24.7.2013 | 23:38
Þeir segja samt að það hlýni ekki neitt.
Í fréttum RUV í kvöld var sagt frá niðurstöðu alþjóðlegrar nefndar vísindamanna á vegum Sþ um hlýnun loftsins á jörðinni og stórfelldum neikvæðum afleiðingum þess, sem yrðu margfalt verri samanlagt en jákvæð atriði eins og aukin umsvif og siglingar á heimskautssvæðinu.
Eins og venjulega þegar svona fréttir sjást eða heyrast, mun hópur bloggara andmæla þessu kröftuglega og meðal annars bera fyrir sig eftirtalin rök, - en svipuð rök hafa margsinnis verið endurtekin hjá þeim:
1. Hið vonda RUV sagði fréttina. Ekkert að marka þann fjölmiðil. Hann er hlutdrægur.
2. Vísindamenn, sem halda því fram að andrúmsloft jarðar hlýni, fá borgað fyrir að komast að svona niðurstöðum og segja svona fréttir.
3. Sameinuðu þjóðirnar græða á því að fá fjárframlög til óþarfa rannsókna á þessu sviði.
4. Fátæk lönd eins og Maldivi-eyjar sjá hagnaðarvon í því að væla út styrki vegna áhrifa meintrar hlýnunar, sem reiknuð eru út á fölskum forsendum.
5. Umstangið, áróðurinn, "rannsóknirnar", ótal ráðstefnur, háskólastarfsemin og önnur fjárplógsstarfsemi í kringum blekkinguna um hlýnunina er hundraða-milljarða-bísniss stórs hóps umhverfisöfgamanna, sem eiga margir mikla peninga, lifir og nærist á því að halda fram svona bull og hlakkar í þeim við að ná eyrum áhrifamikils fólks. Sjáið þið bara Al Gore!
6. Sósíalistar, múslimar og öfundsjúkar þjóðir í þriðja heiminum nota blekkingar og rangar niðurstöður um hlýnun til þess að stöðva hagvöxt og velsæld vestrænna þjóða, sem er eitur í beinum þeirra.
7. Fyrri hluti júlí var óvenju kaldur á sunnanverðu Íslandi.
8. Snjór hefur ekki verið meiri á stórum hlutum Íslands í sumarbyrjun um langt árabil.
9. Tún á Norðurlandi eru illa leikin af kali.
10. Það snjóaði óvenju snemma í fyrrahaust.
11. Breska veðurstofan gaf það út nýlega að engin hlýnun hefði orðið síðan árið 2000.
12. Það eru hvort eð er alltaf sveiflur í veðurfari á jörðinni og ekkert að marka það, þótt nokkurra ára sveifla hafi komið fyrir tíu árum.
Þótt gegn þessu sé dregið fram að jöklar haldi áfram að minnka ár frá ári, að ísinn í Íshafinu minnki ár frá ári, aö stórveldin og Íslendingar séu að búa sig undir siglingar um íslaust Íshaf og að á sama tíma og það var frekar svalt á 50 þúsund ferkílómetra hluta Íslands hafi hitinn verið yfir 30 stig á 12 milljón ferkílómetra svæði í Norður-Ameríku, - að um þessar mundir fari hitabylgja um 10 milljón ferkílómetra svæði í Evrópu, sums staðar methiti, og að bylgjan ylji núna Íslendingum, halda fyrrnefndir bloggarar sínu striki.
Þeir hefðu farið létt með það á tímum Kópernikusar og Galileis að segja stanslaust: En jörðin er samt flöt.
Þeir telja að fjárhagslegur ávinningur hjá umhverfisverndarmönnum geri staðhæfingar þeirra marklausar en gleyma því, að fjárhaglegur ávinningur stórfyrirtækja af því að halda áfram að auka losun gróðurhúsalofttegunda er margfalt meiri.
Norðurpóllinn ófrosinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Niðurstöður nýrrar könnunar á þúsundum rannsókna sem gerðar voru á árunum 1991-2011 sýna yfirgnæfandi og vaxandi samstöðu meðal vísindamanna um að mannkynið beri langmesta ábyrgð á hlýnun jarðar.
Rúmlega 97% rannsókna á tímabilinu komust að þessari niðurstöðu."
"Vísindamenn frá Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada skoðuðu yfir fjögur þúsund vísindarannsóknir sem gerðar höfðu verið 1991-2011, þar sem afstaða var tekin til þess hvort að mannkynið bæri ábyrgð á hnatthlýnun.
Rúmlega tíu þúsund vísindamenn voru skrifaðir fyrir rannsóknunum.
Niðurstöðurnar voru skýrar, yfir 97% sögðu að hnatthlýnun væri af mannavöldum.
Þá fór fjölda þeirra, sem töldu aðrar útskýringar líklegri, fækkandi eftir því sem leið á tímabilið sem var til skoðunar."
Nær allir vísindamenn sammála um orsakir hnatthlýnunar
Þorsteinn Briem, 24.7.2013 kl. 23:50
"Árið [2012] var mjög hlýtt, sérstaklega um landið vestanvert.
Ekkert lát virðist vera á hlýindunum miklu sem hófust skömmu fyrir aldamót."
"Í Reykjavík er árið það sautjánda í óslitinni röð ára þar sem árshitinn er yfir meðallagi og það fjórtánda á Akureyri.
Meðalhitinn í Reykjavík var 5,5 stig, sem er um 1,2 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 og í meðallagi sé miðað við árin 2001 til 2010."
Og á Akureyri var meðalhitinn 4,3 stig, sem er 1,1 stigi ofan meðallags."
Tíðarfar hér á Íslandi árið 2012 - Trausti Jónsson veðurfræðingur
Þorsteinn Briem, 25.7.2013 kl. 00:00
Þór Jakobsson einn virtasti veðurfræðingur Íslendinga telur 10-15% hnatthlýnunar stafa af mannavöldum. Það er erfitt að afgreiða hann sem ómerkilegan bloggara.
Íslenski pólfarinn var nærri drukknaður í vök á leiðinni á pólinn fyrir 15 árum og var hann þó ekki á ferðinni á heitasta tímanum. Vakir á norðurpólnum eru engin nýjung.
Það er fjöldi virtra vísindamanna um allan heim með miklar efasemdir um hlýnun af mannavöldum. Þeir hverfa ekkert þó reynt sé að láta sem þeir séu ekki til.
Finnur Hrafn Jónsson, 25.7.2013 kl. 00:18
Meðalhitinn mældist 9,9 stig í Reykjavík í júní síðastliðnum, sem er 0,9 stigum fyrir ofan meðaltal áranna 1961-1990, samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands.
Og frá 2001 hefur meðalhitinn í júní í Reykjavík þrisvar sinnum verið lægri en í júní síðastliðnum, 8,8 stig árið 2001, 9,4 stig árið 2006 og 9,2 stig árið 2011.
Meðalhitinn í Reykjavík í júlí 2001-2012 var 12 stig en 11,4 stig á Akureyri.
Og í Reykjavík var hæsti meðalhitinn í júlí á þessu tímabili árið 2010, eða 13 stig, en á Akureyri árið 2004, eða 12,6 stig.
Meðalhitinn í ágúst á þessum árum var hins vegar 11,5 stig í Reykjavík en 10,9 stig á Akureyri.
Þorsteinn Briem, 25.7.2013 kl. 00:24
Vísindavefurinn:
"Vitað var að CO2 er mikilvirk gróðurhúsalofttegund og því þótti ástæða til að fylgjast með styrk þess í lofthjúpnum."
"Frá upphafi iðnbyltingar (um 1750) hefur hlýnað á jörðinni og á síðustu 100 árum er hlýnun við yfirborð rúmlega 0,7°C."
"Á norðurhveli færðist vorbráðnun fram um nærri tvær vikur á tímabilinu 1972 til 2000 og snjór nær nú mestri útbreiðslu í janúar í stað febrúar áður."
"Hörfun jökla frá 19. öld er víðtæk og nær jafnt til fjalljökla á norður- og suðurhveli, sem og í hitabeltinu."
"Hafís á norðurhveli hefur minnkað, sérstaklega sumarísinn í Norður-Íshafi, sem hefur minnkað um 7,4% á áratug."
"Mælingar sýna merkjanlega hlýnun sjávar á tímabilinu 1961 til 2003 og að varmainnihald efstu 700 metra heimshafanna hefur aukist frá miðjum 6. áratug síðustu aldar."
"Aukning á styrk CO2 í lofthjúpnum leiðir til aukinnar upptöku hafsins, sem sýrir hafið og það hefur súrnað um 0,1 pH stig að meðaltali frá upphafi iðnbyltingar."
Þorsteinn Briem, 25.7.2013 kl. 00:27
Ég þekki enga bloggara sem mótmæla því að síðustu 10-15 ár hafi verið mjög hlý. Margir hins vegar túlka mælingar þannig að þau hafi verið álíka hlý. Þar fyrir utan eru margir með efasemdir um að hlýindin stafi af mannavöldum.
Finnur Hrafn Jónsson, 25.7.2013 kl. 00:30
"Koldíoxíð dreifist jafnt um allan lofthjúpinn, sama hvar upptökin eru.
Borkjarnar úr Grænlandsjökli eru með loftbólur sem geta sagt sögu andrúmsloftsins langt aftur í tímann og styrkur koldíoxíðs, sem var um 280 ppm fyrir iðnvæðingu, er nú um 390 ppm."
Gróðurhúsalofttegundirnar díköfnunarefnisoxíð (N2O) og metan (CH4), eru einnig að aukast af mannavöldum, hið fyrra vegna dreifingar á áburði og framleiðslu saltpéturssýru en hið síðara kemur frá jórturdýrum, sorphaugum, viðarkyndingu, vinnslu jarðgass og kola."
Um gróðurhúsalofttegundirnar - Veðurstofa Íslands
Þorsteinn Briem, 25.7.2013 kl. 00:39
"Vindgangur stafar af því að bakteríur í ristlinum sundra ómeltanlegum kolvetnum og mynda um leið vetni og koltvíildi.
Gastegundirnar berast síðan út um endaþarmsopið sem prump.
Í um þriðjungi manna myndast einnig metan en ekki er vitað af hverju það myndast í sumum [til að mynda Davíð Oddssyni] en öðrum ekki."
Vísindavefurinn - Af hverju er lykt af prumpi Sjálfstæðisflokksins?
"Í Bretlandi eru heildaráhrif á loftslagið eftir gróðurhúsalofttegundum nokkurn veginn á þessa leið: koldíoxíð (86%), metan (7%), nituroxíð (6%) og lofttegundir frá kælitækjum (1%)."
Þorsteinn Briem, 25.7.2013 kl. 00:44
Þór Jakobsson telur að 10-15% hlýnunarinnar sé af mannavöldum. Þýðir það ekki að hann deilir ekki um þátt manna, heldur hve stór hluti hann sé? Sem þýðir að menn geti ekki látið sem ekkert sé.
Ómar Ragnarsson, 25.7.2013 kl. 00:45
Eru það ekki svolítið billeg rök gegan því að ísinn í Íshafinu fari minnkandi ac skipti hundruðum þúsunda ferkílómetra, að pólfari hafi dottið ofan í vök þar fyrir 15 árum og að þar hafi alltaf verið vakir?
Ómar Ragnarsson, 25.7.2013 kl. 00:55
"Trausti Jónsson, sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum á Veðurstofu Íslands, segir að í grunninn hafi hlýindin síðastliðin 15 ár haldið áfram.
Norðanáttin sem leikið hafi suma landshluta grátt í vetur hafi verið hlýrri en venjulega og þar af leiðandi úrkomusamari.
Í rauninni megi því segja að hlýindin hafi orsakað snjóþyngslin fyrir norðan og austan, eins undarlega og það kunni að hljóma.
"Norðanáttin er samt aldrei hlý, hún er kaldasta áttin, en hefur verið hlýrri en venjulega og óvenjulega ríkjandi," segir Trausti.
Þar sem snjóþyngslin hafi verið mikil bráðni snjórinn hægt, þrátt fyrir að farið sé að hlýna.
Á meðan tún séu ennþá hvít endurkastist sólarljósið af þeim og snjórinn bráðni því síður en um leið og fari að glitta í jörð gangi bráðnunin hraðar fyrir sig."
Hlýindi valda snjóþyngslum
Þorsteinn Briem, 25.7.2013 kl. 01:05
Fyrir meira en tveimur áratugum fór ég með Þór Jakobssyni í hafískönnunarflug Landhelgisgæslunnar og við flugum allt í kringum landið.
Og þá strax var hann byrjaður að segja að vegna bráðnunar hafíssins á norðurslóðum yrði fljótlega hægt að vera með umskipunarhöfn á Austfjörðum.
Þorsteinn Briem, 25.7.2013 kl. 01:10
Það er ekkert nýtt í því að mannkynið stjórni veðrinu. Þannig hefur það ætíð verið ef eitthvað er að marka vísindamenn hvers tíma. Hvort sem breytingar stafa af reyknum úr fjölskyldubílnum eða ekki nægilega mörgum hreinum meyjum fórnað verður áfram að vera mat hverrar aldar. En eftir árþúsunda inngróna sannfæringu, gegnum bæði heitari og kaldari tímabil en nú, væri sú hugsum að við stjórnuðum ekki veðrinu sennilega óbærileg.
Munið að snúa hrífunum rétt.
Espolin (IP-tala skráð) 25.7.2013 kl. 01:44
Að sjálfsögðu vita Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn miklu meira en tíu þúsund vísindamenn.
Þessir flokkar voru einnig handvissir um það síðastliðna tvo áratugi að á Suðurnesjum yrði reist álver á næstunni.
Og fyrir fimm árum sögðu þeir í athugasemdum á þessu bloggi að ég væri fífl að halda því fram að ferðaþjónustan yrði að öllum líkindum ein stærsta atvinnugrein okkar Íslendinga eftir nokkur ár.
Fyrir skömmu sögðu þessir alvitru flokkar að hvalveiðar hér við land skiptu miklu meira máli fyrir íslensku þjóðina en hvalaskoðun, til að mynda frá Reykjavík og Húsavík.
Og nú éta Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn ofan í sig allan hvalinn og allt annað sem þeir hafa sagt um öll stærstu mál okkar Íslendinga.
Þorsteinn Briem, 25.7.2013 kl. 02:21
Þar að auki varð ekki einu sinni hrun hér á Íslandi haustið 2008, að mati Sjálfstæðisflokksins, heldur "svokallað hrun".
"19. nóvember 2008:
Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán.
En íslenskt efnahagslíf þarf nú á fimm milljörðum dollara að halda, að mati ríkisstjórnarinnar.
Og sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum íslenskra króna, miðað við Seðlabankagengi."
Þorsteinn Briem, 25.7.2013 kl. 02:39
Harla einkennilegt að fullyrða að maðurinn geti engan veginn breytt loftslaginu á jörðinni þegar hann hefur síðastliðnar aldir breytt verulega stórum hluta jarðarinnar með til að mynda landbúnaði og skógarhöggi.
Þorsteinn Briem, 25.7.2013 kl. 03:03
Orð í tíma töluð, Ómar!
Samkvæmt nýlegri rannsókn eru 97% loftslagsvísindamanna sammála um að jörðin sé að hlýna af manna völdum (sjá http://www.guardian.co.uk/environment/climate-consensus-97-per-cent/2013/may/16/climate-change-scienceofclimatechange)
Annars er augljóst þeim sem vilja að jörðin hlýnar enn mjög hratt þótt andrúmsloftið hafi ekki hlýnað að ráði síðasta rúman áratug. Varmaþensla úthafanna heldur áfram af fullum krafti enda fer yfir 90% af aukinni orku þangað en ekki í andrúmsloftið. Sveiflur þar sem áratugur eða meira sýnir litla sem enga hlýnun, en á milli hlýnar mjög hratt, er ekki nýtt og passar vel við spár (og gerðist endurtekið á 20. öldinni).
Mikilvægasti þátturinn hér er ENSO sveiflan á Kyrrahafi. Hún er í hlutlausum fasa núna (sem ætti að gefa frekar svalt veður á heimsvísu, samt var júní síðastliðinn annar hlýjasti frá upphafi mælinga), þegar næsti El Nino fasi hefst mun trúlega verða verulegt stökk í hitastigi, eitthvað í líkingu við það sem gerðist 1998.
Brynjólfur Þorvarðsson, 25.7.2013 kl. 06:14
Þetta er alltsaman stórmerkt and merkilegast finnst mér hversu mikinn ægishjálm Þór Jakobson ber umfram aðra minni spámenn. Sagt er: "Þór Jakobsson einn virtasti veðurfræðingur Íslendinga telur 10-15% hnatthlýnunar stafa af mannavöldum."
Þetta atriði er mjög umdeild og vandasamt. Sumir telja að hnattkólnun hefði orðið ef menn hefði ekki mengað með lofttegundum á borð við CO2. Sem sagt að 100% hnatthlýnunarinar sé að mannavöldum. Hvað skyldi Þór telja að valdi 85% til 90% af þeirri hlýnun sem orðið hefur ef ekki mennirnir.
Gaman væri að sjá ritverk og rannsóknir Þórs þar sem hann rökstyður þessa ályktun. Vonanindi heiðra Íslendingar, virða og styrkja þennan góða mann til frekari dáða á þessu og öðrum sviðum.
Hörður Þórðarson, 25.7.2013 kl. 06:27
Her eru myndir sem tekin var á íslausnum norðurpólnum. Kjarnorkukafbáturinn Skate sigldi undir ísinn að pólnum þar sem hann kom upp á yfirborðið.
Þetta er haft eftir einum úr áhöfninni:
"The Skate found open water both in the summer and following winter. We surfaced near the North Pole in the winter through thin ice less than 2 feet thick. The ice moves from Alaska to Iceland and the wind and tides causes open water as the ice breaks up. The Ice at the polar ice cap is an average of 6-8 feet thick, but with the wind and tides the ice will crack and open into large polynyas (areas of open water), these areas will refreeze over with thin ice. We had sonar equipment that would find these open or thin areas to come up through, thus limiting any damage to the submarine. The ice would also close in and cover these areas crushing together making large ice ridges both above and below the water. We came up through a very large opening in 1958 that was 1/2 mile long and 200 yards wide. The wind came up and closed the opening within 2 hours. On both trips we were able to find open water. We were not able to surface through ice thicker than 3 feet."
Kafbáturinn fann íslaus svæði á pólnum bæði að sumri og vetri. Fyrri leiðangurinn var farinn fyrir 55 árum og sá síðariári seinna.
Ágúst H Bjarnason, 25.7.2013 kl. 08:38
Hér er mynd af þrem kafbátum á Norðurpólnum tekin 18. maí 1987. Þarna má sjá að svæðið við pólinn er meira og minna íslaust þetta vor:
Ágúst H Bjarnason, 25.7.2013 kl. 08:43
Aðalatriðið er auðvitað að stöðva ekki blessaðan hagvöxtinn. Látum hagvöxtinn og markaðstrúarbrögðin njóta vafans. Það tryggir þó í það minnsta að einhverjir góðir hægri menn græði á meðan þessari jarðarkúlu er tortímt.
Er ekki mengunarskýið frá Peking komið í þúsund kílómetra? Sú mengun er viðvarandi og vex.
!783 gaus í Lakagígum og öskumengunin eyðilagði uppskeru á stórum búsvæðum Evrópu og vegna tímabundinnar kólnunar og illviðra varð víða mannfellir.
Græðgi markaðs og pólitísk spilling iðnríkjanna er harður húsbóndi fyrir lífríki jarðar og komandi kynslóðir.
Og hér hefur ekki mengun með tilheyrandi súrnun víðáttumikilla hafsvæða borist í tal.
Árni Gunnarsson, 25.7.2013 kl. 09:58
Leyfist mér að benda á skjal sem gefið var út eftir og ísambandi við ráðstefnu UN í
Rio de Janerio 1998 og var undirskrifað af yfir 500 mans sem viðriðnir eru vísindum og
nefnist The Heidelberg Appeal ( er á netinu á enskri tungu) og er lítið haldið á
lofti, eda ekki nógu mikið "skúpp"fyrir fréttasnápa. Einig má benda á fræðin sem
kend eru við eðlisfræðinginn Enriko Fermi hvers hitafræði er undirstaða að okkar varma
veitum hjér á þessu kalda landi.
Einig mættu menn huga að því, af hverju að í þurrum eiðimörku getur hitin á dagi farið
í allt að 50-60 C gráðu en á næturum er títt næturfrost. Það segir meira um hita búskap
gufuhvolsins en allar vangaveltu um gróðurhúsa áhrif. Allur hiti á jörðinni kemur frá Sólu
og maðurinn ræðu eingu þar um.
Leifur Þorsteinsson, 25.7.2013 kl. 10:07
2.8.2011:
"Framræsla var ríkisstyrkt allt til ársins 1987."
"Einn þeirra sem bjóða fram skurði til að moka ofan í og endurheimta votlendi er bóndinn á Ytra-Lóni á Langanesi en hann segir að umræddir skurðir hafi aldrei verið til gagns.
Og "Hlynur Óskarsson, vistfræðingur og stjórnarformaður Votlendissetursins, [segir] að ávinningurinn af því að endurheimta votlendi sé margvíslegur, meðal annars fyrir fuglalíf og bindingu kolefnis.
Þá hafi frjósemi framræstra mýra sums staðar hrunið, enda skolist næringarefnin út.
Og einn helsti kosturinn sé að votlendi bæti mjög vatnafar."
Ræstu fram en lítill áhugi á að moka ofan í
Þorsteinn Briem, 25.7.2013 kl. 10:13
Ágúst, þakka ábendingarnar varðandi kafbátana! Eins og áhafnarmeðlimurinn lýsir því þá færist ísinn til vegna vinda með þeim afleiðingum að opin svæði myndist og lokist í sífellu, jafnvel eftir nokkra klukkutíma.
Myndin sem varð tilefni af þessari frétt er því mjög misvísandi, hún segir ekki nóg!
Á vefsíðunni http://nsidc.org/arcticseaicenews/ er fylgst vel með ísnum á Norður Íshafi og af nýjustu myndum að sjá þar þá er ekki "íslaust" á Norðurpólnum. Hins vegar hafa menn víst uppgötvað, við siglingar á svæðið, að ísinn getur verið dreifðari og þynnri en menn sjá frá gervihnöttum.
Bráðnun íss á þessu ári virðist stefna í svipað og var á síðasta ári, samkvæmt vefsíðunni, þegar öll met voru slegin. Það ár var sem sagt ekki nein undantekning.
Því miður voru engar heimildir með fréttinni hjá Mogganum, en myndaheimildin leiddi mig á http://sermitsiaq.ag/nordpolen-soe og þaðan á http://www.livescience.com/38347-north-pole-ice-melt-lake.html
Síðasti hlekkurinn virðist vera heimildin fyrir þessari frétt og þar kom það merkilega fram að hér er ekki um opið haf að ræða (eins og halda mætti) heldur yfirborðsvatn sem hefur bráðnað og myndað "stöðuvatn", nokkurra feta djúpt samkvæmt fréttinni.
Nú veit ég ekki hversu nýnæmt það er, á heimasíðu vefmyndavélarinnar, http://psc.apl.washington.edu/northpole/, kemur ekkert fram um það!
Brynjólfur Þorvarðsson, 25.7.2013 kl. 10:16
Mjög ólíklegt að álver verði byggt hér á Íslandi á næstu árum
Þorsteinn Briem, 25.7.2013 kl. 10:17
Leifur, vísindin eru nú nokkuð ljós varðandi gróðurhúsalofttegundir. Þar kemur m.a. fram að vatnsgufa er miklu mun stærri áhrifavaldur en koltvísýringur, sem mun vera helsta orsök þess að eyðimerkurhiti nálægt miðbaug getur farið niður fyrir frostmark á nóttunni - þar er einfaldlega engin vatnsgufa!
Allur hitinn kemur frá sólinni, um það efast enginn. Stærstur hluti þessarar varmaorku lendir í hafinu meðfram miðbaug, langmest í Kyrrahafið. Endurvarp varmaorkunnar er á innrauða sviðinu (sólarljós er á sýnilega sviðinu) og vatnsgufa ásamt öðrum gróðurhúsalofttegundum fanga innrautt ljós og endurvarpa, nóg til að halda meðalhita á jörðinni um 33 gráðum hærri en hann væri ella.
Brynjólfur Þorvarðsson, 25.7.2013 kl. 10:21
Vísindavefurinn:
"Síðan 1958 hefur styrkur koltvíoxíðs í andrúmsloftinu verið mældur á eyjunni Mauna Loa í Kyrrahafi og er mynd af niðurstöðunum aðgengileg á vefnum.
Myndin sýnir vel hina stöðugu aukningu koltvíoxíðsstyrksins."
"Regnskógareyðing er í öðru sæti, á eftir notkun jarðefnaeldsneytis, yfir það sem veldur mestri koltvíildismengun á jörðinni.
Skógareyðing á einum degi losar meira koltvíildi út í andrúmsloftið en tugþúsundir flugvéla sem fljúga á milli Bandaríkjanna og Evrópu."
Þorsteinn Briem, 25.7.2013 kl. 10:22
"Borkjarnar úr Grænlandsjökli eru með loftbólur sem geta sagt sögu andrúmsloftsins langt aftur í tímann og styrkur koldíoxíðs, sem var um 280 ppm fyrir iðnvæðingu, er nú um 390 ppm."
Þorsteinn Briem, 25.7.2013 kl. 10:24
Ég tilheyri víst hluta af hinni yngri kynslóð hér á landi. Vorum oft á tíðum nefnd hin ágæta "sófakynslóð". Held að sumir hérna ættu aðeins að hugsa hvað þeir skrifa áður en það er sent út fyrir alla að lesa. Sem dæmi að tala um að aðeins 10-15% af hlýnun jarðar sé af manna völdum og einnig að tala um að eini hitagjafinn sé sólin að að við hana verði ekkert ráðið?
Jújú, auðvitað stjórnum við ekki sólinni, en haldi þið virkilega að stærstu þjóði heims hafi ákveðið og samið sín á milli að reyna að minnka losun gróðurhúsaloftegunda að gamni sínu?
Veit ekki hvar sumir fengu sína menntun, að það teljast nú nokkuð góð fræði að vita það að gróðurhúsalofttegundir eru kallaðar svo fyrir ástæðu. Málið er ekki hversu mikið sólin hitar upp jörðin, heldur hversu lítið af hitanum kemst frá jörðinni aftur.
Vegna síaukinnar losunar þessarar loftegunda, þá fer lofthjúpurinn að virka eins og gler í gróðurhúsi. Hleypir sólinni inn, en heldur hitanum inni.
Að sjálfsögðu er þetta ekki 100% vegna mankynsins. Til dæmis eru eldfjöll einhver hluti af þessu. Einnig eru margir sem benda á húsdýrin, en ekki má gleyma að til dæmis fjölgun kúa í heiminum leiðir til meiri losunar koltvísýrings heldur en annars hefði verið. Og það eru bein orsök manna, vegna þarfarinnar fyrir meiri fæðu.
En auðvitað er til hópur fólks sem segir að þetta séu allt vitleysa sem vísindamenn séu keyptir til að segja, spurningin ætti kannski að vera, hverja eru þessir menn að verja sem vilja ekki að minnsta kosti reyna að kynna sér ákveðnar staðreyndir áður en þeir láta suma hluti frá sér fara?
Fannar Steinsson (IP-tala skráð) 25.7.2013 kl. 10:37
Fannar, samlíkingin við gróðurhús er frekar óheppileg - gróðurhús virka vegna þess að þau eru lokuð, þ.e.a.s. koma í veg fyrir varmaskipti við andrúmsloftið utan gróðurhússins, þar sem vinda gætir. Gróðurhúsalofttegundirnar virka vegna eigin varmarýmdar, þær hitna vegna varmageislunar frá yfirborði (þ.e.a.s. varmaorka þeirra eykst) og þær endurvarpa hluta af þessari orku niður til jarðar aftur.
Stutt sagt má orða það svona: Hver tiltekinn staður á jörðinni fær sinn daglega orkuskammt frá sólinni. Á nóttunni geislar orkunni út í geim. Gróðurhúsalofttegundirnar stöðva hluta af þessari útgeislun, yfirborðið er því örlítið hlýrra við hverja sólarupprás en ella væri.
(Þetta er auðvitað mikið einföldun, útgeislun á sér líka stað á daginn og þar sem langmest af orkunni frá sólinni fer í að hita yfirborð sjávar en ekki þurrlendis er dæmið talsvert flóknari, m.a. vegna uppgufunar og varmaflutnings sjávar).
Brynjólfur Þorvarðsson, 25.7.2013 kl. 10:59
Sælir aftur.
Ég leyfi mér að birta hér beintengda mynd frá Dönsku Veðurstofunni (Danmarks Meterorologisk Institut) sem sýnir núverandi ástand hafíss miðað við 8 undanfarin ár.
Takið eftir dagsetningunni neðst á myndinni.
http://ocean.dmi.dk/arctic/plots/icecover/icecover_current.png
Svo var það umfjöllun um hafísútbreiðsluna í maí 2013:
http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/1298595/
Ágúst H Bjarnason, 25.7.2013 kl. 11:00
Hvar er lækkun bensíngjalda, sem Sjálfstæðisflokkurinn var alltaf að gapa um?!
Samsetning bensínverðs - DataMarket
Hvar er hvalurinn?!
Og hvar eru nýju álverin á Húsavík og Suðurnesjum?!
Þorsteinn Briem, 25.7.2013 kl. 11:02
Útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja voru 238 milljarðar króna árið 2012.
Ferðaþjónusta hér á Íslandi í tölum árið 2012 - Ferðamálastofa í apríl 2013
Þorsteinn Briem, 25.7.2013 kl. 11:08
Engu máli skiptir hversu mikið mörlensku tepokarnir gapa hér um að þeir viti allt betur en tíu þúsund vísindamenn.
Fleiri álver verða ekki reist hér á Íslandi.
Og það hefur lengi legið fyrir.
Þorsteinn Briem, 25.7.2013 kl. 11:16
<img src="http://arctic-roos.org/observations/satellite-data/sea-ice/observation_images/ssmi1_ice_area.png"/>
Hermann (IP-tala skráð) 25.7.2013 kl. 11:42
Ágúst, mér sýnist þú vera að segja að bráðnunin núna sé mun minni en hún var í fyrra. Í maí var hún vissulega ennþá lítil miðað við síðustu 10 ár en samkvæmt Arctic Sea Ice News hefur bráðnunin aukist verulega í júlí með tilkomu hæðarkerfis.
Bráðnunin er núna uþb. tveimur staðafrávikum frá 1981-2010 meðaltalinu, og liggur, skv. línuritinu sem þú birtir, nokkurn veginn eins og 2009 og 2011. Auðvitað er of snemmt að segja að hin óvenju mikla bráðnun 2012 (vegna sérstakra veðurskilyrða) endurtaki sig í ár, það var full mikið sagt, en bráðnunin er auðvitað samt mjög mikil og línuritið hjá þér sýnir óneitanlega að bráðunin eykst að jafnaði frá ári til árs.
Júní síðastliðinn var víst annar hlýjasti júní mánuður frá því mælingar hófust, skv. NASA, og það í hlutlausri stöðu ENSO sveiflunnar!
Annars væri gaman að heyra hvað þú segir um muninn á kafbátamyndunum hjá þér og það sem er að gerast núna? Þar er alls ekki um sambærilega stöðu að ræða, hvort sem núverandi staða er nýlunda eða ekki. Kafbátamyndirnar hafa því ekkert með fréttina í Mogganum að gera, né bloggfærsluna hjá Ómari.
Brynjólfur Þorvarðsson, 25.7.2013 kl. 11:48
Ómar: Burt Rutan, sá snjalli flugvélahönnuður og þaulvanur greinandi talnagagna við flugvélahönnun sína, hefur leitað að og skoðað frumgögn (raw data) um hlýnun jarðar. Hann heldur því fram að að "global warming" sé ekki til staðar og kallar umræðuna blekkingu (fraud).
Á Youtube má finna u.þ.b. 1 klst upptöku frá samkomu EAA í Oshkosh árið 2009 þar sem Burt fjallar um þetta áhugamál sitt og uppgötvanir hans eftir skoðun og túlkun frumgagna um hlýnun jarðar. (Sem reyndar var erfitt að komast yfir.)
Fyrsta 10 mínútna hlutann af 6 má sjá hér: http://www.youtube.com/watch?v=Gm8vaH8LEV0 en tengla á hina hlutana má finna á Youtube
Skýrsluna hans má finna hér: http://rps3.com/Pages/Burt_Rutan_on_Climate_Change.htm
Það er alla vega mín skoðun, og hefur lengi verið, að áhrif mannsins á loftslag jarðar séu stórlega ofmetin.
Erlingur Alfreð Jónsson, 25.7.2013 kl. 12:15
Hér er annað myndband sem sýnir viðtal við Burt: https://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=oxFm1TXshZY
Erlingur Alfreð Jónsson, 25.7.2013 kl. 12:22
Það er rétt að þetta er bræðsluvatn að mestu sem liggur ofan á ís. Hér að neðan er tengill á vefmyndavélina á pólnum en þar má einnig sjá aðra vefmyndavél sem sýnir annað sjónarhorn og mun meiri ís á svæðinu. http://psc.apl.washington.edu/northpole/
Norðurpóllinn er því ekki enn orðinn íslaus en gæti orðið það síðar í sumar svo um munar þótt útbreiðsla íssins sé nú heldur meiri en í fyrra.
Hinsvegar hef ég enga trú á að þessar kafbátamyndir séu teknar við sjálfan norðurpólinn en þær hafa þó margsinnis verið notaðar af "efasemdamönnum" til að sýna fram á meint ástand norðurpólsins á árum áður.
Emil Hannes Valgeirsson, 25.7.2013 kl. 13:24
Hefur eingin gert sér grein fyrir því að svo kallaðar gróðurhúsa lofttegundir
eru ansi margar, tvær eru sér á parti þ.e. CO2 sem hefur hitastuðul upp á
156 cal. og H2O með 80 cal. en samkvæmt magntölum efnana í gufuhvolfinu
er H2O mörg þúsund sinnum virkari aðili en CO2.
Leifur Þorsteinsson, 25.7.2013 kl. 13:56
Það er semsagt vök í heimskautaísnum. Sem hefur oft gerst áður.
Vökin er að þessu sinni á tilteknum stað. Þar sem hefur verið vök áður.
Semsagt, ekkert að gerast sem hefur ekki gerst áður og gerir það ekki með reglubundnum hætti sem hluti af gangi náttúrunnar.
Þetta er ekki frétt og hún fjallar ekki um loftslagsbreytingar, heldur vök í ís.
Aftur á móti eru loftslagsbreytingar af mannavöldum staðreynd sem öllum má vera ljós, enda krefst ég þess eindregið þess að þeir láti af þeim undireins.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.7.2013 kl. 14:37
Leifur, það gera allir sér grein fyrir því að vatn er ein helsta gróðurhúsalofttegundin. Hún er talsvert áhrifameiri en CO2 í andrúmslofti, þótt hlutfallið sé nú ekki þúsundfalt - kannski frekar fimmfalt.
Brynjólfur Þorvarðsson, 25.7.2013 kl. 15:16
Erlingur, nú veit ég ekki hver þessi Burt er en hvernig getur nokkur maður haldð því fram að einn gaur sem kafi í "frumgögn" finni eitthvað annað en það sem hægt er að lesa beint úr hitamælingum um allan heim - svo ekki sé talað um samfellda hækkun heimshafanna (er núna um 3 mm á ári, hefur tvöfaldast frá því fyrir aldamót) og mjög hraða bráðnun íss nánast hvar sem gáð er (Grænland og Suðurskautslandið missa nokkur hundruð milljarðir tonna af ís á hverju ári síðasta áratug).
Hlýnun jarðar er óumdeild. Orsökin er umdeild, en þeir sem efast um áhrif CO2 þurfa að koma með aðrar skýringar. Hvorki Þór veðurfræðingur né þessi Burt hafa neinar skýringar fram að færa, ummæli þeirra hljóta því að vera frekar lítilvæg í þessu samhengi.
Brynjólfur Þorvarðsson, 25.7.2013 kl. 15:20
Jörðin er á venjulegum hitatindi sem mælingar sína að komi á ca. 100 þúsund ára fresti og hefur ekkert með prumpið í mönnum að gera.
Það þýðir þó ekki að mannskepnan hafi engin áhrif á umhverfi sitt.
Samkvæmt ofangreindu mun Ómar ef hann býður í 10 þúsund ár fá sönnun fyrir því að maðurinn ræður ekki hitastigi jarðar.
Richard Þorlákur Úlfarsson, 25.7.2013 kl. 16:09
Annað efnið mælist í ppm hitt í ppc Þar á milli eru fjögur 0. Eitt er víst að ísinn flýtur á
vatni ef svo ekki væri myndi hnötturinn vera einn ís kökul og lífi líka.
Leifur Þorsteinsson, 25.7.2013 kl. 16:38
Brynjólfur.
(Það er eiginlega ómögulegt að hanga í tölvunni í svona góður veðri, en smá innskot...)
Ég er ekki viss um að lágmark hafíssins í ár verði nálægt lágmarkinu í fyrra, þegar óveður eða heimskautalægðin mikla í ágúst 2012 hjálpaði til að brjóta upp ísinn eins og fram kom á vefsíðu NASA sem ég vísaði til í pistlinum s.l. maí. Um það veit ég þó nákvæmlega ekkert og oft kemur náttúran á óvart.
Það var ekki fyrr en um 1980 sem farið var að nota gervihnetti til að fylgjast að ráði með m.a. hafís. Fyrir þann tíma verða menn að reiða sig á aðrar heimildir, þar á meðal kafbátaferðir undir ísnum. Fylgst var með ísþykktinni fyrir ofan kafbátinn með sónar því hann gat ekki brotist upp í gegn um þykkan ís án þess að valda skemmdum. Þess vegna tel ég að heimildir eins og svona ljósmyndir geti aukið skilning okkar og að full ástæða sé að gefa þeim gaum.
Er hlýnuni undanfarna áratugi einstök og mestöll af mannavöldum? Hefur hliðstæð hlýnun átt sér stað áður?
Margir þekkja Dr. Roy Spencer loftlagsfræðing. Um hann má lesa hér. Sjálfsagt veit hann hundraðfalt meira um loftslagsmál en við allir samanlagt. Ásamt Dr. John Christy sér hann um úrvinnslu hitamæligagna frá gervihnöttum og fylgist því vel með þróun mála.
Fyrir skömmu var hann kallaður fyrir fund hjá "Democrats on the Environment and Public Works (EPW) Committee" til að gera grein fyrir áliti sínu á hnatthlýnun. Þar birti hann þessa mynd. Hann minnist á þetta á bloggsíðu sinni http://www.drroyspencer.com/2013/07/senate-epw-hearing-climate-change-its-happened-before/
(Ég klippti inn stækkaða mynd af heimildinni sem vitnað er til neðst á myndinni)
Sjá nánar hér: http://www.drroyspencer.com/wp-content/uploads/Spencer_EPW_Written_Testimony_7_18_2013_updated.pdf
---
Einn áhugaverður kafli vefsíðu hans nefnist Global warming, natural or manmade? http://www.drroyspencer.com/global-warming-natural-or-manmade/
Annar áhugaverður kafli nefnist Global warming 101.
http://www.drroyspencer.com/global-warming-101/
Þessi mynd sem Dr Roy Spencer notaði um daginn hjá EPW og er byggð á gögnum frá Ljungquist (2010) gefur til kynna að svona hlýindaskeið eins og við erum að upplifa hafa komið áður. Voru þau að einhverju leyti af mannavöldum, eða eingöngu af völdum náttúrunnar? Hafi þau eingöngu verið af völdum náttúrunnar, því skyldi hlýskeiðið núna vera að mestu eða öllu leyti af mannavöldum?
Ágúst H Bjarnason, 25.7.2013 kl. 18:08
Ein tilvísunin hér fyrir ofan brenglaðist. Reyni aftur:
Sjá nánar hér: http://www.drroyspencer.com/wp-content/uploads/Spencer_EPW_Written_Testimony_7_18_2013_updated.pdf
Ágúst H Bjarnason, 25.7.2013 kl. 18:13
Brynjólfur: Þessi Burt Rutan, sem þú veist ekki hver er, er einfaldlega virtasti og sennilega fremsti flugvélahönnður í heiminum í dag, og hefur hannað margar flugvélar (u.þ.b. eina á ári) sem margar hafa verið markað tímamót og unnið mörg afrek á sviði flugsins. Ætla ekki að telja upp dæmi hér, Google getur hjálpað þér þar.
Ég veit að Ómar hefur mikið álit á honum og nefni því nafn hans.
Burt nefnir í þessu viðtali að upp úr 1990 hafi mælingastöðvum í heiminum fækkað um u.þ.b. helming, farið úr ca 12.000 í 6.000, og á sama tíma hækkaði mældur yfirborðshiti á heimsvísu um 1-2 gráður. Það vill svo til að á sama tíma liðuðust Sovétríkin í sundur, sem höfðu verið víðfemasta ríki heims og haldið úti fjöldanum af mælingastöðvum, og greitt fyrir reksturinn með olíu. Getur verið tenging á milli þessa? Getur verið að greiðslan í olíunni hafi verið í hlutfalli við það sem gefið var upp í mælingum, s.s. því lægri hiti því meiri olía var send á staðinn? Og að mælingamenn hafi einfaldlega sagt hitann lægri en hann reunverulega var?
Erlingur Alfreð Jónsson, 25.7.2013 kl. 18:20
Gleymdi að laga fyrri athugasemd áður en ég birti hana. Burt segir einfaldlega að bein tengsl hafi verið á milli tilkynnts hitastigs og olíunnar sem var stöðin fékk.
Erlingur Alfreð Jónsson, 25.7.2013 kl. 18:35
Fyndið er að sjá umræðuna snúast um fikt eða ekki fikt með hitamæla í Rússlandi eða hvort vök hafi verið hér eða annars staðar við Norðupólinn en minnast ekki á það að ísinn í Íshafinu hafi minnkað um nokkur hundruð þúsund ferkílómetra og jöklar farið síminnkandi.
Ómar Ragnarsson, 25.7.2013 kl. 19:09
Hvað segið þið félagar um þessa grein sem er á vef Dönsku Veðurstofunnar DMI:
Multi-decadal variation of the East Greenland Sea-Ice Extent: AD 1500-2000
Knud Lassen and Peter Thejll
Í greininni er sýnt fram á töluverða samsvörun milli sólvirkni og hafíss á norðurslóðum.
Mynd úr greininni:
Figure 1.5 Solar Cycle Length [SCL] shown by dotted line, Koch sea ice extent index from observations in the Greenland Sea shown by solid line.
Greinina má sækja hér: http://www.dmi.dk/dmi/sr05-02.pdf
Í útdrættinum (abstract) stendur:
Abstract:
The extent of ice in the North Atlantic varies in time with time scales stretching to centennial, and the cause of these variations is discussed. We consider the Koch ice index which describes the amount of ice sighted from Iceland, in the period 1150 to 1983 AD. This measure of ice extent is a non-linear and curtailed measure of the amount of ice in the Greenland Sea, but gives an overall view of the amounts of ice there through more than 800 years. The length of the series allows insight into the natural variability of ice extent and this understanding can be used to evaluate modern-day variations. Thus we find that the recently reported retreat of the ice in the Greenland Sea may be related to the termination of the so-called Little Ice Age in the early twentieth century. We also look at the approximately 80 year variability of the Koch [sea ice] index and compare it to the similar periodicity found in the solar cycle length, which is a measure of solar activity. A close correlation (R=0.67) of high significance (0.5 % probability of a chance occurrence) is found between the two patterns, suggesting a link from solar activity to the Arctic Ocean climate.
Hvernig skyldi standa á þessu?
Ágúst H Bjarnason, 25.7.2013 kl. 19:24
Ómar: Finnst þér ekkert skrýtið að á sama tíma og mælistöðvum fækkar um helming hækkar mældur meðalhiti?
Það eru nógir um að benda á rýrnun jökulhettna og ísbreiða og óþarft að bæta þar í. En Burt bendir líka á að þessi rýrnun hófst löngu fyrir iðn- og vélavæðingu heimsins og brennsla jarðefnaeldsneytis er alls ekki ástæða þess að rýrnunin hófst.
Hér er mynd úr grein sem hýst er á vef háskólans í Wiconsin: https://www.uwgb.edu/dutchs/PSEUDOSC/GlobWarmPix/Robinson02.gif
Hún sýnir að bráðnun jökla hófst 100 árum á undan brennslu jarðefnaeldsneytis og hefur staðið í meira en 180 ár.
Ég er ekki að segja að hitastig jarðar hafi ekki, eða sé ekki að aukast. Bráðnun jökla sýnir það annars héldist stærð þeira óbreytt. En ég bendi bara á að það eru til gögn sem segja aðra sögu en þá sem við erum mötuð á dag frá degi, þ.e. að þessar breytingar stafi af mannavöldum.
Og meira segja hefur því verið haldið fram ekki alls fyrir löngu að bráðnun Grænlandsjökuls eins mundi lækka sjávarstöðu við Ísland um 10 metra!
Erlingur Alfreð Jónsson, 25.7.2013 kl. 20:22
"Fyndið er að sjá umræðuna snúast um fikt eða ekki fikt með hitamæla í Rússlandi eða hvort vök hafi verið hér eða annars staðar við Norðupólinn en minnast ekki á það að ísinn í Íshafinu hafi minnkað um nokkur hundruð þúsund ferkílómetra og jöklar farið síminnkandi"
Þetta er því miður ekkert fyndið, en þetta er dæmigert fyrir þessa umræðu. Eins og svo oft, þá segir umræðan meira um þá sem taka þátt í henni en það sem þeir þykjast vera að reyna að ræða um.
Takk fyrir að benda á þetta Ómar.
Hörður Þórðarson, 25.7.2013 kl. 20:54
Því má bæta við að menn telja að hið voðalega koldíoxíð hafi aukist frá upphafi iðnbyltingar um 1850 til dagsins í dag úr 280 pörtum af millón í 380 parta af hverri milljón, þ.e. ef áætlanir um magn koldíoxíðs fyrir 150 árum eru áreiðanlegar sem er eðli málsis samkvæmt umdeilanlegt. En jafnvel þótt það væri rétt er hér um að ræða tíu parta af milljón. Tíu krónu vextir af milljón krónum í 150 ár hefði ekki þótt gott á útrásartímanum. Raunar virðast fáir gera sér grein fyrir því að jurtir og bakteríur (ekki allar) ofansjávar og neðan gleypa koldíoxíð allan ársins hring og breyta því í lífmassa. Bókstaflega allt sem lifir eða hefur lifað á jörðinni er upphaflega unnið úr koldíoíði, sem leggur til undistöðuna, kolefnið. En það er út í hött að deila við sanntrúaða.
Vilhjálmur Eyþórsson, 25.7.2013 kl. 20:59
Athygliverðar upplýsingar um fækkun mæla.
Hvernig hefur það áhrif á niðurstöðuna? Hefur þeim fækkað úti á mörkinni en staðið í stað inn í borgum eða í nágreini þeirra?
Er það ekki þekkt að stórborgir hafa "komið sér upp" sínu eigin veðurkerfi? Eru líkur á að þar sé hitinn meiri vegna meira yfirborðs (háhýsi og bundið slitlag á götum) sem "lagerar" meiri varma, sem gæti síðan haft áhrif á niðurstöðu mælinga?
Hefur þetta verið kannað sérstaklega?
Benedikt V. Warén, 25.7.2013 kl. 21:46
Á vestfjörðum standa steingerð tré út úr fjöllunum. Þessi tré uxu fyrir milljónum ára. Til að þau geti vaxið þarf meðahitinn að vera 15 gráður. Á Íslandi er meðalhitinn töluvert lægri eða í ca 5 gráður að ég held. Meðalhitinn á sumrin hefur þá verið um 25 gráður. Hitinn sveiflast til. Var Ísland 5 til 9 þúsund km sunnar þá? Við breytum ekki veðrinu úr þessu. Maðurinn getur ekki haldið í horfinu eða snúið þessu við. Það mun bara ekki gerast. Aðlögun er lausnin. Ekki fanatík cið CO2 útblæstri eða öðrum svo kölluðum gróðurhúsalofttegundum.
Geir Harðarson (IP-tala skráð) 25.7.2013 kl. 22:07
Mér hefur sýnst á umræðunni að það sé algengt að "fiktað" sé við gögn frá mælingum í stórborgum, það kallast víst leiðréttingar vegna staðsetningar eða álíka, og frá faglegu sjónarmiði sennilega rétt aðferð eftir því sem byggð þróast í kringum mælingarstað. Ekkert út á það að setja per se. En breyting á mældu meðalhitastigi um 1-2 gráðu á heimsvísu, á 2-3 ára tímabili, á sama tíma og mælistöðvum fækkar um helming, er frekar undarlegt svo ekki sé meira sagt og yrði sennilega stórfrétt ef svona lagað gerðist raunverulega í náttúrunni nú til dags.
Erlingur Alfreð Jónsson, 25.7.2013 kl. 22:18
Úr fréttunum:
“The arctic seems to be warming up. Reports from fishermen, seal hunters, and explorers who sail the seas about Spitzbergen and the eastern Arctic, all point to a radical change in climatic conditions , and hitherto unheard-of high temperatures in that part of the earth’s surface. … Ice conditions were exceptional. In fact, so little ice has never before been noted. … In Arctic Norway… where formerly great masses of ice were found, there are now often moraines, accumulations of earth and stones. At many points where glaciers formerly extended far into the sea they have entirely disappeared.”
Þetta lítur greinilega ekki vel út, en hvaðan eru þessar fréttir? Man það einhver?
Ágúst H Bjarnason, 25.7.2013 kl. 22:32
Klausan hér að framan um "slæmt" ástand hafíssins birtist í þessu blaði hjá NOAA:
Monthly Weather Review
http://docs.lib.noaa.gov/rescue/mwr/050/mwr-050-11-0589a.pdf
Er þetta úr fréttum liðinnar viku? Takið eftir útgáfudegi.
Ágúst H Bjarnason, 25.7.2013 kl. 22:35
Afsakið, þetta átti að vera hundrað krónu vextir af einni milljón í 150 ár. Nú er tala um að það hafi síðustu áratugi farið upp í 340 parta, þannig að allt brölt mannanna hafi dugað til að bæta 20 grömmum af koldíoxíði við hvert tonn af gufuhvolinu. 20 grömmum!
Vilhjálmur Eyþórsson, 25.7.2013 kl. 22:37
Gaman að þessari grein Ágúst. Sérstaklega þegar vitnað er í skipstjórann sem tók fyrst eftir hitabreytingum árið 1918, sama ár og frostaveturinn mikli reið yfir landann! Með hverju skyldi hann hafa knúið og kynt sinn bát? Hlýtur að hafa verið stórhættulegur umhverfissóði!
Erlingur Alfreð Jónsson, 25.7.2013 kl. 23:03
Hér í athugasemdum hefur verið minnst á Burt Rutan sem flestallir sem fylgst hafa með þróuninni í flugheiminum kannast vel við. Það vill svo til að ég á til tvo pistla um manninn.
Goðsögnin Burt Rutan flugverkfræðingur sem er að smíða geimskipið Space Ship One - Myndband...
http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/1130066/
Hér er ekkert minnst á loftslagsbreytingar, en það er gert í næsta pistli:
Snillingurinn Burt Rutan flugverkfræðingur heiðraður - og álit hans á loftslagsmálunum umdeildu...
http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/1257356/
Burt Rutan flugverkfræðingur (aerospace engineer) er vanur að rýna í mæligögn og leita að villum, enda er útilokað að ná svona langt eins og hann án þess. Hann hefur því vanið sig á gagnrýna hugsun og trúir engu nema hann sjái óyggjandi og ótvíræð gögn og skilji sjálfur hvað liggi að baki þeim. Hann vill því alltaf sjá frumgögnin svo hann getir rýnt þau sjálfur. Þannig lýsir hann sjálfum sér.
Á vefsíðu Forbes birtist fyrir nokkrum dögum viðtal við Burt Rutan þar sem rætt er um loftslagsbreytingar. Viðtalið er mjög áhugavert og er eins víst að margir eru honum sammála, en auðvitað margir ósammála. Burt Rutan hefur þó sýnt það og sannað að hann hefur næman skilning á lögmálum eðlisfræðinnar og kann að lesa úr tölum. Þess vegna er fróðlegt að lesa viðtalið í heild sinni.
Í þessum pistli er vísað í viðtal við manninn í Forbes 9. sept. 2012.Viðtalið er þar á þrem síðum:
A Cool-Headed Climate Conversation With Aerospace Legend Burt Rutan
http://www.forbes.com/sites/larrybell/2012/09/09/a-cool-headed-climate-conversation-with-aerospace-legend-burt-rutan/
Prentvæn útgáfa af viðtalinu:
http://agbjarn.blog.is/users/fa/agbjarn/files/forbes---burt_rutant.pdf
Ágúst H Bjarnason, 26.7.2013 kl. 08:13
Skemmtilegt hvað maður sér margt gamalkunnugt í þessum umræðum!
Fyrst er að taka náttúrulegar breytingar á hitastigi jarðar til lengri tíma. Slíkar breytingar hafa verið mjög stórar og miklu stærri en þær sem við stöndum núna frammi fyrir. Munurinn er sá að breytingin núna virðist gerast miklu hraðar en fyrri breytingar.
Alvarlegasti munurinn er auðvitað að aldrei fyrr hafa 7 milljarðir manna lifað af landbúnaði. Miklar breytingar á hitastigi geta valdið verulegu mannfalli vegna fæðuskorts. Ekki að ég haldi að svo muni fara, en hættan er engu að síður veruleg.
Jarðsögulega séð hefur hitastig á jörðinni oft verið miklu hærra en það er núna. Kolatímabilið er kannski frægast (allt að 8 gráðum hlýrra en núna), krítartíminn einnig. Bæði þessi jarðsögulegu tímabil einkenndust af miklu magni koltvísýrings í andrúmslofti (allt að 800 ppm, tvöfalt núverandi magn). Einkennandi fyrir bæði tímabilin var að megnið af þessum koltvísýringi var fjarlægt úr andrúmslofti og grafið í jörð (kolatímabilið) eða á hafsbotni (krítartímabilið).
Þegar Ísland tók að myndast var meðalhiti á jörðinni um 4 til 6 gráðum hærra en nú er, en lækkaði jafnt og þétt með minnkun koltvísýrings ásamt hreyfingum meginlanda. Fyrir um 3 milljónum ára hófst síðan ísaldarskeið sem enn stendur, megin orsök ísaldar er minnkun koltvísýrings ásamt tilfærslu á stærstu meginlöndunum norður á bóginn.
Á ísöld hafa síðan skipst á hlýskeið og kuldaskeið, c.a. með 100 - 150 þúsund ára millibili. Hvert hlýskeið stendur í 10 - 20 þúsund ár, okkar er orðið um 12 þúsund ára og er að síga á seinni hliðina. Orsök þessara sveiflna má finna í breytingum á afstöðu jarðar til sólar, svokallaðar Milankovich sveiflur. Eins og línuritið sem Richard birtir í færslu 44 sýnir hafa fyrri hlýskeið verið hlýrri en núverandi, og einnig er ljóst að núverandi hlýskeið mun renna sitt skeið á enda og nýtt kuldaskeið taka við, með jökulbreiðum um allan norðanverðan hnöttinn.
Hlýskeið eru yfirleitt hlýjust fyrst, hápunktur okkar hlýskeiðs varð fyrir 6000 árum. Eftir það hefur kólnað nokkuð jafnt, með einstaka hlýskeiðum, í samræmi við það sem gerst hefur á öðrum hlýskeiðum - allt þar til núna að hitastigið rýkur upp aftur.
Ágætt línurit yfir hitastig jarðar síðustu 500 milljón árin eða svo má sjá hér: All_paleotemps.mpg
Brynjólfur Þorvarðsson, 26.7.2013 kl. 08:59
Á línuritinu sem ég hlekkja á neðst í síðustu færslu má sjá að hitastig núna er talsvert hærra en nokkru sinni fyrr á núverandi hlýskeiði.
Þetta stenst illa samanburð við línuritið sem Ágúst birtir í færslu 46. Það sem ber að varast við að línurit er að það nær aðeins til jarðsögulegs "nútíma", þ.e.a.s. kringum 1970. Ef menn skoða nánar lengst til hægri þá sést brotalína sem stefnir beint uppá við, það eru gervihnattamælingar síðustu áratuga. Gervihnettir eru notaðir þar sem þeir þykjast gefa langáreiðanlegustu niðurstöðurnar og skiptir þá fjöldi mælistaða engu.
Það vantar sem sagt á línurtið sem Ágúst birtir í færslu 46 þann topp sem orðið hefur á undanförnum áratugum, hitastigið núna er langtum hærra en það hefur verið á núverandi hlýskeiði.
Brynjólfur Þorvarðsson, 26.7.2013 kl. 09:03
Um það hvort núverandi hitastig sé miklu hærra en fyrr á núverandi hlýskeiði er nokkuð sem menn deila um, enda erfitt að meta hitafar fyrri alda áður en nákvæmar mælingar hófust. Ein besta leiðin til að meta forsögulegt hitastig er að rannsaka setlög í stöðuvötnum eða íslög í jökulkjörnum. Línuritið í færslu 44 er einmitt byggt á ískjörnum. Þeir ná ekki mikið lengra aftur en 500.000 ár, þótt ísöld hafi staðið sex sinnum lengur en það (vel að merkja telja jarðvísindamenn almennt að ísöld hafi hafist fyrir 2,2 milljónum ára, á Íslandi hefur yfirleitt verið talað um 3 milljónir).
Nýverið voru birtar athyglisverðar niðurstöður úr setlagarannsóknum stöðuvatns í Síberíu, en vatnið myndaðist við loftsteinahrap fyrir 3,6 milljónum ára og hefur aldrei legið undir jökulís síðan. Hvert ár fyrir sig skilur eftir sig setlag.
Niðurstöður úr þessum rannsóknum sýna að síðast þegar styrkur koltvísýrings í andrúmslofti var 400ppm var hitastig í Síberíu að jafnaði 8 gráðum hlýrri en nú er! Fyrstu niðurstöður benda til þess að jörðin sé mun viðkvæmari fyrir koltvísýringsmagni en almennt er talið, og að heimskautasvæðin hafi áður hlýnað mun meira en spár gera ráð fyrir að gerist núna.
Ágætis myndband þar sem leiðangurstjóri lýsir niðurstöðum má finna hér, á vefsíðu Skeptical Science. Því miður finn ég ekki betri hlekk, enda eru niðurstöðurnar ekki að fullu birtar enn.
Brynjólfur Þorvarðsson, 26.7.2013 kl. 09:56
Eitt af því fyrsta sem kennari minn í tölfræði sagði bekknum var, að hvers kyns sjónræn framsetning gagna t.d. með línuritum eða stöplaritum, væri ein besta leiðin til að blekkja fólk. Þess vegna ættum við alltaf að byrja á að skoða slíka framsetningu gagnrýnan hátt og líta til hvaða kvarði væri notaður og hvað væri ekki sýnt t.d. hvað vantaði neðan á stöplarit.
Svona graf, eins og hlekkjað er á í 63, er dæmi um hvernig sjónræn framsetning er notuð til að afbaka heildarmyndina og blekkja fólk. Mismunandi kvarðar eru notaðir á mismunandi hlutum grafsins sem leiðir til þess að toppar fletjast út. Ég mundi vilja sjá síðasta hluta grafsins (Holoscene) í sama kvarða og hlutann næst á undan (Pleistoscene) eða frá 500 þús. og bera það saman við stöðuna í dag. Slíkt mundi sýna að þessi toppur sem nú er í gangi er ósköp sambærilegur við þá toppa sem sá hluti sýnir, og engin leið að sjá hvort breytingin nú sé hraðari en áður, enda kvarðinn svo stór og ónákvæmur af þeim sökum.
Eftir því sem ég kemst næst hafa hitamælar bara verið til í ca. 400 ár, og nákvæmar samfelldar hitamælingar hafa verið stundaðar í ca. 150 ár. Fyrstu mælingar með gervihnöttum hófust um 1970 en jukust upp úr 1980. Til samanburðar hófu jöklar að hörfa fyrir um 180 árum.
Hvernig geta menn þar af leiðandi haldið því fram að sú hækkun sem nú á sér stað sé hraðari en áður þegar slíkt hefur aldrei verið mælt nákvæmlega fyrr en á síðustu árum?!
CO2 er aðeins 3,6% allra gróðurhúsalofttegunda. Af þessum 3,6% af CO2 er aðeins 3,4% af mannavöldum! Að halda því fram að hækkun hitastigs nú sé að stórum hluta til vegna útblásturs gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum, eins og CO2, er bara bull.
Erlingur Alfreð Jónsson, 26.7.2013 kl. 11:30
Rétt að taka fram að undirbúningur athugasemdar 66 hófst áður en athugasemd 65 birtist.
Erlingur Alfreð Jónsson, 26.7.2013 kl. 11:33
Erlingur, það er rétt hjá þér að þetta er afskaplega erfitt til samanburðar. En ég held nú ekki að neinn sé að reyna að blekkja! Eitt af því sem maður þarf að hafa í huga er hvar línuritin "stoppa", línuritið hans Ágústs virðist stoppa við "jarðsögulegan nútíma", yfirleitt kringum 1970, á meðan línuritið sem ég hlekkjaði stoppar árið 2000.
Jafnvel þótt "teygt" væri á línuritunum myndum við sjálfsagt ekki geta lesið neitt meira úr þeim, t.d. gert samanburðu á hraða breytingar. Fullyrðingar um að hitastig hækki núna hraðar en áður eru kannski ekki mjög traustar. Hins vegar er ekki áður vitað til þess að koltvísýringur hafi hækkað jafn hratt og hann gerir núna.
Þú ert með aðrar tölur um CO2 en ég hef séð, á wikipedia er talað um að CO2 leggi til einhvers staðar á bilinu 9-26% af gróðurhúsaáhrifunum (talan sem þú ert með vísar kannski til heildarmagns frekar en heildaráhrifa).
Hvort aðeins "3,4%" af koltvísýringi í andrúmslofti sé af mannavöldum veit ég ekki. Náttúran er með mjög mikla tilfærslu á koltvísýringi, náttúrulegir ferlar gefa frá sér og taka til sín koltvísýring. Þar sem núverandi magn er um 40% meira en það var fyrir iðnbyltingu, og þar sem það hækkar jafnt og þétt ár frá ári, er erfitt að segja annað en að 40% af CO2 í andrúmslofti sé af manna völdum. Eða kanntu einhverja aðra skýringu á þessari breytingu í magni?
Höfin taka til sín um helming af þeim CO2 sem við sleppum út í andrúmsloftið, afgangurinn "situr eftir" og safnast saman.
Það er óumdeilt meðal vísindamanna að hitastig á jörðinni sé rúmum 30 gráðum hlýrra en það væri ef gróðurhúsaáhrifin væru ekki til staðar. Ef CO2 leggur til 5 gráður (c.a. 16%) þá ætti tvöföldun CO2 að hita jörðina aukalega um 5 gráður. Aukningin núna er gróft reiknað 40%, þ.a. núverandi magn CO2 ætti að valda hlýnun upp á 2 gráður. Þetta eru auðvitað ekki vísindalegir útreikningar, frekar til að sýna að stærðargráðan passar.
Eðlisfræðin bak við áhrif CO2 er einnig mjög vel staðfest. Eina sem menn virðast í alvöru vera að rífast um núna er hvort CO2 viðkvæmni sé mikil eða lítil - sé hún lítil hitnar hægar, sé hún mikil hitnar hraðar.
Núverandi magn er um 400 ppm sem gerir 0,4%. Í venjulegri 100 fermetra íbúð eru því um 1 rúmmetri af koltvísýringi. Þetta virðist óneitanlega lítið, en er þó samt eitthvað, og áhrifin eiga sér stað smátt og smátt.
Eins og ég benti á í fyrri færslu þá eru áhrif gróðurhúsalofttegunda fyrst og fremst þau að það kólnar hægar á nóttunni yfir miðbaug. Á hverjum morgni er yfirborðið því eilítið heitara en deginum áður (að jafnaði), sólin sendir sinn vanalega orkuskammt, og yfirborðið hlýnar enn frekar.
Brynjólfur Þorvarðsson, 26.7.2013 kl. 12:15
Alríkisstjórn Bandaríkjanna gaf nýlega út skýrslu um hlýnun jarðar, ásamt spám um framhaldið. Ágætis grein um þessa skýrslu er á vefsíðu Texas Climate News, athyglisvert er að sjá hverning hitafar hefur breyst frá því um 1900 á mismunandi stöðum í Bandaríkjunum (önnur myndin með fréttinni). Þar sést hlýnunin mjög vel, núverandi hitastig er mun hærra en var fyrir miðja öldina og síðasta súlan (fyrsti áratugur 21. aldarinnar) er alls staðar hærri, þrátt fyrir það sem menn hafa haldið fram um að hlýnun hafi stöðvast síðasta áratug. Reyndar er sú súla víðast hvar talsvert hærri en súlan fyrir síðasta áratug síðustu aldar.
Að skýrslunni unnu 240 vísindamenn og þeir eru sammála um orsakir og afleiðingar:
Þetta útleggst nokkurn veginn svona:
(National Climate Assessment)
Brynjólfur Þorvarðsson, 26.7.2013 kl. 12:25
Erlingur, þú segir að jöklar hafi byrjað að hopa fyrir 180 árum. Þeta á nú ekki við á Íslandi, held ég, til er mjög skemmtileg mynd frá því um 1930 sem sýnir sporð Skeiðarárjökuls þegar hann var mestur, um 100 metra hár og lóðréttur þar sem Skeiðarárbrú stendur nú. Síðan þá hefur jökullinn hopað, áberandi mest núna á síðustu áratugum.
Jöklar voru víst talsvert minni fyrir um 1000 árum. Þá var hitafar svipað og var við lok síðustu aldar, en jöklar hafa enn ekki náð jafnvægi miðað við núverandi hitafar.
Fyrir um 6000 árum síðan var Ísland væntanlega nánast íslaust, þegar hlýjast var á núverandi hlýskeiði. Núna erum við búin að ná því hitastigi, ef ekki komin vel fram úr, og enn hlýnar hratt.
Brynjólfur Þorvarðsson, 26.7.2013 kl. 12:32
Það var strax snemma á 19. öld sem menn veittu því athygli að gamlir trjástofnar fundust í mýrum í Skandínavíu 700-900 metrum fyrir ofan núverandi trjálínu. Um aldamótin 1900 gerðu þeir Blytt og Sernander síðn það yfirlit um hitastig á núverandi hlýskeiði sem í aðalatriðum er fylgt enn í dag og studdust mest við gróðurlög í mýrum o.fl. Niðurstöður þeirra hafa verið margsinnis staðfestar m.a. með ískjarnaborunum á Grænlandi og Suðurskautslandinu. Í mjög stuttu máli þýðir þetta að hitastig var í hámarki á svonefndu Atlantísku skeiði fyrir ca. 7000 árum þegar Ísland var jöklalaust og Sahara og aðrar eyðimerkur að mestu eða öllu leyti grónar. Sú blákalda staðreynd, sem ekki þýðir að mótmæla, að samhliða því að jöklar skríða fram hafa eyðimerkur hvarvetna verið að skrælna kemur allt of sjaldan fram. Miklar mannvistarleifar í Sahara, Sádí- Arabíu Mið- Asíu og víðar sanna þetta auk ritaðra heimilda. Síðustu sex- sjö þúsund ára hefur hitastig verið að kólna og þorna í sveiflum og sveiflum innan í öðrum sveiflum og sú kólnun náði hámarik um aldamótin 1900 þegar jöklar á Íslandi urðu meiri en nokkru sinni síðan á jökulskeiði (ísöld). Nú stendur yfir dálítil uppsveifla, ein af mörgum, en hún breytir engu um það að jörðin kólnar og þornar hægt og hægt þrátt fyrir allar sveiflur þar til nýtt jökulskeið skellur á. Hvenær það verður veit enginn, en það getur varla dregist meira en tvö- þrjú þúsund ár.
Ef aftur hlýnar mun að sjálfsögðu meira gufa upp úr höfunum auk þess að hlýtt loftið tekur til sín miklu meiri vatnsgufu. Sahara og aðrar nýmyndaðar eyðimerkur munu að sjálfsögðu aftur gróa upp að hluta eða alveg. Hvað annað?
Vilhjálmur Eyþórsson, 26.7.2013 kl. 13:16
Góðir og ítarlegir punktar Þorvaldur. Þetta síðasta sem þú nefnir er atriði sem mér finnst margir ekki átta sig á, nefnilega að þótt jöklar jafi verið minni á einhverjum tímapunkti áður fyrr, þýðir það ekki að hitastig hafi verið hærra akkúrat þá. Oft er t.d. talað um að jöklar hafi verið minni á landnámsöld og þar með hafi verið mun hlýrra þá en nú. Málið er hinsvegar að jöklar nú eru stærri en hitastig gefur til kynna enda eru þeir í ójafnvægi og fara ákveðið minnkandi.
Jöklar munu hafa verið stærstir hér á landi skömmu fyrir aldamótin 1900 en fóru svo að hörfa. Sama á við víðar og menn tóku eftir greinilegum breytingum snemma á 20. öldinni og ekki að undra að skrifað hafi verið um hlýnun, minni hafís og jökla, strax fyrir 100 árum.
Emil Hannes Valgeirsson, 26.7.2013 kl. 13:18
Takk fyrir þín góðu innlegg, Brynjólfur.
Hörður Þórðarson, 26.7.2013 kl. 13:31
Takk fyrir athugasemdirnar Brynjólfur.
a. Mér sýnist að tölurnar sem þú vísar til (9-26%) sýni hvaða áhrif CO2 er talið hafa miðað við aðrar gróðurhúsalofttegundir. Tölurnar sem ég vísa til eru magnhlutfall í andrúmsloftinu. Mín heimild segir að allar gróðurhúsalofttegundir til samans séu um 2% af andrúmsloftinu, af þeim eingöngu séu 3,6% CO2, og 3,4% af 3,6% séu af mannavöldum.
CO2 er hins vegar alls um o,o4% af andrúmsloftinu, og miðað við ofangreint eru 0,0014% CO2 af mannavöldum. Í fáfræði minni spyr ég einfaldlega: Hvernig getur svona lágt hlutfall lofttegundar, 0,0014% af öllu andrúmsloftinu, átt að vera ráðandi þáttur í hitabreytingum þegar við erum með glóandi eldhnött sem hitar andrúmsloftið um fleiri tuga gráður á hverjum sólarhring?
b. Nei hef ekki nákvæma skýringu á magnbreytingu CO2. En mér er til efs að 40% aukning sé eingöngu af mannavöldum eins og gefið er í skyn.
c. Verst að ekki er til mynd hvar Skeiðarárjökull var 1830. Var hann kannski enn stærri og þykkari? Kannski er til kort einhvers staðar? Ég er bara að segja að ferlið við hop jökla var hafið töluvert áður en brennsla jarðefnaeldsneytis hófst og þess vegna er ekki hægt að benda á það sem aðalástæðu jöklabráðnunar. Það að hraði bráðnunar sé meiri nú en áður getur allt eins ráðist af því að þykktin er minni en hún var.
d. "Sjávarstaða hækkar, höfin súrna og jöklar og hafís bráðnar. Þessar breytingar eru afleiðing hnatthlýnunar sem er fyrst og fremst af mannavöldum." Ég mótmæli ekki að hitastig sé að aukast, bara hver áhrif mannsins séu í ferlinu, tel þau stórlega ofmetin.
Erlingur Alfreð Jónsson, 26.7.2013 kl. 14:04
Erlingur. Þú skilur ekki hvernig "svona lágt hlutfall lofttegundar, 0,0014% af öllu andrúmsloftinu, átt að vera ráðandi þáttur í hitabreytingum". Þú hefur ekki "nákvæma skýringu á magnbreytingu CO2".
Kannski ættir þú að kynna þér þessa hluti betur áður en þú dregur þínar ályktanir.
Hörður Þórðarson, 26.7.2013 kl. 14:48
Hörður: Ég hef þegar sett inn hlekki hér í athugasemdakerfinu á þær heimildir sem ég hef skoðað til þessa og hver sem er getur skoðað líka. Ég gaf mér ekki tíma til þess að fara í djúpa greiningu á þessum tveimur atriðum sem Brynjólfur nefndi. Ef þú ert með heimildir á reiðum höndum um þessi 2 atriði og spara mér tímann við leit, eru þær meira en vel þegnar og ég mun kynna mér þær. Þar til það gerist held ég mig við skoðanir minar á málefninu byggða á því sem ég hef fundið til þessa, en vera kann að ég komist yfir upplýsingar sem breyta þeim. Það hefur bara ekki gerst til ennþá. Ertu með heimildir?
Erlingur Alfreð Jónsson, 26.7.2013 kl. 15:03
Gangi þér vel, Erlingur.
Hörður Þórðarson, 26.7.2013 kl. 15:16
Takk fyrir sömuleiðis og takk fyrir heimildirnar.
Erlingur Alfreð Jónsson, 26.7.2013 kl. 15:17
Sú staðhæfing Brynjólfs, að við séum nú búin að ná því hitastigi sem ríkti á atlantískum tíma þegar Ísland var íslaust og algróið og Sahara og aðrar eyðmerkur grónar er undarleg þótt ekki sé meira sagt. Þá þyrfti t.d. núverandi snælína að hækka um tugi, ef ekki hundruð metra. Og enn og aftur. Hættið að tala um miðaldahlýnunina. Hún var vissulega til staðar en einungis ein af mörgum upp- og niðursveiflum í hita og raka síðustu sjö þúsund árin eða svo. Kjarni málsins er, að loftslag kólnar og þornar þrátt fyrir allar sveiflur.
En það er rétt og góð ábending þegar Erlingur segir: „CO2 er hins vegar alls um o,o4% af andrúmsloftinu, og miðað við ofangreint eru 0,0014% CO2 af mannavöldum. Í fáfræði minni spyr ég einfaldlega: Hvernig getur svona lágt hlutfall lofttegundar, 0,0014% af öllu andrúmsloftinu, átt að vera ráðandi þáttur í hitabreytingum þegar við erum með glóandi eldhnött sem hitar andrúmsloftið um fleiri tuga gráður á hverjum sólarhring?“
Reyndar hitar sólin jörðina úr alkuli um meira en 270 gráður á hverjum degi og það gefur auga leið að sérhver minnsta breyting þar á hlýtur að hafa gífurlegar afleiðingar.
Vilhjálmur Eyþórsson, 26.7.2013 kl. 16:01
Ég vil lýsa ánægju minni yfir hve umræður hér eru skynsamlegar og hógværar, þó svo að um mikið hitamál sé að ræða og menn séu ekki allir sammála. Svona skoðanaskipti geta verið bæði gagnleg og ánægjuleg. Dagurinn hefur verið einstakur þar sem ég er staddur örskammt frá hálendinu með 25 stiga hita bróðurpartinn úr deginum.
Ágúst H Bjarnason, 26.7.2013 kl. 22:01
Ómar, það er eðlilegt að menn dragi í efa upplýsingar um þessa hlýnun þegar fréttirnar eru beinlínis rangar og jafnvel aðlagaðar til að falla að ákveðnum skoðunum.
Ísinn hefur ekki hopað, Norðurpóllinn er ekki ófrosinn, þetta er bráðvatn ofan á ísnum og eflaust einhver rigning með. "Fréttin" jaðrar því við að vera hrein og klár lygi - eða í það minnsta fer blaðamaðurinn verulega frjálslega með sannleikann.
Gulli (IP-tala skráð) 27.7.2013 kl. 09:41
Hér er smávegis um þessa mynd og "frétt":
http://psc.apl.washington.edu/northpole/WebCams.html
"3) Are you alarmed at the appearance of the water near the North Pole?
No, melt ponds form every year, and considering Web Camera 1, the melt pond coverage at this location (the cameras and buoys have drifted to about 85°N, 5°W) looks pretty typical for this time of year and this location."
"4) Is the appearance of the pond due to global warming?
No, not specifically. These melt ponds are a normal part of the seasonal cycle of the sea ice. With respect to global warming, we are more concerned when we see warm air temperatures in the winter that inhibit ice growth and the appearance of heat in the ocean that would melt the bottom surface of the ice."
Klippti aðeins af fyrra svarinu til að stytta, þar hafa þeir áhyggjur af bráðnun annars staðar.
Gulli (IP-tala skráð) 28.7.2013 kl. 10:18
Skemmtilegustu rökin eru að einhver % vísindamanna hafi þessa eða hina skoðunina.
Það eina sem skiptir máli er hvað er rétt eða rangt,eða er það ekki ?
Eitt er víst, Jörðin er alltaf annað hvort að kólna eða hittna. Hvort maðurinn hefur eitthvað með það að gera veit ég ekki.
Eitt er ég alveg viss um.
Mannkyninu er fyrir bestu allra hluta vegna, að sóða ekki út i loft og vatn, eitur og spilliefnum.
Snorri Hansson, 31.7.2013 kl. 03:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.