15.7.2013 | 17:21
Vitað fyrirfram og smámunir miðað við Hálslón.
Níu metra árleg vatnshæðarsveifla í Blöndulóni er aðeins sjötti hluti af sveiflunni í Hálslóni og því hreinir smámunir í samanburðinum. Þar að auki er vatnið i Hálslóni margfalt aurugra en í Blöndulóni.
Í báðum þessum tilfellum var vitað fyrirfram um afleiðingarnar af þessu en fullyrt að þetta yrði ekkert vandamál og vel viðráðanlegt.
Við Hálslón var meira að segja fullyrt að hægt yrði að verjast þessum með því að dreifa rykbindiefnum úr flugvélum og þar myndi verða eitt besta ferðamannasvæði hálendisins, líkt og sýnt var á myndum frá fyrirtækinu, þar sem drullugasta vatn heims er sýnt blátært, svo að sést til botns !
Skondið er að sjá marga eins og koma af fjöllum úr hópi þeirra, sem voru fylgjandi þessum virkjunum á sínum tíma og stimpluðu aðra sem "óvini byggðanna" og "hryðjuverkamenn" og gerðu ekkert með þessi vandamál, sem og önnur eins og dauða Lagarfljóts, sem fullyrt var að myndi ekki eiga sér stað vegna mótvægisaðgerða.
Við blasti við Hálslón og búið að sýna í sjónvarpsfrétt í smærri stíl, að það tæki aðeins nokkrar klukkustundir fyrir hlýjan suðvestan kalda að þurrka 20-40 ferkílómetra af nýjum jökulleir og búa til gróðarlega leir- og sandstorma sem gera ólíft að vera við lónið.
Jafnvel allur flugher Bandaríkjamanna gæti ekki stöðvað slíkt. Enda fréttist ekkert af flugvélum né heldur af sprengingu á klapparhöftum í Lagarfljóti sem áttu að bjarga því.
Mikil hætta á sandfoki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
18.9.1999:
"Eyjabakkasvæðið er á margan hátt sambærilegt við Þjórsárver við Hofsjökul og eru bæði talin með merkustu hálendisvinjum Íslands.
Sá er þó munurinn að Þjórsárver hafa verið friðlýst um aldur og ævi en Eyjabakkar dæmdir til að kaffærast í jökullóni Fljótsdalsvirkjunar."
Dagbókarslitur af heiðum og hálendi - Matthías Johannessen fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins
Þorsteinn Briem, 15.7.2013 kl. 17:33
15.7.2013 (í dag):
"Vísindamenn í Kaliforníu telja, samkvæmt nýrri rannsókn, að sterk fylgni sé á milli jarðskjálfta og vatnsmagns sem dælt er úr jörðu og niður aftur í tengslum við rekstur jarðvarmavirkjana."
Vatnsdæling veldur jarðskjálftum
Þorsteinn Briem, 15.7.2013 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.