17.7.2013 | 21:10
Strákarnir enn úti eftir hálfa öld, - stelpurnar inni.
"Strákarnir okkar" í knattspyrnunni hafa átt þann draum í meira en hálfa öld að komast í átta liða úrslit á stórmóti.
Sú von hefur ekki ræst enn, en þess verður að geta, að frammistaða landsliðsins í kringum síðustu aldamót undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar var einhver sú besta sem íslenskt félagslið hefur náð þegar tekið er tillit til hinnar óhemju miklu samkeppni í þessari vinsælustu íþrótt veraldar.
Liðið velgdi þáverandi heimsmeisturum FRakka undir uggum í leik í Evrópukeppni fyrir framan næstum 100 þúsund áhorfendur í París og hafði áður haldið í við heimsmeistarana hér heima.
Nú hefur "stelpunumm okkar" tekist það á margfalt skemmri tíma, sem strákunum hefur enn ekki tekist.
Einhverjir kunna að benda á að samkeppnin sé ekki eins hörð í kvennaboltanum og karlaboltanum, en þetta er nú staðreynd engu að síður, og iðkendur kvennaknattspyrnu hjá stórþjóðunum svo margfalt fleiri en hér úti á Klakanum að afrek stúlknanna er ekki síður glæsilegt en ef strákarnir hefðu náð svona árangri.
Þessir dagar eru bjartir fyrir íslenskar konur, - Aníta Hinriksdóttir fyrsti íslenski frjálsíþróttamaðurinn sem hlýtur gullverðlaun á heimsmeistaramóti í frjálsum íþróttum og á möguleika á að halda áfram sigurgöngu sinni.
Aníta kemur frá örþjóð og skákar stúlkum frá þúsund sinnum stærri þjóðum.
Íslenskar konur geta borið höfuðið hátt þessa dagana. Til hamingju!
Ísland í 8 liða úrslit EM | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ætíð stoltir Íslandspeyjar,
í afar góðu sæti,
en ennþá betri eru meyjar,
allar elskað gæti.
Þorsteinn Briem, 17.7.2013 kl. 21:48
3.10.2012:
"Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA gaf í morgun út nýjan heimslista fyrir októbermánuð en á listanum er [karla]landsliðum heimsins raðað eftir árangri og getu.
Athygli vekur að íslenska landsliðið hoppar upp um 21 sæti á nýja listanum og skipar nú 97. sæti listans."
93. Tógó
94. Kongó
95. Óman
96. Malaví
97. Ísland
98. Líbería
99. Mósambík
100. Súdan
101. Katar
Íslenska karlalandsliðið í 97. sæti á heimslista FIFA - Upp um 21 sæti
Þorsteinn Briem, 17.7.2013 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.