Nýir markhópar geta birst og hreyfst.

Þegar byggja á ný hótel, sem annað hvort vegna stærðar eða afburða búnaðar, teljast flottari og "dýrari" en önnur, hafa menn stundum áhyggjur af áhrifum þess á önnur hótel og gististaði. 

Oftast eru þetta samt óþarfa áhyggjur, að minnsta kosti á meðan ferðamönnum fer fjölgandi.

Dæmi um það er nýja, stóra, flotta hótelið á Patreksfirði, sem ég kom inn í á dögunum án þess að gista, en varð mjög hrifinn af því hvað það var glæsilegt sem og öll þjónusta og aðstaða.

Halda hefði mátt að þessi mikla viðbót við gistiframboð dræpi aðra slíka starfsemi, en svo virðist ekki vera eftir því sem ég komst næst.

Svo er að sjá að þetta nýja og flotta hóteil laði einfaldlega að sér nýjan markhóp viðskiptavina, sem sækist eftir þeirri aðstöðu sem hótel af þessari gerð býður upp á, jafnvel þótt hún sé dýrari fyrir bragðið.

Tvö ný risahótel í Reykjavík gætu að hluta til verið þessa eðlis og í fréttum hefur komið fram að það mun auk þess vanta meira hótelrými.  

Fjölbreytni í framboði á gistirými er nauðsynlegt og rétt að hafa í huga að fólk hreyfist oft á milli markhópa. Mörg dæmi eru um útlendinga, sem hafa komið hingað á unga aldri sem "bakpokalýður" en komið síðan aftur síðar þegar fjárráðin voru breytt og gist á dýrari gististöðum.

Sem dæmi má nefna einn meðlim "bakpokalýðsins" 1976, Ulrich Munzer, sem ég tók upp í sem puttaferðalang til Akureyrar en hefur sem háskólaprófessor síðustu áratugi komið árlega til landsins með nokkra tugi nemenda sinna.  


mbl.is Byggja stærsta hótel landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útgjöld hvers erlends ferðamanns til íslenskra fyrirtækja voru að meðaltali um 354 þúsund íslenskar krónur árið 2012, um 44 þúsund krónur á dag að meðaltali.

Árið 2012 komu um 673 þúsund erlendir ferðamenn hingað til Íslands og það ár voru útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja samtals 238 milljarðar króna.

Erlendir ferðamenn
voru að meðaltali 6,6 gistinætur hér á Íslandi að vetri til en 10,2 nætur sumri til árið 2012, um átta gistinætur að meðaltali sumar og vetur.

Ofangreindar fjárhæðir samsvara því að útgjöld hvers Íslendings vegna ferðalaga til útlanda árið 2012 hefðu að meðaltali verið 704 þúsund krónur og meðalútgjöld hjóna því 1,4 milljónir króna.

Þá var meðaldvalarlengd Íslendinga á ferðalögum erlendis 15,9 gistinætur.

Ferðaþjónusta hér á Íslandi í tölum árið 2012 - Ferðamálastofa í apríl 2013

Þorsteinn Briem, 17.7.2013 kl. 07:54

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Skemmtilegt hagfræðidæmi hjá þér með Ulrich Munzer. Langtíma- sjónarmið!

Ívar Pálsson, 17.7.2013 kl. 08:16

3 identicon

Ulrich Münzer, heitir maðurinn. Dr. rer nat.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.7.2013 kl. 11:45

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Flýtilykillinn á PC fyrir þýska ü er Alt-0252. Þá er nafnið víst rétt.

Ívar Pálsson, 17.7.2013 kl. 12:05

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég vissi ekki um þennan "flýtilykil" og gat því engan veginn skrifað nafnið með punktunum tveimur.

Ómar Ragnarsson, 17.7.2013 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband