19.7.2013 | 22:12
Næstum sjötíu ára gamalt umtalsefni.
Hugsanlega eru senn sjötíu ár síðan fram kom hugmynd um að nota myndavélar til þess að ná árangri í löggæslu og umbótum á hegðun fólks.
Jónas Jónsson alþingismaður frá Hriflu lagði til að gerðar yrðu ráðstafandir og það tekið upp í lög og reglur að teknar yrðu myndir af ofurölvi fólki á skemmtistöðum og þær birtar til "skræk og advarsel" til að fæla fólk frá slíku athæfi.
Þessi róttæka og nýtískulega tillaga mætti nægri andstöðu til þess að ekkert varð af þessu, enda gerði Jónas ráð fyrir að ansi langt yrði gengið.
En notkun sérhannaðra myndavéla sem búnaðar lögregluþjóna sem er nú að komast á hjá nokkrum lögregluembættum á landsbyggðinni virðist byggð á svipaðri hugsun.
En það fer mjög eftir því hve langt er gengið í myndbirtingum hvort þetta gangi of langt eins og mörgum fannst á sínum tíma með hugmynd Jónasar.
Vonandi er ekki ætlunin að myndir sem lögreglan tekur verði gerðar opinberar, heldur verði látið nægja að hægt sé að grípa til þeirra sem trúnaðarmáls og gagna í lögreglurannsóknum.
En það eru gömul sannindi og ný að myndavélar hafi áhrif. Þegar faðir minn heitinn var öryggisvörður hjá Reykjavíkurborg blöskraði honum hve lítinn árangur umkvartanir hans, ábendingar og bréf báru og hvernig ýmsir verktakar komust upp með að hundsa þær.
Hann brá þá á það ráð að fá sér myndavél og taka myndir í gríð og erg á þeim stöðum þar sem illa og jafnvel hættulega var staðið að málum og brá þá svo við að árangurinn af ábendingum hans stórbatnaði.
Myndavélar gefa góða raun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Út'á landi öll nú synd,
af er tekin sérstök mynd,
Sigmundur með sætri kind,
sést þar og hún Inga Lind.
Þorsteinn Briem, 19.7.2013 kl. 22:52
Steini Breim í stórum skóm
vitur varðar vegin
þvaðrar líkt og ekta flón
homblest er gott báðu megin
Steini Brím með töskuna
ranglar allan daginn
vantar vín í flöskuna
fyrir morgun daginn
Ekki trufla andans gáfur
þennan bloggsins búa.
Hann er mikið andans ljós.
hver vill þessu trúa?
BMX (IP-tala skráð) 20.7.2013 kl. 20:52
Ég hélt að þúfutittlingarnir hétu AMX.
Þorsteinn Briem, 20.7.2013 kl. 20:59
Er sem æjatóla
út í mó að spóla
býður margra hóla
þessi andans skjóla
BMX (IP-tala skráð) 20.7.2013 kl. 21:46
Þú ert nú meiri ræfillinn að þora ekki að skrifa hér undir nafni, BMX.
Þorsteinn Briem, 20.7.2013 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.