11.7.2013 | 23:03
Stækkunargler í atkvæðatalningu.
Nú berast fréttir af því að í Ástralíu fái kjósendur stækkunargleraugu í hendur ef þeir óska þess, til þess að geta séð betur til við að greiða atkvæði.
Fyrir mörgum áratugum varð mér hugsað til þessa möguleika þegar ég var á vegum fréttastofu Sjónvarpsins á talningarstað í Austurbæjarskóla, að gott væri fyrir einn talningamanninn ef hann fengi að nota stækkunargleraugu til þess að skoða hvern kjörseðil, sem hann fékk í hendur til að flokka.
Þessi starfsmaður var orðinn nokkuð gamall en hafði unnið gott starf á þessum vinnustað í áratugi og því greinilega tregða gegn því af hálfu stjórnenda talningarinnar að láta hann hætta störfum.
En svo léleg virtist sjón hans orðin, að hann varð að taka hvern kjörseðil fyrir sig og skima rólega yfir hann upp og niður í aðeins 15-20 sentimetra fjarlægð frá augunum áður en hann setti hann á réttan stað.
Augljóst var að afköstin voru langtum minni en hjá öðrum teljendum, en hann vann þetta þó hægt og bítandi og lét greinlega ekki fara fram hjá sér ef til dæmis einhver hefði strikað út eitthvert nafnið, og sömuleiðis var ljóst að hann fann ævinlega að lokum x-ið, hvar sem það var á seðlunum.
En ég minnist þess enn hve mér fannst þetta fyndið og sýna mannúð og mildi þeirra, sem leyfðu þessum aldna og samviskusama starfsmanni að vinna þarna, kannski í síðasta sinn.
Stækkunargler í kjörklefa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fjári lítil Framsókn brátt,
en fitnar undir gleri,
og Bjarni minnkar smátt og smátt,
sauður og ættleri.
Þorsteinn Briem, 11.7.2013 kl. 23:27
Gæsaglappa,
gerði skot,
þurs í þrot,
lappabrot,
hólmsins grjóta,
veggja ljóta,
krot.
Sjálfstæðismenn eru menn sem vilja græða á daginn og grilla á kvöldin - Myndband
Þorsteinn Briem, 18.7.2013 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.