Þegar reykinn leggur inn.

Það er vandmeðfarið að banna reykingar. Bann verður að hlíta því skilyrði að það komi í veg fyrir óbeinar reykingar, - annars er að óþörfu verið að ganga gegn því frelsi hvers einstaklings að hann ráði því sjálfur hvernig hann hegðar sér eða fer með líf sitt, svo framarlega sem það skaði ekki aðra.

Þetta síðasta, að skaða aðra, er að vísu teygjanlegt. "Enginn lifir sjálfum sér og enginn deyr sjálfum sér" segir í Biblíunni og er þar að vísu átt við samband hverrar manneskju við skapara sinn en má líka yfirfæra á samband hverrar manneskju við samfélag sitt og aðrar manneskjur.

Sums staðar háttar svo til þar sem reykingafólk stendur utan dyra við að reykja, að reykinn leggur inn um opnar dyr. Þar með má segja að reykingarnar fari fram innan dyra.

Ef mjög margir reykingamenn eru saman komnir í garði getur háttað svo til að reykinn leggi yfir annað fólk, sem ekki reykir. En fara verður varlega í að gera stóra garða að reykingabannsvæðum.

Huga verður að aðstæðum og finna lausn, sem allir geti sætt sig við, tryggir þeim sem ekki reykja svæði þar sem þeir eru óhultir fyrir reyknum, en svipti ekki jafnfram reykingafólk algerlega persónulegu frelsi, sem ekki skaði aðra.

Segja má, að reykingamaður sem verður veikur og deyr tugum ára um aldur fram, hafi ekki aðeins skaðað sjálfan sig, heldur líka samfélagið sem veikindi hans og skert starfsþrek bitnuðu á, svo og skemmra ævistarf, sem samfélagið hafði að hluta til kostað til með menntun hans.

En á hinni bóginn verður að líta á það, hvar mörkin fyrir forsjárhyggju og afskiptasemi liggja og fara ekki offari í þeim efnum.


mbl.is Vill banna reykingar í almenningsgörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reykingalykt fer í fatnað, húsgögn og gluggatjöld.

Þorsteinn Briem, 25.7.2013 kl. 12:07

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.7.2013 (í dag):

"Annar dagur í Reykjavík. Gærdagurinn var fagur, hlýr og langur, mun lengri en ég er vanur á þessum árstíma og mér gengur illa að sofa, þar sem rökkvar bæði seint og illa.

Þess vegna væri hægt að vera á ferðinni allan sólarhringinn.

Svo er loftið hér svo miklu hreinna en ég er nú vanur, jafnvel þó ég komi frá Vermont-fylki [í Bandaríkjunum], sem hefur orð á sér fyrir hreint loft.

Mér líður nú ekki ósvipað og þegar ég var 13 ára gamall og hafði fengið mín fyrstu gleraugu, nú sé ég allt í fókus og allar útlínur eru svo skarpar og hreinar
."

Þorsteinn Briem, 25.7.2013 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband