Vitfirring stríðsins.

Nokkrar kvikmyndir, sem gerðar hafa verið um vitfirringu hernaðar, hafa notað grimma kaldhæðni til að leiða fram þessa vitfirringu. 

Minnisstæðar eru til dæmis myndirnar um doktor Strangelove og myndin Catch 22, og er atriði síðartöldu myndarinnar, þar sem innyflin vella fram úr dauðsærðum hermanni, viðbjóðslega ljótt og á mörkum þess að vera sýningarhæft en um leið satt og rétt.

Það, sem lagt er á unga menn í stríði, hefur lengi verið bæði feimnismál og vanrækt mál, eins og staðreyndin um mannfall Breta í Afganistan ber með sér.

Skilningsleysi og afskiptaleysi hafa gert þessi mál enn verri en þau eru.

George Patton hershöfðingi sýndi mikið skilningsleysi og hrottaskap þegar hann löðrungaði tvívegis sálarlega illa farna hermenn, sem voru undir læknishendi.

Hann skildi ekki, að líkamleg meiðsl og örkuml væru ekki það eina sem gæti hrjáð hermenn, heldur gætu sálræn áföll verið jafnvel enn verri.

Patton féll í ónáð um hríð vegna þessa, en Eisenhower yfirhershöfðingi Bandamanna sýndi óvenjulega mildi og mannúð í sínum störfum á þessum tíma, miðað við það verkefni að þurfa að fórna mannslífum til að vinna bug á villimennsku nasismans.

Mótsagnir hernaðar, sem leiddar eru fram í Catch 22, eru fleiri en þar koma fram.

Engin ein bók hafði jafn djúp áhrif á almenningsálitið og stjórnmálamenn á Vesturlöndum á millistríðsárunum og "Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum".

Fyrri heimsstyrjöldin var einhver tilgangslausasta og mannskæðasta styrjöld sögunnar þar sem fórnað var milljónum ungra manna í blóma lífsins til þess eins að gera þessa styrjöld að fyrri hálfleik í tvöfalt stærra stríði.

Menn hétu því að sú styrjöld yrði "styrjöldin sem byndi enda á allar styrjaldir", en Adolf Hitler og nasistarnir nýttu sér þessa friðarþrá til að fá út úr henni eftirlátssemi sem gerði nasistum kleift að hefja djöfulgang stríðsins á ný og hefja í nýjar hæðir illsku, manndrápa og eyðileggingar.

Forsenda Kalda stríðsins og gereyðingavopnabúra Bandaríkjamanna og Rússa var og er "MAD", þ. e. skammstöfun yfir hugtakið "Mutual Assured Destruction".

Hún þýðir að fyrir hendi þurfi að það þurfi að vera tryggt að hvor aðilinn um sig muni ekki skirrast við að beita gereyðingarvopnum, telji hann sig knúinn til þess.

Sem sagt: Skammstöfunin GAGA, Gagnkvæm Alttryggð Gereyðing Allra. Sú vitfirring lifir enn hjóðlega í gerðeyðingarvopnabúrum stórveldanna og felur sennilega í sér mestu ógnina við tilveru mannkynsins, sem til er.  

 

 

 

  

 

 

  


mbl.is Helvíti á jörð skaðar sálina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Styrjaldir eru skefjalaust ofbeldi, morð, pyntingar og nauðganir.

Bandaríkin voru að sjálfsögðu að hugsa um eigin hagsmuni með því að taka þátt í styrjöldinni í Evrópu, rétt eins og til að mynda í Víetnam og Írak.

Ríki gera innrás í önnur ríki og heyja styrjaldir vegna eigin hagsmuna.

Og þá gildir einu hvaða ríki þar er um að ræða.

Bandaríski herinn er úti um allar heimsins koppagrundir til að verja bandaríska hagsmuni.

Rétt eins og breski herinn kom hingað til Íslands í Seinni heimsstyrjöldinni til að gæta breskra hagsmuna en ekki íslenskra.

Enda sást undir iljarnar á bandaríska hernum þegar hann hafði sjálfur ekki hag af því að vera hér lengur árið 2006.

Þrátt fyrir að Davíð Oddsson grátbæði bandarísk stjórnvöld um það.

Þorsteinn Briem, 15.7.2013 kl. 14:08

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

George W. Bush og Davíð Oddsson í Hvíta húsinu í júlí 2004.

Þorsteinn Briem, 15.7.2013 kl. 14:09

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Rómverjar höfðu þetta á hreinu. Þeir sögðu: „Ef þú vilt frið, búðu þig þá undir stríð“. Þannig er það og hefur alltaf verið, því miður.

En vel að merkja: Eina stríðið, sem Íslendigar hafa farið í vitandi vits var þegar Össur, Jóhanna og Steingrímur vildu ráðast á Líbíu. Ísland hefur neitunarvald í NATO og þau þrjú hefðu því getað stöðvað árásirnar hefðu þau viljað. Það, að Ísland var sett á lista varðandi Írak ásamt Danmörku, Hollandi, Bretlandi, Spáni, Bandaríkjunum, Ítalíu o.fl. kom engu máli við. Þar gátu Íslendingar engu ráðið eða breytt.

Vilhjálmur Eyþórsson, 15.7.2013 kl. 14:39

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

29.7.1981:

"Stjórn Sovétríkjanna hóf nýja umferð í kjarnorkukapphlaupinu í fyrra þegar hún byrjaði að koma fyrir meðaldrægum SS-20 kjarnorkueldflaugum, sem ná til Kína og Evrópu, þar á meðal Íslands, en ekki til Bandaríkjanna.

Búizt er við, að um miðjan þennan áratug verði um 750 slíkum kjarnaoddum beint gegn Evrópu og Kína, hverjum um sig með afli 30 Hiroshima kjarnorkusprengja.
"

Kjarnorkusprengju varpað á Hiroshima:

"The radius of total destruction was about one mile (1.6 km)."

Atomic bombings of Hiroshima and Nagasaki


"... hverjum um sig með afli 30 Hiroshima kjarnorkusprengja.
"

Þrjátíu sinnum 1,6 km er 48 km radíus en Keflavíkurflugvöllur er í um 32ja km fjarlægð frá Reykjavík í beinni loftlínu.

Og um 43 km eru frá Keflavíkurflugvelli að Akranesi í beinni loftlínu.

Þorsteinn Briem, 15.7.2013 kl. 14:40

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Kjarni Atlantshafsbandalagsins (NATO) er 5. grein stofnsáttmálans, þar sem því er lýst yfir að árás á eitt bandalagsríki í Evrópu eða Norður-Ameríku jafngildi árás á þau öll.

En 5. greinin hefur aðeins verið notuð einu sinni, 12. september 2001, eftir hryðjuverkaárás á Bandaríkin."

Þorsteinn Briem, 15.7.2013 kl. 14:54

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Organs of the United Nations, including United Nations Secretary General Ban Ki-moon and the United Nations Human Rights Council, condemned the crackdown as violating international law, with the latter body expelling Libya outright in an unprecedented action urged by Libya's own delegation to the UN.

On 17 March 2011 the UN Security Council passed Resolution 1973 with a 10-0 vote and five abstentions.

The resolution sanctioned the establishment of a no-fly zone and the use of
"all means necessary" to protect civilians within Libya."

Þorsteinn Briem, 15.7.2013 kl. 16:35

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvar átti fyrsta heimsstyrjöldin sinn uppruna, og gegn hverjum?

Hver stjórnaði þeirri styrjöld?

Er ekki rétt að byrja á byrjuninni, og rekja heims-söguna eins og hún raunverulega er?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.7.2013 kl. 18:25

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð ábending frá Vilhjálmi Eyþórssyni, eftir þennan pistil þinn, Ómar.

Og þú ert víst í Samfylkingunni, stríðsflokknum, ekki satt, eða gekkstu kannski úr honum vegna þessa Líbýumáls? Ef ekki, hvers vegna ekki?

Þá má minna á, að aðrir vinstrimenn miklir, í Sameiningarflokki alþýðu - Sósíalistaflokknum, kröfðust þess, að Ísland lýsti yfir stríði á hendur Þjóðverjum (af því að það var jú línan frá Moskvu þá stundina; en meðan línan var allt önnur og Hitler og Stalín í bandalagi, þá réðst Sósíalistaflokkurinn á BRETA –– og allt var þetta að gerast á seinni heimsstyrjaldarárunum).

Svo er rangt að tala nú um "stríð" í Afganistan. Eftir að bandamenn lögðu undir sig Þýzkaland og nazistar gáfust upp, eins og þeir áttu svo sannarlega skilið, þá hefðu getað komið upp þær aðstæður þar, að einhverjir nazistaskrúrkar í felum hefðu haldið uppi sprengjuárásum og hryðjuverkum gegn hernámsveldunum fjórum og samstarfsmönnum þeirra, þvert gegn alþjóðalögum og Genfarsamþykktum, rétt eins og í Afganistan nú. Hefðir þú þá kallað það, að stríðinu (seinni heimsstyrjöld) væri "ekki lokið"?

Er ekki eðlilegt að greina á milli STRÍÐA milli ríkja annars vegar og glæpsamlegra HRYÐJUVERKA hins vegar?

Og þú veizt, að friðargæzla fjölþjóðahersins í Afganistan er í umboði Sameinuðu þjóðanna

Jón Valur Jensson, 15.7.2013 kl. 18:56

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aerial bombing against civilian cities was not a new phenomenon; the British had already experienced such raids in WWI conducted by German Zeppelins.

However, the advance in aircraft technology brought bombing to a new level."

"As the war progressed heavy bombers such as the British Avro Lancaster bombers made their entrances in the war and carpet bombing entire industrial cities with their great payloads."

"The lack of accuracy for these bombing missions often inflicted damage to non-military areas; the Allies knew it, but felt it was an inevitable part of war.

Some precisely used this tactic against Germany, such as Royal Air Force Bomber Command's Air Marshal Arthur Harris.

His area bombing campaigns were meant to demoralize the German population, but it became a matter of controversy immediately following the war as his campaigns were accused of being terror bombing."

The aerial bombings of Hamburg, Dresden, and other cities 1942-1945

Þorsteinn Briem, 15.7.2013 kl. 19:45

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson er alltaf fljótur að skríða upp úr rottuholu sinni þegar minnst er á styrjaldir og telur þær allt öðruvísi en hryðjuverk.

Þorsteinn Briem, 15.7.2013 kl. 19:59

14 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Óttalegur rugludallur er þessi Steini Briem.

Vilhjálmur Eyþórsson, 15.7.2013 kl. 20:23

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Og þú ert fábjáni, Vilhjálmur Eyþórsson.

Þorsteinn Briem, 15.7.2013 kl. 20:33

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson telur sig sem sagt ábyrgan fyrir barnaníði kaþólsku kirkjunnar vegna þess að hann er kaþólikki (eða þykist að minnsta kosti vera það, enda þótt mun líklegra sé að hann sé útsendari Djöfulsins).

Þorsteinn Briem, 15.7.2013 kl. 20:42

17 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Ég tek undir með Vilhjálmi. Þetta endurspeglar grundvallarafstöðu til lífsins og eðlis mannsins. Steini hressi heldur að friður náist með afvopnun og með því að segjast elska friðinn. En hver vill ekki frið fremur en stríð? Sagan hefur sýnt að ríki sem getur varið sig er mikið líklegra til að stuðla að friði. Hvers vegna? Því mannlegt eðli er eins og það er. Og það er ekkert merkilegt við það. Þetta sjá menn yfirleitt með reynslunni. Þessu afneita oft vinstri menn og friðarsinnar því þeir velja að bjarga heiminum með hugsun sinni einni, nýjum stofnunum, reglum og ídeólógíu. Þetta áferðarfallega Steinaviðhorf (bandaríski blökkumanninn og hagfræðinginn Thomas Sowell á þessa nafngift ) hefur verið kallað "Vision of the anointed", sem mætti kalla "Sýn hinna innvígðu" Það vísar til þess að hinn friðelskandi telur andstæða skoðun vera heimska, illa og gráðuga og þar fram eftir götunum, því það er svo "augljóst" að sá sem vill vígbúast til varnar hefur illt í huga. En Steinalíkir menn viðurkenna ekki fallið eðli mannsins og skilja ekkert í því - og þar liggur vandinn. Því geta þeir aldrei skilið andstætt viðhorf.

Eftir fyrra stríð sem var stríð tilgangsleysis og dauða, fengu pasifistarnir yfirhöndina í Evrópu, sérstaklega Englandi og Frakklandi. Intelligensían ( já þetta eru næstum alltaf vinstri sinnaðir "gáfumenn" ) varð aldeilis yfir sig sannfærð og tókst að sannfæra aðra um, að með því að leggja niður vopn og treysta andstæðingnun eða afneita honum myndu friðarlíkur aukast. Þessi stefna er einn veigamesti orsakavaldur þess að Hitler gat látið verða úr áætlunum sínum. Ég segi sem betur fer höfum við oftast raunsæismenn í brúnni.

Guðmundur Pálsson, 16.7.2013 kl. 07:42

18 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þið eruð sögufróðir menn, og þess vegna spyr ég ykkur.

Hver var Columbus, og fyrir hverja var hann að vinna?

Hvaðan kom fyrsta styrjöldin, og gegn hverjum, og hvers vegna?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.7.2013 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband