé fyllilega tryggt.

Því miður er til fólk sem vill hafa fé af ferðamönnum með sem minnstri fyrirhöfn og að halda þjónustu í lágmarki sem nær ekki nokkurri átt. 

Guðjón Sigþór Jensson, 11.7.2013 kl. 21:44

4 Smámynd: Sigurður Antonsson

Alþingismenn eiga að búa til umgjörðina. Þar sem gjaldtaka á móti þjónustu á að vega salt. Það hefur ekki verið gert. Lokuð snyrting við Gullfoss í mörg ár sýnir að ríkið er ekki besti þjónustuaðilinn. Nóg er af starfsmönnum til að vinna við þjóðgarða en umgjörðina, þjónustuskyldur og starfsreglur vantar.

Bandaríkjamenn eru til fyrirmyndar um þjóðgarða en það hefur líka tekið þá tíma að móta reglur og umgjörð. Þar er mikil virðing borin fyrir ferðamönnum og fyrir sjálfu starfinu. Rússar hafa líka gert góða hluti og eiga sína listigarða.

Sigurður Antonsson, 11.7.2013 kl. 23:46

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er aðeins að ítreka það, sem ég hef bent á varðandi það hvernig Bandaríkjamenn haga þessum málum, en fréttin, sem er tilefni pistilsins, segir ekkert um það hvort gjaldtakan við Kerið standist þau viðmið, sem ég er að tala um, - aðalatriðið að sem best sé staðið að gjaldtöku á íslenskum ferðamannastöðum.

Ómar Ragnarsson, 12.7.2013 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband